Innlent

Óvenju góð laxveiði við Ísafjarðardjúp

Óvenju góð laxveiði hefur verið í ánum við Ísafjarðardjúp í sumar, eins og víðar á landinu. Þannig greinir BB.is frá því að erlendir veiðimenn, sem nýverið voru við veiðar í Hvannadalsá og Langadalsá hafi veitt 67 laxa í hollinu og hafi þeir verið mjög ánægðir með túrinn.

Veiðin í Hvannadalsá er nú orðin 150 laxar, sem er þrefalt meiri veiði en á sama tíma í fyrra, þegar aðeins 50 laxar voru komnir þar á land á þessum tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×