Innlent

Ásgeir Trausti tónlistarmaður dagsins á vef Guardian

Kristján Hjálmarsson skrifar
Ásgeir Trausti er tónlistarmaður dagsins á vef The Guardian.
Ásgeir Trausti er tónlistarmaður dagsins á vef The Guardian.
Ásgeir Trausti er tónlistarmaður dagsins á vef breska dagblaðsins The Guardian. Í umfjölluninni, sem tónlistarblaðamaðurinn Paul Lester skrifar, er farið fögrum orðum um Ásgeir Trausta, eða Ásgeir eins og hann kallar sig á erlendri grundu, og hann sagður stærsta útflutningsafurð Íslands á tónlistarsviðinu síðan að Björk kom fram.

Í greininni er farið yfir sögu tónlistarmannsins unga og meðal annars komið inn á textana sem hinn 72 ára gamli Einar, faðir Ásgeirs Trausta, semur. Þá eru gefin nokkur tóndæmi meðal annars sagt frá rapplaginu Hvítir skór sem Ásgeir Trausti samdi með Erpi Eyvindarsyni.

Í greinni er jafnframt sagt að tíundi hver Íslendingur eigi plötuna hans og ef slíkt væri uppi á teningnum í Bretlandi hefðu um sex milljónir platna selst sem gerðu hana að mest seldu plötu í sögunni.

Umfjöllun The Guardian má finna hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×