Innlent

Aðgerðir gegn Íslendingum ákveðnar á næstu vikum

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Nú er nýlokið fundi sem Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, átti með sjávarútvegsráðherrum aðildarríkja Evrópusambandssins. Á fundinum var meðal annars til umræðu makríldeila Evrópusambandsins við Íslendinga og Færeyinga.

Að fundinum loknum ræddi Damanaki við blaðamenn og sagði þar að Evrópusambandið hefði reynt að ná samkomulagið við Íslendinga og Færeyinga en engan samningsvilja væri að finna hjá þjóðunum. Jafnframt sagði Damanaki að hún þyrfti nú að íhuga alvarlega hvort grípa ætti til refsiaðgerða.

Þegar Damanaki var spurð að því hvenær tíðinda sé vænta af fyrirhuguðum refsiaðgerðum svaraði hún þvi að hvað yrði gert, og hvenær, muni liggja ljóst fyrir á næstu vikum.

Svo virðist sem málið sé í forgangi."Við getum ekki misst þetta fiskveiðiár vegna Íslendinga og Færeyinga, við getum ekki beðið til næsta árs. Við verðum að grípa til aðgerða núna strax" var meðal þess sem hún sagði á blaðamannafundinum. Mikill hiti var í blaðamönnum vegna málsins, en þetta var nær eina málið sem rætt var um á fundinum. Þá ítrekaði Damanaki að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fari á fund forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins á morgun.

Hér er hægt að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni. Umræður makríldeiluna byrja á mínútu 10.14.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×