Innlent

Blindfullur bruggari handtekinn

Gissur Sigurðsson skrifar
Brugg gert upptækt.
Brugg gert upptækt.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók bæði bruggara og kannabisræktanda í gærkvöldi.

Bruggarinn, sem handtekinn var í Kópavogi, er einnig grunaður um eignaspjöll og hafði hann bragðað svo hressilega á framleiðslunni að lögregla vistaði hann í fangageymslu svo hann svæfi úr sér ölvímuna áður en hann verður yfirheyrður í dag.

Kannabisræktandinn var handtekinn í Mosfellsbæ. Ekki kemur fram í skeyti lögreglu hversu umfangsmikil ræktunin var , né umsvif bruggarans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×