Innlent

Tekjutengja afslátt á garðslætti fyrir eldri borgara og öryrkja

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Eldri borgarar og öryrkjar í Grindavík borga minna fyrir garðslátt en tíðkast í öðrum sveitarfélögum segir bæjarráðið.
Eldri borgarar og öryrkjar í Grindavík borga minna fyrir garðslátt en tíðkast í öðrum sveitarfélögum segir bæjarráðið. Fréttablaðið/Valli
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2013 í Grindavík var ákveðið að leggja á gjald fyrir garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja. Gjaldið verður hugsanlega tekjutengt síðar.

„Slík gjaldtaka tíðkast mjög víða í sveitarfélögum. Ákveðið var að hafa gjaldið hóflegt og enga afslætti,“ segir í fundargerð bæjarráðs.

Þar segir að gjaldið sé tvö þúsund krónur fyrir smærri lóðir og fjögur þúsund fyrir stærri lóðir. Algengt sé að gjald fyrir slátt fyrir eldri borgara og öryrkja í öðrum sveitarfélögum sé á bilinu fjögur til átta þúsund krónur.

„Grindavíkurbæ hafa borist ábendingar vegna gjaldtökunnar þar sem gerðar eru athugasemdir við að ekki séu tekjutengd afsláttarkjör,“ segir bæjarráð sem samþykkti því að endurskoða gjaldið fyrir næsta ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×