Fleiri fréttir

David Attenborough á batavegi

Náttúrufræðingurinn og sjónvarpsmaðurinn góðkunni Sir. David Attenborough er á batavegi eftir að hafa gengist undir hjartaaðgerð fyrr í vikunni.

Jan Mayen-jarðlögin talin ná undir Ísland

Olíustofnun Noregs telur að Jan Mayen-jarðlagaflekinn, sem talinn er geyma olíu og gas, sé mun stærri innan lögsögu Íslands en áður var talið og að hluti hans teygi sig inn undir norðausturhluta Íslands, á svæðinu milli Þistilfjarðar og Seyðisfjarðar.

Þriðja kynið bætist við

Stjórnvöld í Ástralíu hafa nú breytt kynjareglum á þann veg að þriðja kynið hefur bæst við. Þannig getur fólk skilgreint sig sem karlkyns, kvenkyns eða óákveðins kyns.

Álftirnar éta upp túnin

Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori en geldfuglinn sest í hundraða vís á ræktunarlönd og bítur upp nýgræðinginn. Bóndi í Flóanum segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti.

Segir Ísland vera paradís fyrir uppljóstrara

Í grein sem birtist á vefsíðu The Atlantic í vikunni veltir blaðamaðurinn Olga Khasan því fyrir sér hvers vegna uppljóstrarar sæki svo sterkt í að leita hælis á Íslandi.

"Ritskoðun vísinda af verstu sort"

Vísindamaður segir í yfirlýsingu að ólögmæti fíkniefna sé „ritskoðun vísinda af verstu sort síðan Kaþólska Kirkjan bannaði verk Kópernikusar og Galileós."

Sökuð um að hrella Maríu Birtu: "Mér finnst þetta asnalegt“

"Sko, þetta var upprunalega hrekkur á milli mín, kærustu minnar og meðleigjanda,“ sagði Una Jóhannesdóttir í viðtali við Harmageddon í dag, en María Birta Bjarnadóttir, athafna- og leikkona, stefndi Unu fyrir brot á friðhelgi einkalífsins eftir að svæsin auglýsing í nafni Maríu Birtu birtist á Einkamál.is. María Birta varð fyrir miklu ónæði út af auglýsingunni og kærði hana til lögreglu.

Hemmi verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju

Útförin verður ekki í beinni útsendingu en sjónvarpsvélar verða leyfðar við athöfnina. Gert verður ráð fyrir því að mikill fjöldi muni vilja fylgja Hermanni Gunnarssyni til grafar og verður skjám og hljóðkerfi komið við kirkjuna.

Füle vonsvikinn með hlé á aðildarviðræðum

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, funduðu í dag þar sem fyrirhugað hlé á aðildarviðræðum Íslands við ESB var rætt.

Segir skuldavanda heimilanna ekki komast inn í næstu fjárlög

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi fyrir stundu að málefni skuldavanda heimilanna kæmust ekki inn í fjárlög fyrir næsta ár. Hún sagði í ræðu sinni undir umræðum um aðgerðir vegna skuldavanda heimilan á Íslandi, að ef þingsályktunartillaga sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lagði fram fyrr í vikunni yrði samþykkt, fæli það í sér að nefnd um málið skilaði ekki af sér fyrr en í nóvember.

Hulunni svipt af alþjóðlegu glæpagengi

Þýska lögreglan hefur komið upp um alþjóðlegt glæpagengi sem sérhæfði sig í að falsa verk eftir þekkta rússneska framúrstefnulistamenn. Listaverkin voru titluð sem áður óþekkt verk eftir listamenn eins og Vasily Kandinsky og Kazimir Malevich.

Vonbrigði á Tálknafirði

Borun eftir heitu vatni við Tálknafjörð hefur verið hætt án þess að tilætlaður árangur næðist.

"Þetta er alls ekki sanngjarn samanburður"

Mynd sem sýnir sykurmagn ýmissa drykkjarvara hefur farið sem eldur í sinu um netið, en næringarfræðingurinn Steinar B. Aðalbjörnsson segir samanburðinn villandi.

Bein útsending frá blaðamannafundi Gunnars Braga í Brussel

Hægt verður að horfa beint á blaðamannafund Gunnars Braga Sveinssonar, utanríkisráðherra, og Stefans Füle, stækkunarstjóra Evrópusambandsins, á vef á vegum Evrópusambandsins, en fundurinn hefst klukkan fjögur að íslenskum tíma, eða sex á staðartíma.

Vill að Landsvirkjun verði gullgæs

Formaður Samfylkingarinnar, Árni Páll Árnason, fagnaði óvæntum samhljómi í umræðum um rammaáætlun á Alþingi síðdegis í gær.

Streita stór þáttur í sjúkdómum

"Það er í dag nokkuð staðfest vísindalega að streita hefur áhrif á þróun sjúkdóma, þá sérstaklega geðsjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.

Gufulögn úr Hverahlíð líklega í umhverfismat

Alþingismenn spurðu gesti sína í þaula um vanda Hellisheiðarvirkjunar á sameiginlegum nefndarfundi í gær. Fundurinn svaraði fæstum þeirra álitamála sem spurt var um en eftirtekjan er að gufulögn frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar þarf líklega í umhverfismat.

100.000 pantanir í BMW i3

BMW telur þróun rafhlaða verða jafn mikla á næstu 3 til 4 árum og síðastliðnum 100 árum.

Catalina opnar búð

Catalina Mikue Ncoco, sem var mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum einkum árið 2009, í tengslum við umdeilda vændisþjónustu sína, er nú að undirbúa það að opna búð -- Glamour Boutique.

Á vetrarflötum þar til degi fer að halla

Formaður Golfklúbbs Akureyrar, Sigmundur Ófeigsson, man ekki eftir lengri vetri. Golfvöllurinn Jaðar á Akureyri reiknar ekki með að hleypa inn á aðalflatir fyrr en á bilinu 22.-27. júní. "Okkur finnst þetta grátlegt,“ segir Sigmundur.

Einstæðir foreldrar í launalaust leyfi

Foreldrar í Hafnarfirði segja fimm vikna sumarlokun leikskóla lengri en orlofsrétt flestra foreldra og því algerlega óásættanlega. Einstæðir foreldrar þurfi sumir að taka launalaust leyfi til að mæta leikskólafríum. Málið sé bænum til lítils sóma.

Gaf unglingspilti bíla og hélt honum uppi fyrir kynmök

Sigurður Aron Snorri Gunnarsson hefur verið dæmdur í átján mánaða fangelsi fyrir að misnota unglingspilt um tveggja ára skeið. Hann gaf móður hans peninga og bauð honum til útlanda í skiptum fyrir kynlíf.

Gangur í göngunum

Næsta stóra skref í Vaðlaheiðargöngunum er jarðgangagröfturinn.

Grunaði bóndinn er ekki faðirinn

Rúmlega áttræður bóndi á Snæfellsnesi, sem er grunaður um að hafa níðst á greindarskertri stjúpdóttur sinni í áratugi, er ekki faðir dóttur hennar. Þetta er niðurstaða faðernisprófs.

Bannað að vera með buxurnar á hælunum

Bæjarstjórinn í strandbænum Wildwood í New Jersey í Bandaríkjunum hefur skorið upp herör gegn þeirri tísku sérstaklega ungra karlmanna, að ganga með buxurnar hálfpartinn á hælunum.

Bandaríkjamenn stunda tölvunjósnir í Kína

Þessu heldur fyrrum leyniþjónustumaðurinn Snowden fram í viðtali í China Morning Post í dag. Uppljóstranir hans virðast ætla að valda óróa í samskiptum stórveldanna.

Minkaveiðimannsins leitað ákaft

Um 40 björgunarsveitarmenn leituðu minkaveiðimannssins sem féll í Hjaltadalsá fram á miðnætti í nótt. Þorsteinn Guðmundsson í svæðisstjórn björgunarsveitanna segir að formleg leit hefjist að nýju um klukkan tíu í dag.

Syndir frá Kúbu til Flórída

Ástralska sundkonan Chloe McCardel stakk sér til sunds í höfninni í Havana á Kúbu í gær og setti stefnuna á Flórída.

Strandveiði gengur vel

Strandveiði hefur gengið vel það sem af er júnímánuði og hafa öll veiðisvæði smábátanna verið opin og mikil sjósókn.

Kóngabarn færir björg í bú

Bresk stjórnvöld binda vonir við að hin konunglega fæðing komi til með að hafa jákvæð áhrif á efnahagskerfi landsins.

Sjá næstu 50 fréttir