Álftirnar éta upp túnin Ingveldur Geirsdóttir skrifar 13. júní 2013 18:16 Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori. Höskuldur Gunnarsson kúabóndi á Stóra Ármóti í Flóahreppi segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. Geldfuglarnir setjist í hundraða vís á túnin hjá honum á hverju vori og úði í sig nýgræðingnum, hann segir álftina vera plágu. „Álftin treður mikið niður og hún bítur heilmikið, það er mikill skítur eftir hana og síðan náttúrulega hopar sáðgresið og við fáum einhvern gróður í staðinn sem kannski grasalæknar hafa meiri áhuga á heldur en kýrnar," segir Höskuldur. Oft hefur verið sagt að ein álft éti á við kind með lambi. Það gæti reynst nærri lagi. Í nýlegri rannsókn sem Búnaðarsamband Suðurlands stóð fyrir í Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum kom í ljós að um fjörtíu álftir höfðu étið fimm tonn af grasi af hektara á mánuði. „Mældir voru 2 m2 og þeir varðir með bindigarni þannig að fuglinn komst ekki inn í reitinn en garnið veitti ekki skjól. Í júní var slegið úr reitunum 1 m2 og það viktað og síðan slegin annar m2 utan reitsins. Mismunurinn var 535 g á m2 sem gerir rúmlega 5,3 t/ha," segir Grétar Már Þorkelsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands en hann stýrði rannsókninni. Grétar tekur fram að túnin hafi algjörlega verið friðuð fyrir búpeningi. Höskuldur segir uppskerutjónið af völdum álftabeitarinn mikið. „Við vorum nú að reyna að meta þetta fyrir nokkrum árum og komust að þeirri niðurstöðu að við værum að tapa svona á bilinu 500.000 til 800.000 þúsundum króna á ári í beinu uppskerutapi. Það þýðir á okkar búi tvær til tvær og hálf króna á mjólkurlíterinn." Þá sé hitt tapið ótalið; túnin endist skemur sem þýði tíðari endurræktun og þá sé jafnvel besta ræktarlandið úr leik vegna ágangs álfta.Tilraun um álftabeit sett út í Þykkvabæ í Landbroti fyrr í vor.Grétar Már.Höskuldur segir bændur orðna langþreytta á baráttunni við álftir og vilja sjá aðgerðir. „Við myndum gjarnan vilja sjá einhverjar breytingar á því umhverfi sem við búum við. Við megum ekki hreyfa okkur neitt gagnvart þessum skepnum öðruvísi en að vera lögbrjótar. Okkar finnst nú vera orðið tímabært að við fáum að verja okkur á einhvern hátt. Ég veit til þess að menn hafa sótt um leyfi hjá stjórnvöldum til þess að fá að skjóta og því hefur ávalt verið synjað." Álft hefur verið friðuð á Íslandi síðan 1913. Heildarfjölgun í stofninum síðustu tuttugu ár er um 60% og telur stofninn nú um 30 þúsund fugla. Höskuldur segir fuglinn spakann og illa gangi að reka hann af túnunum. „Álftin er búin að vera friðuð það lengi að hún virðist ekki sjá neina hættu í manninum. Hún kannski flögrar upp og lendir aftur innan við 100 metrum frá þér, ef hún röltir þá ekki bara á undan þér."Svona líta túnin út núna þar sem álftirnar eru, grasið snöggbitið og álftaskítur út um allt.Grétar Már. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori. Höskuldur Gunnarsson kúabóndi á Stóra Ármóti í Flóahreppi segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. Geldfuglarnir setjist í hundraða vís á túnin hjá honum á hverju vori og úði í sig nýgræðingnum, hann segir álftina vera plágu. „Álftin treður mikið niður og hún bítur heilmikið, það er mikill skítur eftir hana og síðan náttúrulega hopar sáðgresið og við fáum einhvern gróður í staðinn sem kannski grasalæknar hafa meiri áhuga á heldur en kýrnar," segir Höskuldur. Oft hefur verið sagt að ein álft éti á við kind með lambi. Það gæti reynst nærri lagi. Í nýlegri rannsókn sem Búnaðarsamband Suðurlands stóð fyrir í Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum kom í ljós að um fjörtíu álftir höfðu étið fimm tonn af grasi af hektara á mánuði. „Mældir voru 2 m2 og þeir varðir með bindigarni þannig að fuglinn komst ekki inn í reitinn en garnið veitti ekki skjól. Í júní var slegið úr reitunum 1 m2 og það viktað og síðan slegin annar m2 utan reitsins. Mismunurinn var 535 g á m2 sem gerir rúmlega 5,3 t/ha," segir Grétar Már Þorkelsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands en hann stýrði rannsókninni. Grétar tekur fram að túnin hafi algjörlega verið friðuð fyrir búpeningi. Höskuldur segir uppskerutjónið af völdum álftabeitarinn mikið. „Við vorum nú að reyna að meta þetta fyrir nokkrum árum og komust að þeirri niðurstöðu að við værum að tapa svona á bilinu 500.000 til 800.000 þúsundum króna á ári í beinu uppskerutapi. Það þýðir á okkar búi tvær til tvær og hálf króna á mjólkurlíterinn." Þá sé hitt tapið ótalið; túnin endist skemur sem þýði tíðari endurræktun og þá sé jafnvel besta ræktarlandið úr leik vegna ágangs álfta.Tilraun um álftabeit sett út í Þykkvabæ í Landbroti fyrr í vor.Grétar Már.Höskuldur segir bændur orðna langþreytta á baráttunni við álftir og vilja sjá aðgerðir. „Við myndum gjarnan vilja sjá einhverjar breytingar á því umhverfi sem við búum við. Við megum ekki hreyfa okkur neitt gagnvart þessum skepnum öðruvísi en að vera lögbrjótar. Okkar finnst nú vera orðið tímabært að við fáum að verja okkur á einhvern hátt. Ég veit til þess að menn hafa sótt um leyfi hjá stjórnvöldum til þess að fá að skjóta og því hefur ávalt verið synjað." Álft hefur verið friðuð á Íslandi síðan 1913. Heildarfjölgun í stofninum síðustu tuttugu ár er um 60% og telur stofninn nú um 30 þúsund fugla. Höskuldur segir fuglinn spakann og illa gangi að reka hann af túnunum. „Álftin er búin að vera friðuð það lengi að hún virðist ekki sjá neina hættu í manninum. Hún kannski flögrar upp og lendir aftur innan við 100 metrum frá þér, ef hún röltir þá ekki bara á undan þér."Svona líta túnin út núna þar sem álftirnar eru, grasið snöggbitið og álftaskítur út um allt.Grétar Már.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira