Innlent

Charlie Sheen borðar sushi á Íslandi!

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Charlie Sheen ásamt Helga, starfsmanni Ósushi.
Charlie Sheen ásamt Helga, starfsmanni Ósushi.
Charlie Sheen, ameríski leikarinn sem þekktur er fyrir leik sinn í Two and a half men, er staddur hér á landi.

„Hann var svaka næs,“ sagði Anna Þorsteinsdóttir, annar eigandi Ósushi en Charlie Sheen kom á Ósushi í Pósthússtræti fyrr í dag og hámaði í sig sushi af bestu lyst. „Hann var svo vinalegur við staffið. Ótrúlega kammó við þau og leyfði þeim að mynda sig fram og tilbaka,“ segir Anna. „Hann borðaði vel og mikið og var rosalega ánægður með matinn.“ Sheen spurði starfsfólkið hvar skemmtilegast væri að djamma í Reykjavík og bentu þau honum á hina ýmsu skemmtistaði, til að mynda B5 og Dolly. „Hann er bara að leita að góðu djammi á sunnudagskvöldi. En prakkarasvipurinn á honum,“ segir Anna og hlær. „Það var einhver glampi í augunum á honum. Þetta er púki!“

Fregnir herma að leikarinn hafi einnig farið í Kringluna fyrr í dag og verslað þar í Kultur.   




Fleiri fréttir

Sjá meira


×