Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti

Arnar Skúli Atlason skrifar
Víkingskonur hafa heldur betur snúið við blaðinu síðan að Einar Gupnason tók við liðinu.
Víkingskonur hafa heldur betur snúið við blaðinu síðan að Einar Gupnason tók við liðinu. Vísir/Anton

Víkingskonur eru komnar upp í efri hlutann í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir að þær sóttu þrjú stig á Krókinn í kvöld. Víkingur vann 5-1 stórsigur á Tindastól og hefur nú unnið tvo leiki í röð og þrjá af síðustu fimm.

Þetta var mikilvægur leikur í fallbaráttunni en með sigrinum komst Víkingsliðið upp úr fallsæti og hoppaði upp um þrjú sæti í töflunni. Stólarnir hafa aðeins náð í eitt stig í síðustu fjórum leikjum og sitja nú í staðinn í fallsæti.

Linda Líf Boama átti stórleik og skoraði tvö mörk en þær Bergþóra Sól Ásmundsdóttir, Ashley Clark og Shaina Ashouri skoruðu hin mörk Víkinga, Birgitta Rún Finnbogadóttir minnkaði muninn fyrir heimastúlkur.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi seinna í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira