Innlent

Gluggamiðar fyrir konditori

Nanna Jakobsdóttir skrifar
Miðinn er auðþekkjanlegur, rauður og hvítur með merki Konditorsambands Íslands.
Miðinn er auðþekkjanlegur, rauður og hvítur með merki Konditorsambands Íslands. Mynd/Konditorsamband Íslands
Konditorsamband Íslands hefur, vegna fregna af ólöglegri notkun margra bakaría á nafninu konditori, ákveðið að útbúa sérstaka gluggamiða. Miðarnir eru rauðir með merki sambandsins og á þeim stendur „Hér starfar konditor.“

Samkvæmt Konditorsambandi Íslands hafa nú þegar þau fyrirtæki sem eiga félagsmenn í sambandinu nú þegar sett límmiða þessa í glugga verslana sinna. Sambandið ábyrgist að allir meðlimir þeirra séu fagmenntaðir og þeir einir sem lokið hafa námi sem konditorar geta rekið konditori.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×