Mótmælt með kossum á morgun Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. júní 2013 12:05 Svandís Anna Sigurðardóttir er ritari Samtakanna 78. samsett mynd Samtökin 78 boða til kossamótmæla fyrir framan rússneska sendiráðið á morgun klukkan 5. Nýrri löggjöf sem samþykkt var í neðri deild rússneska þingsins í vikunni verður mótmælt, en hún gerir það meðal annars refsivert að halda því fram að samkynhneigð sé jafn eðlileg og gagnkynhneigð. Svandís Anna Sigurðardóttir, ritari Samtakanna 78, segir að með löggjöfinni sé verið að útiloka samkynhneigða úr samfélaginu. „Við viljum vekja athygli á þessu máli og að fólk átti sig á því hvað er að gerast í Rússlandi,“ segir Svandís við fréttastofu Vísis. „Það er búið að vera mikil herferð gegn hinsegin fólki þar í landi og núna er þetta að birtast mjög skýrt. Með löggjöfinni er í raun verið að útskúfa hinsegin fólki úr samfélaginu.“ Svandís segir að nýja löggjöfin banni meðal annars gleðigöngur, fræðsla um samkynhneigð yrði bönnuð og sýnileiki hinsegin fólks á götum úti yrði í lágmarki. „Við erum mjög hrædd við þessa löggjöf, okkur líst ekkert á þetta, og við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld sýni einhver viðbrögð og fordæmi þetta.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði um málið á þingi í morgun. „Samþykktir eins og komu fram í fréttum í gær eru með ólíkindum, og hljóta að vekja lýðræðisríki eins og Ísland til umhugsunar um með hvaða hætti við förum með þetta dýrmæta vald sem við höfum í lýðræðisríkjum. Mér finnst þessi þróun alvarleg og mér finnst að ríki eins og Ísland eigi að láta sig skipta þessi mál.“ Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
Samtökin 78 boða til kossamótmæla fyrir framan rússneska sendiráðið á morgun klukkan 5. Nýrri löggjöf sem samþykkt var í neðri deild rússneska þingsins í vikunni verður mótmælt, en hún gerir það meðal annars refsivert að halda því fram að samkynhneigð sé jafn eðlileg og gagnkynhneigð. Svandís Anna Sigurðardóttir, ritari Samtakanna 78, segir að með löggjöfinni sé verið að útiloka samkynhneigða úr samfélaginu. „Við viljum vekja athygli á þessu máli og að fólk átti sig á því hvað er að gerast í Rússlandi,“ segir Svandís við fréttastofu Vísis. „Það er búið að vera mikil herferð gegn hinsegin fólki þar í landi og núna er þetta að birtast mjög skýrt. Með löggjöfinni er í raun verið að útskúfa hinsegin fólki úr samfélaginu.“ Svandís segir að nýja löggjöfin banni meðal annars gleðigöngur, fræðsla um samkynhneigð yrði bönnuð og sýnileiki hinsegin fólks á götum úti yrði í lágmarki. „Við erum mjög hrædd við þessa löggjöf, okkur líst ekkert á þetta, og við krefjumst þess að íslensk stjórnvöld sýni einhver viðbrögð og fordæmi þetta.“ Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallaði um málið á þingi í morgun. „Samþykktir eins og komu fram í fréttum í gær eru með ólíkindum, og hljóta að vekja lýðræðisríki eins og Ísland til umhugsunar um með hvaða hætti við förum með þetta dýrmæta vald sem við höfum í lýðræðisríkjum. Mér finnst þessi þróun alvarleg og mér finnst að ríki eins og Ísland eigi að láta sig skipta þessi mál.“
Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira