Einstæðir foreldrar í launalaust leyfi Garðar Örn Úlfarsson skrifar 13. júní 2013 09:45 Fimm vikna lokun leikskóla í Hafnarfirði auk sex daga lokunar yfir árið vegna skipulagsdaga fellur ekki í kramið hjá foreldrum. Fréttablaðið/Vilhelm Foreldrar í Hafnarfirði segja fimm vikna sumarlokun leikskóla lengri en orlofsrétt flestra foreldra og því algerlega óásættanlega. Einstæðir foreldrar þurfi sumir að taka launalaust leyfi til að mæta leikskólafríum. Málið sé bænum til lítils sóma. „Lokanir leikskóla í Hafnarfirði eru lengri en orlofsréttur flestra foreldra og er það algerlega óásættanlegt fyrir barnafjölskyldur í bænum,“ segir foreldraráð leikskóla Hafnarfjarðar um fimm vikna sumarlokun leikskólum bæjarins. Í erindi foreldraráðsins til bæjaryfirvalda er rifjað upp að sumarlokanir leikskóla Hafnarfjarðar voru lengdar úr fjórum vikum í fimm fyrir árin 2012 og 2013. „Foreldraráð leikskóla Hafnarfjarðar hefur alltaf mótmælt harðlega þessari fimm vikna sumarlokun því svo löng lokun veldur flestum barna fjölskyldum Í Hafnarfirði miklum óþægindum. Fáir hafa kost á því að taka fimm vikna sumarfrí og foreldrar þurfa að auki að eiga inni frídaga fyrir skipulagsdögum leikskóla,“ segir foreldraráðið. Þá segir að einstæðir foreldrar þurfi jafnvel að taka launalaust leyfi fyrir hluta af lokunun leikskóla þar sem sjái oft á tíðum einir um barnið. Í fjölskyldustefnu Hafnarfjarðar segi að skilyrði til uppeldis barna í bænum séu ákjósanleg. Fimm vikna sumarlokanir leikskóla ásamt sex skipulagsdögum stangist á við þessa fjölskyldustefnu bæjarins. Ennfremur segir foreldraráðið að í Reykjavík, Kópavogi, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og Akureyri séu leikskólarnir lokaðir í fjórar vikur. Í Garðabæ sé engin sumarlokun. „Telur foreldraráðið það Hafnarfjarðarbæ ekki til sóma að vera með lengstu sumarlokanir leikskóla af stóru sveitarfélögum,“ segir foreldraráðið og bendir á að nú séu skipulagsdagar leikskóla í Hafnarfirði sex á ári. Það komi sér mjög illa fyrir foreldra og mikilvægt sé að fækka þessum dögum auk þess að stytta sumarlokanirnar. Erindi foreldranna var tekið fyrir í fræðsluráði Hafnarfjarðar sem svarar því til að sumarlokun verði stytt eftir þetta skólaár og skipulagsdögum fækkað um einn þar næsta skólaár.Ath: Ekki mun vera rétt sem kemur fram hér að ofan að leikskólar í Mosfellsbæ loki fjórar vikur í sumar að sögn Gunnhildar Sæmundsdóttur skólafulltrúa þar. "Hið rétta er að foreldrar velja hvenær þeir taka sumarleyfi fyrir barn sitt og leikskólarnir eru opnir allt sumarið þ.e. ef eitthvert barn er skráð í vistun. Leikskólarnir, sem eru sjö fara hins vegar í samstarf og vinna mikið saman yfir hásumarið þegar flest börnin eru í fríi sem er í júlímánuði en þá eru að öllu jöfnu yfir 90 prósent barnanna í sumarleyfi," segir Gunnhildur í ábendingu. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Foreldrar í Hafnarfirði segja fimm vikna sumarlokun leikskóla lengri en orlofsrétt flestra foreldra og því algerlega óásættanlega. Einstæðir foreldrar þurfi sumir að taka launalaust leyfi til að mæta leikskólafríum. Málið sé bænum til lítils sóma. „Lokanir leikskóla í Hafnarfirði eru lengri en orlofsréttur flestra foreldra og er það algerlega óásættanlegt fyrir barnafjölskyldur í bænum,“ segir foreldraráð leikskóla Hafnarfjarðar um fimm vikna sumarlokun leikskólum bæjarins. Í erindi foreldraráðsins til bæjaryfirvalda er rifjað upp að sumarlokanir leikskóla Hafnarfjarðar voru lengdar úr fjórum vikum í fimm fyrir árin 2012 og 2013. „Foreldraráð leikskóla Hafnarfjarðar hefur alltaf mótmælt harðlega þessari fimm vikna sumarlokun því svo löng lokun veldur flestum barna fjölskyldum Í Hafnarfirði miklum óþægindum. Fáir hafa kost á því að taka fimm vikna sumarfrí og foreldrar þurfa að auki að eiga inni frídaga fyrir skipulagsdögum leikskóla,“ segir foreldraráðið. Þá segir að einstæðir foreldrar þurfi jafnvel að taka launalaust leyfi fyrir hluta af lokunun leikskóla þar sem sjái oft á tíðum einir um barnið. Í fjölskyldustefnu Hafnarfjarðar segi að skilyrði til uppeldis barna í bænum séu ákjósanleg. Fimm vikna sumarlokanir leikskóla ásamt sex skipulagsdögum stangist á við þessa fjölskyldustefnu bæjarins. Ennfremur segir foreldraráðið að í Reykjavík, Kópavogi, Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og Akureyri séu leikskólarnir lokaðir í fjórar vikur. Í Garðabæ sé engin sumarlokun. „Telur foreldraráðið það Hafnarfjarðarbæ ekki til sóma að vera með lengstu sumarlokanir leikskóla af stóru sveitarfélögum,“ segir foreldraráðið og bendir á að nú séu skipulagsdagar leikskóla í Hafnarfirði sex á ári. Það komi sér mjög illa fyrir foreldra og mikilvægt sé að fækka þessum dögum auk þess að stytta sumarlokanirnar. Erindi foreldranna var tekið fyrir í fræðsluráði Hafnarfjarðar sem svarar því til að sumarlokun verði stytt eftir þetta skólaár og skipulagsdögum fækkað um einn þar næsta skólaár.Ath: Ekki mun vera rétt sem kemur fram hér að ofan að leikskólar í Mosfellsbæ loki fjórar vikur í sumar að sögn Gunnhildar Sæmundsdóttur skólafulltrúa þar. "Hið rétta er að foreldrar velja hvenær þeir taka sumarleyfi fyrir barn sitt og leikskólarnir eru opnir allt sumarið þ.e. ef eitthvert barn er skráð í vistun. Leikskólarnir, sem eru sjö fara hins vegar í samstarf og vinna mikið saman yfir hásumarið þegar flest börnin eru í fríi sem er í júlímánuði en þá eru að öllu jöfnu yfir 90 prósent barnanna í sumarleyfi," segir Gunnhildur í ábendingu.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira