Innlent

Hnúfubakur heilsaði upp á bátsverja

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Stórhveli sýndi hvalaskoðunarfólki listir sínar á Skjálfanda í gær.
Stórhveli sýndi hvalaskoðunarfólki listir sínar á Skjálfanda í gær. Mynd/Sarah Arndt
Hnúfubakur skoðaði farþega um borð í Ömmu Siggu, hvalaskoðunarbáti frá Húsavík, á Skjálfandaflóa í gær.

„Báturinn ferðlaus og hnúfubakurinn damlaði að í rólegheitum og kafaði að skoðun lokinni,“ segir Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants.

„Höfrungar léku sér við gesti og túrinn endaði á steypireyði stutt frá höfninni á Húsavík,“ segir Stefán, sem kveður nokkuð algengt að hnúfubakar skoði fólkið og bátana. Stórhvalagengd hafi aukist ár frá ári og náð nýjum hæðum á þessu sumri:

„Veðrið hefur sömuleiðis leikið við gesti og áhafnir hvalaskoðunarfyrirtækjanna á Húsavík og ekkert lát á hagstæðum vindum og sólfari.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×