Innlent

25 teknir fyrir of hraðan akstur

25 óku of hratt í síðustu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi.
25 óku of hratt í síðustu í umdæmi lögreglunnar á Selfossi.
25 ökumenn voru kærðir í liðinni viku fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Sá sem hraðast ók var mældur á 185 kílómetra hraða á veginum um Lyngdalsheiði þar sem leyfður hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að á undanförnum árum hafi verið bætti við lögreglumanni og bíl í eftirlit með umferð yfir sumarmánuðina og er sú viðbót greidd með fjármagni frá umferðaröryggissjóði.
Eftirlit þetta hefur verið skipulagt þannig að áhersla er lögð á að vera á þeim stöðum þar sem svokallaðir „svartblettir“ eru í vegakerfinu.



S
érstaklega hefur verið haldið utan um þetta eftirlit og reynsla síðustu ára er að sektargreiðslur vegna þeirra brota sem kært er vegna í þessu eftirliti skila ríkissjóði rúmlega þeirri upphæð sem hann leggur til umferðaröryggissjóðs, að því er segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×