Fleiri fréttir

Vænir tarfar fallnir

Hreindýraveiðitímabilið hófst á Austurlandi í gær og voru tíu tarfar felldilr fyrsta daginn.

Z-40 handtekinn

Mexíkóskum yfirvöldum tókst í gær að handtaka leiðtoga einhverra alræmdustu og hrottafengnustu glæpasamtaka þar í landi.

Grikkland í lamasessi

Allsherjarverkfall er brostið á í Grikklandi. Lestarsamgöngur stöðvast, flugsamgöngur riðlast og starfsfólk sjúkrahúsa er í hægagangi.

Færri atvinnulausir í júní

Atvinnulausum fækkaði um 580 að meðaltali frá maí og var því skráð atvinnuleysi 3,9 prósent í júní samkvæmt Vinnumálastofnun.

Hafnar blómum sem hraðahindrun í Kjós

"Þessi vegur er stórhættulegur,“ segir Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, íbúi við Meðalfellsveg í Kjós, sem hefur unnið að því síðan árið 2008 að komið verði upp hraðahindrunum við veginn.

Vilja ekki sjá um sjúkraflutninga

Velferðarráðuneytið segist ekki geta veitt meira fjármagni til sjúkraflutninga Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja að óbreyttum fjárlögum.

Morðrannsóknin á lokametrunum

Rannsókn á manndrápi í blokkaríbúð við Blómvang á Egilsstöðum í maí er á lokametrunum, að sögn Elvars Óskarssonar hjá lögreglunni á Eskifirði.

Gluggamiðar fyrir konditori

Konditorsamband Íslands hefur, vegna fregna af ólöglegri notkun margra bakaría á nafninu konditori, ákveðið að útbúa sérstaka gluggamiða.

Stal handtösku og fékk dóm

Tuttugu og átta ára kona var síðastliðinn föstudag sakfelld fyrir þjófnað í Héraðsdómi Norðurlands eystra.

Bandaríkjamaður vaknaði sem Svíi

Bandaríkjamaðurinn Michael Boatwright var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fundist meðvitundarlaus á hóteli í Kalifonríu fyrr á árinu. Þar vaknaði hann sem allt annar maður.

Aðgerðir gegn Íslendingum ákveðnar á næstu vikum

."Við getum ekki misst þetta fiskveiðiár vegna Íslendinga og Færeyinga, við getum ekki beðið til næsta árs. Við verðum að grípa til aðgerða núna strax," sagði Maria Damanaki á blaðamannafundi vegna makrílmálsins nú fyrir skömmu.

María Birta vill að málið verði gott fordæmi

Leikkonunni Maríu Birtu Bjarnadóttur hafa verið dæmdar skaðabætur vegna klúrrar auglýsingar sem sett var á stefnumótasíðu ásamt símanúmeri hennar. Hún segist vona að mál hennar vekji fólk til umhugsunar áður en það setur róg inn á netið

"Íslendingar kaþólskari en páfinn í heilbrigðismálum“

,,Íslendingar eru oft kaþólskari en páfinn þegar kemur að rekstri, allt virðist eiga að vera á hendi ríkisins." Þetta segir fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga sem vinnur að því að kortleggja umfang íslenska heilbrigðiskerfisins.

Heimtar refsiaðgerðir gegn Íslendingum í kvöld

Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins fjalla nú um viðbrögð vegna veiða Íslendinga og Færeyinga á makríl. Írar og Bretar tilkynntu fyrir fundinn að tími væri kominn til að fara í hart vegna deilunnar. Forsætisráðherra Íslands fundar með forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna málsins á morgun.

Agaleysi í rekstri ríkissjóðs

Ríkissjóður var rekinn með 40,5 milljarða króna greiðsluhalla á síðasta ári. Um þriðjungur fjárlagaliða, það er 142 liðir af 435, fóru fram úr fjárheimildum á árinu, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Stofnunin kemur með tillögur til að draga úr agaleysi í rekstri ríkissjóðs.

Ofurhugi lést í ofsaakstri

Mótorhjólakappinn Bill Warner lést í gær þegar hann gerði tilraun til að ná mótorhjóli sínu upp í 483 km hraða á klukkustund

Zimmerman ekki enn laus allra mála

Bandaríska dómsmálaráðuneytið er að kanna alla möguleika á því að sækja George Zimmerman til saka í einkamáli. Mótmælendur vonast til að geta haldið áfram þrýstingi á stjórnvöld og dómskerfið.

Styttist í íslensku kartöflurnar

"Þetta lítur bara ágætlega út, þó kartöflurnar komi upp seinna en undanfarin ár,“ segir Birkir Ármannsson, kartöflubóndi í Brekku í Þykkvabæ. Kartöflubændur byrja að taka upp í vikunni en sprettan í ár hefur verið hægari en síðustu ár vegna veðurfars.

Hótun Jóns Gnarr vekur athygli

Fréttavefur norska ríkisútvarpsins fjallar um tillögu Jóns Gnarr borgarstjóra um að vinaborgasamband Reykjavíkur við Moskvu verði endurskoðað eða því slitið vegna brota á réttindum hinsegin fólks í Moskvu.

Láru Hönnu gert að sanna hæfi sitt

Strax eftir að Lára Hanna Einarsdóttir, þýðandi og samfélagsrýnir, var tilnefnd sem varamaður í stjórn RÚV barst henni bréf frá lögmanni menntamálaráðuneytisins þar sem fram kemur að vafi leiki á um hæfi hennar.

25 teknir fyrir of hraðan akstur

25 ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Sá sem hraðast ók var mældur á 185 kílómetra hraða á veginum um Lyngdalsheiði þar sem leyfður hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

María Birta vann Einkamálsmálið

María Birta Bjarnadóttir leikkona fékk 250 þúsund krónur í skaðabætur vegna auglýsingar sem birtist á Einkamál.is.

Hæddist að nöfnum flugmannanna

Forsvarsmenn flugfélagsins Asiana Airlines íhuga nú að fara í meiðyrðamál við sjónvarpsstöð í Oakland vegna móðgandi ummæla sem nemi hjá nefnd sem rannsakar öryggi í samgöngumálum í Bandaríkjunum lét falla eftir flugslysið í San Francisco þann 6. júlí þar sem þrír létu lífið og yfir 180 slösuðust.

Söfnunaráráttan hófst í Írak

Breski blaðamaðurinn Glenn Greenwald segir að hömluleysið í njósnum bandarískra stjórnvalda megi rekja til óstjórnlegrar söfnunaráráttu Keiths Alexander, yfirmanns NSA.

Barnaverndarnefnd braut trúnað á föður

Starfsmaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur fékk og notaði trúnaðarupplýsingar um föður án leyfis. Meint samþykki móðurinnar sagt hafa glatast. "Mjög miður,“ segir framkvæmdastjóri, sem kveðst hafa veitt sína heimild í góðri trú.

Lögðu undir sig kjarnorkuver

Um 30 félagar úr Greenpeace hafa verið handteknir í Frakklandi eftir að hafa ráðist inn á lóð kjarnorkuvers og vakið athygli fjölmiðla á tiltækinu.

Ferðamenn fastir á Lágheiði

Björgunarsveit var kölluð út í nótt til að aðstoða erlenda ferðamenn, sem sátu í föstum bíl sínum á Lágheiði, á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar.

Lögreglan verði betur sýnileg

Svo rammt kveður að hraðakstri og stöðubrotum í Hveragerði að bæjarráðið þar telur þörf á sérstöku átaki. Ökutækjum er lagt ranglega bæði uppi á gangstéttum og göngustígum.

Ofsahræðsla á hnefaleikakeppni

Að minnsta kosti 17 manns létust og 39 særðust við það að troðast undir þegar slagsmál brutust út meðal áhorfenda á hnefaleikakeppni í gær í Papau-héraði Indónesíu.

"Hefur aldrei komið til Stokkseyrar“

Stefán Logi Sívarsson, sem grunaður er um aðild að líkamsárás og frelsissviptingu ungs manns, var yfirheyrður af lögreglu á laugardag.

Umhverfissóðar við Seljavallalaug

Óprútnir umhverfissóðar hafa spreyjað gulri lakkmálningu á þó nokkra steina í grennd við Seljavallalaug á Suðurlandi, en slaugin er ekki vöktuð. Ekki er vitað hverjir eru að verki.

Sjá næstu 50 fréttir