Innlent

Færri atvinnulausir í júní

Byggingarvinna við Miklubraut. Mynd úr safni.
Byggingarvinna við Miklubraut. Mynd úr safni.
Atvinnulausum fækkaði um 580 að meðaltali frá maí og var því skráð atvinnuleysi 3,9 prósent í júní samkvæmt Vinnumálastofnun. Fækkaði körlum um 417 að meðaltali en konum um 163.

Meira atvinnuleysi er því meðal kvenna, eða 4,6 prósent, á meðan atvinnuleysi á meðal karla mælist 3,3 prósent.

Atvinnuleysið var mest á Suðurnesjum, 5,3 prósent, en minnst á Norðurlandi vestra, aðeins 1 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×