Álftirnar éta upp túnin Ingveldur Geirsdóttir skrifar 13. júní 2013 18:16 Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori. Höskuldur Gunnarsson kúabóndi á Stóra Ármóti í Flóahreppi segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. Geldfuglarnir setjist í hundraða vís á túnin hjá honum á hverju vori og úði í sig nýgræðingnum, hann segir álftina vera plágu. „Álftin treður mikið niður og hún bítur heilmikið, það er mikill skítur eftir hana og síðan náttúrulega hopar sáðgresið og við fáum einhvern gróður í staðinn sem kannski grasalæknar hafa meiri áhuga á heldur en kýrnar," segir Höskuldur. Oft hefur verið sagt að ein álft éti á við kind með lambi. Það gæti reynst nærri lagi. Í nýlegri rannsókn sem Búnaðarsamband Suðurlands stóð fyrir í Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum kom í ljós að um fjörtíu álftir höfðu étið fimm tonn af grasi af hektara á mánuði. „Mældir voru 2 m2 og þeir varðir með bindigarni þannig að fuglinn komst ekki inn í reitinn en garnið veitti ekki skjól. Í júní var slegið úr reitunum 1 m2 og það viktað og síðan slegin annar m2 utan reitsins. Mismunurinn var 535 g á m2 sem gerir rúmlega 5,3 t/ha," segir Grétar Már Þorkelsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands en hann stýrði rannsókninni. Grétar tekur fram að túnin hafi algjörlega verið friðuð fyrir búpeningi. Höskuldur segir uppskerutjónið af völdum álftabeitarinn mikið. „Við vorum nú að reyna að meta þetta fyrir nokkrum árum og komust að þeirri niðurstöðu að við værum að tapa svona á bilinu 500.000 til 800.000 þúsundum króna á ári í beinu uppskerutapi. Það þýðir á okkar búi tvær til tvær og hálf króna á mjólkurlíterinn." Þá sé hitt tapið ótalið; túnin endist skemur sem þýði tíðari endurræktun og þá sé jafnvel besta ræktarlandið úr leik vegna ágangs álfta.Tilraun um álftabeit sett út í Þykkvabæ í Landbroti fyrr í vor.Grétar Már.Höskuldur segir bændur orðna langþreytta á baráttunni við álftir og vilja sjá aðgerðir. „Við myndum gjarnan vilja sjá einhverjar breytingar á því umhverfi sem við búum við. Við megum ekki hreyfa okkur neitt gagnvart þessum skepnum öðruvísi en að vera lögbrjótar. Okkar finnst nú vera orðið tímabært að við fáum að verja okkur á einhvern hátt. Ég veit til þess að menn hafa sótt um leyfi hjá stjórnvöldum til þess að fá að skjóta og því hefur ávalt verið synjað." Álft hefur verið friðuð á Íslandi síðan 1913. Heildarfjölgun í stofninum síðustu tuttugu ár er um 60% og telur stofninn nú um 30 þúsund fugla. Höskuldur segir fuglinn spakann og illa gangi að reka hann af túnunum. „Álftin er búin að vera friðuð það lengi að hún virðist ekki sjá neina hættu í manninum. Hún kannski flögrar upp og lendir aftur innan við 100 metrum frá þér, ef hún röltir þá ekki bara á undan þér."Svona líta túnin út núna þar sem álftirnar eru, grasið snöggbitið og álftaskítur út um allt.Grétar Már. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Álftir gera bændum um land allt lífið leitt á hverju vori. Höskuldur Gunnarsson kúabóndi á Stóra Ármóti í Flóahreppi segir uppskerutjónið nema hátt í milljón króna ár hvert og vill hann sjá aðgerðir gegn þessum vágesti. Geldfuglarnir setjist í hundraða vís á túnin hjá honum á hverju vori og úði í sig nýgræðingnum, hann segir álftina vera plágu. „Álftin treður mikið niður og hún bítur heilmikið, það er mikill skítur eftir hana og síðan náttúrulega hopar sáðgresið og við fáum einhvern gróður í staðinn sem kannski grasalæknar hafa meiri áhuga á heldur en kýrnar," segir Höskuldur. Oft hefur verið sagt að ein álft éti á við kind með lambi. Það gæti reynst nærri lagi. Í nýlegri rannsókn sem Búnaðarsamband Suðurlands stóð fyrir í Austur- og Vestur- Skaftafellssýslum kom í ljós að um fjörtíu álftir höfðu étið fimm tonn af grasi af hektara á mánuði. „Mældir voru 2 m2 og þeir varðir með bindigarni þannig að fuglinn komst ekki inn í reitinn en garnið veitti ekki skjól. Í júní var slegið úr reitunum 1 m2 og það viktað og síðan slegin annar m2 utan reitsins. Mismunurinn var 535 g á m2 sem gerir rúmlega 5,3 t/ha," segir Grétar Már Þorkelsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands en hann stýrði rannsókninni. Grétar tekur fram að túnin hafi algjörlega verið friðuð fyrir búpeningi. Höskuldur segir uppskerutjónið af völdum álftabeitarinn mikið. „Við vorum nú að reyna að meta þetta fyrir nokkrum árum og komust að þeirri niðurstöðu að við værum að tapa svona á bilinu 500.000 til 800.000 þúsundum króna á ári í beinu uppskerutapi. Það þýðir á okkar búi tvær til tvær og hálf króna á mjólkurlíterinn." Þá sé hitt tapið ótalið; túnin endist skemur sem þýði tíðari endurræktun og þá sé jafnvel besta ræktarlandið úr leik vegna ágangs álfta.Tilraun um álftabeit sett út í Þykkvabæ í Landbroti fyrr í vor.Grétar Már.Höskuldur segir bændur orðna langþreytta á baráttunni við álftir og vilja sjá aðgerðir. „Við myndum gjarnan vilja sjá einhverjar breytingar á því umhverfi sem við búum við. Við megum ekki hreyfa okkur neitt gagnvart þessum skepnum öðruvísi en að vera lögbrjótar. Okkar finnst nú vera orðið tímabært að við fáum að verja okkur á einhvern hátt. Ég veit til þess að menn hafa sótt um leyfi hjá stjórnvöldum til þess að fá að skjóta og því hefur ávalt verið synjað." Álft hefur verið friðuð á Íslandi síðan 1913. Heildarfjölgun í stofninum síðustu tuttugu ár er um 60% og telur stofninn nú um 30 þúsund fugla. Höskuldur segir fuglinn spakann og illa gangi að reka hann af túnunum. „Álftin er búin að vera friðuð það lengi að hún virðist ekki sjá neina hættu í manninum. Hún kannski flögrar upp og lendir aftur innan við 100 metrum frá þér, ef hún röltir þá ekki bara á undan þér."Svona líta túnin út núna þar sem álftirnar eru, grasið snöggbitið og álftaskítur út um allt.Grétar Már.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira