Barnaverndarnefnd braut trúnað á föður Hanna Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2013 11:06 Persónuvernd úrskurðaði að Barnaverndarnefnd hefði verið óheimilt að miðla persónuupplýsingum til tveggja fræðimanna vegna rannsóknar og skólaverkefnis án leyfis föðurs. MYND/DANÍEL Barnaverndarnefnd var óheimilt að veita aðgang að persónuupplýsingum í þágu verkefnis sem unnið var af starfsmanni stofnunarinnar fyrir nemaverkefni, segir Persónuvernd. Í maí 2012 barst Persónuvernd kvörtun varðandi miðlun persónuupplýsinga um föður og börn hans frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur til tveggja fræðimanna. Faðirinn sagði að ekki hefði verið leitað eftir samþykki hans þrátt fyrir að hann hefði sameiginlegt forræði með móður barnanna og að lögheimili þeirra hefði verið hjá honum. Barnaverndarnefnd segir starfsmanninn, sem jafnframt vann að rannsókninni, hafa tilkynnt hana til Persónuverndar samkvæmt leiðbeiningum leiðbeinanda síns. Barnaverndarnefnd hafi verið kynnt að rannsóknin yrði í samræmi við lög og að veittur hefði verið aðgangur að gögnum í trausti þess. Móðir barnanna kannaðist ekki við að hafa heimilað neina miðlun persónuupplýsinga er varðaði börn hennar og að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefði aldrei leitað eftir samþykki hennar. Á meðal þeirra upplýsinga sem notast var við í rannsókninni voru upplýsingar um hvaða úrræða var gripið til varðandi börnin og foreldrana og umfjöllun um frammistöðu beggja foreldra. Rannsakandinn fullyrti hins vegar að móðirin hefði gefið leyfi með undirskrift og að hún hefði mætt í viðtal þar sem hún svaraði spurningum. Þegar Persónuvernd bað um afrit af samþykkinu var sagt að það hefði glatast ásamt öðrum gögnum rannsóknarinnar. „Eftir því sem best er vitað tók [starfsmaðurinn] ekki gögn úr málaskrá af starfsstöð en það láðist því miður að kalla eftir samþykkisyfirlýsingum til varðveislu í skjalasafni Barnaverndar Reykjavíkur og er það mjög miður,“ segir í svari framkvæmdastjóra barnaverndarnefndar til Persónuverndar. „Ljóst er að barnaverndarnefnd Reykjavíkur miðlaði upplýsingum um kvartanda til rannsakanda án þess að samþykkis hans hafi verið aflað, en ekki verður talið að barnsmóðir hans hafi getað veitt samþykki fyrir hans hönd. Þá hefur ábyrgðaraðili ekki lagt fram fullnægjandi gögn því til stuðnings að samþykkis foreldra hafi verið aflað fyrir miðlun upplýsinga um börn þeirra,“ segir Persónuvernd. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira
Barnaverndarnefnd var óheimilt að veita aðgang að persónuupplýsingum í þágu verkefnis sem unnið var af starfsmanni stofnunarinnar fyrir nemaverkefni, segir Persónuvernd. Í maí 2012 barst Persónuvernd kvörtun varðandi miðlun persónuupplýsinga um föður og börn hans frá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur til tveggja fræðimanna. Faðirinn sagði að ekki hefði verið leitað eftir samþykki hans þrátt fyrir að hann hefði sameiginlegt forræði með móður barnanna og að lögheimili þeirra hefði verið hjá honum. Barnaverndarnefnd segir starfsmanninn, sem jafnframt vann að rannsókninni, hafa tilkynnt hana til Persónuverndar samkvæmt leiðbeiningum leiðbeinanda síns. Barnaverndarnefnd hafi verið kynnt að rannsóknin yrði í samræmi við lög og að veittur hefði verið aðgangur að gögnum í trausti þess. Móðir barnanna kannaðist ekki við að hafa heimilað neina miðlun persónuupplýsinga er varðaði börn hennar og að barnaverndarnefnd Reykjavíkur hefði aldrei leitað eftir samþykki hennar. Á meðal þeirra upplýsinga sem notast var við í rannsókninni voru upplýsingar um hvaða úrræða var gripið til varðandi börnin og foreldrana og umfjöllun um frammistöðu beggja foreldra. Rannsakandinn fullyrti hins vegar að móðirin hefði gefið leyfi með undirskrift og að hún hefði mætt í viðtal þar sem hún svaraði spurningum. Þegar Persónuvernd bað um afrit af samþykkinu var sagt að það hefði glatast ásamt öðrum gögnum rannsóknarinnar. „Eftir því sem best er vitað tók [starfsmaðurinn] ekki gögn úr málaskrá af starfsstöð en það láðist því miður að kalla eftir samþykkisyfirlýsingum til varðveislu í skjalasafni Barnaverndar Reykjavíkur og er það mjög miður,“ segir í svari framkvæmdastjóra barnaverndarnefndar til Persónuverndar. „Ljóst er að barnaverndarnefnd Reykjavíkur miðlaði upplýsingum um kvartanda til rannsakanda án þess að samþykkis hans hafi verið aflað, en ekki verður talið að barnsmóðir hans hafi getað veitt samþykki fyrir hans hönd. Þá hefur ábyrgðaraðili ekki lagt fram fullnægjandi gögn því til stuðnings að samþykkis foreldra hafi verið aflað fyrir miðlun upplýsinga um börn þeirra,“ segir Persónuvernd.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Sjá meira