Jan Mayen-jarðlögin talin ná undir Ísland Kristján Már Unnarsson skrifar 13. júní 2013 19:07 Olíustofnun Noregs telur að Jan Mayen-jarðlagaflekinn, sem talinn er geyma olíu og gas, sé mun stærri innan lögsögu Íslands en áður var talið og að hluti hans teygi sig inn undir norðausturhluta Íslands, á svæðinu milli Þistilfjarðar og Seyðisfjarðar. Þetta kemur fram í nýju auðlindamati sem stofnunin birti í gær. Kenningar um þetta hafa reyndar áður birst opinberlega, bæði frá íslenskum og norskum jarðfræðingum, en nú hefur það gerst að Olíustofnun Noregs setur þetta fram í nýrri skýrslu um mat á kolvetnisauðlindum. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Jan Mayen-svæðið vekur athygli að stofnunin telur að þau fornu jarðlög, sem gætu varðveitt olíu- og gas, afmörkuð með rauðum lit á korti í skýrslunni, nái yfir mun stærra svæði austur af Íslandi, en til þessa hefur verið talið. „Það er náttúrlega mjög jákvætt að þessi meginlandsflís sé stærri kannski en menn hafa haldið. Það er mjög jákvætt," segir Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar Orkustofnunar. En það sem meira er: Olíustofnun Noregs telur Jan Mayen-hrygginn hugsanlega ná alla leið inn undir norðausturhluta Íslands, og skilgreinir svæðið á korti allt norður frá Þistilfirði og suður fyrir Seyðisfjörð. Í heimsókn Stöðvar 2 til Olíustofnunarinnar í Stafangri fyrir fjórum árum viðruðu sérfræðingar hennar þessa kenningu og hvort kíkja ætti undir sjálft Ísland. Christian Magnus, jarðfræðingur hjá Olíustofnuninni, sagði í viðtali vorið 2009 að bora þyrfti í norðausturhorn Íslands í þeirri von að finna syðsta hluta Jan Mayen-hryggjarins. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um olíu en þetta væri áhugavert. „Þetta gæti verið spennandi en við þyrftum líklega að bora mjög djúpt undir þykk hraun áður en við kæmum að því sem er áhugaverðast," sagði norski olíujarðfræðingurinn. Þegar Þórarinn Sveinn Arnarson, sérfræðingur Orkustofnunar, er spurður hvort olía gæti leynst undir Íslandi bendir hann á að hraunlögin ofan á gætu verið átta kílómetra þykk. „Með svona þykkan hraunlagastafla þá eru kannski líkurnar minni eða litlar. En auðvitað er það eitthvað sem er efni til rannsóknar og væri hægt að gera líkön til að skoða það." Hann telur að borun yrði mjög dýr og áhættusöm og í raun í blindni undir svo þykk hraun. Fremur ætti að byrja á því að taka bergsýni af yfirborði, sem gætu gefið vísbendingar. „Það er náttúrlega eitthvað sem stendur til að gera á Austurlandi." Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira
Olíustofnun Noregs telur að Jan Mayen-jarðlagaflekinn, sem talinn er geyma olíu og gas, sé mun stærri innan lögsögu Íslands en áður var talið og að hluti hans teygi sig inn undir norðausturhluta Íslands, á svæðinu milli Þistilfjarðar og Seyðisfjarðar. Þetta kemur fram í nýju auðlindamati sem stofnunin birti í gær. Kenningar um þetta hafa reyndar áður birst opinberlega, bæði frá íslenskum og norskum jarðfræðingum, en nú hefur það gerst að Olíustofnun Noregs setur þetta fram í nýrri skýrslu um mat á kolvetnisauðlindum. Í þeim hluta skýrslunnar sem fjallar um Jan Mayen-svæðið vekur athygli að stofnunin telur að þau fornu jarðlög, sem gætu varðveitt olíu- og gas, afmörkuð með rauðum lit á korti í skýrslunni, nái yfir mun stærra svæði austur af Íslandi, en til þessa hefur verið talið. „Það er náttúrlega mjög jákvætt að þessi meginlandsflís sé stærri kannski en menn hafa haldið. Það er mjög jákvætt," segir Þórarinn Sveinn Arnarson, verkefnisstjóri olíuleitar Orkustofnunar. En það sem meira er: Olíustofnun Noregs telur Jan Mayen-hrygginn hugsanlega ná alla leið inn undir norðausturhluta Íslands, og skilgreinir svæðið á korti allt norður frá Þistilfirði og suður fyrir Seyðisfjörð. Í heimsókn Stöðvar 2 til Olíustofnunarinnar í Stafangri fyrir fjórum árum viðruðu sérfræðingar hennar þessa kenningu og hvort kíkja ætti undir sjálft Ísland. Christian Magnus, jarðfræðingur hjá Olíustofnuninni, sagði í viðtali vorið 2009 að bora þyrfti í norðausturhorn Íslands í þeirri von að finna syðsta hluta Jan Mayen-hryggjarins. Ekkert væri þó hægt að fullyrða um olíu en þetta væri áhugavert. „Þetta gæti verið spennandi en við þyrftum líklega að bora mjög djúpt undir þykk hraun áður en við kæmum að því sem er áhugaverðast," sagði norski olíujarðfræðingurinn. Þegar Þórarinn Sveinn Arnarson, sérfræðingur Orkustofnunar, er spurður hvort olía gæti leynst undir Íslandi bendir hann á að hraunlögin ofan á gætu verið átta kílómetra þykk. „Með svona þykkan hraunlagastafla þá eru kannski líkurnar minni eða litlar. En auðvitað er það eitthvað sem er efni til rannsóknar og væri hægt að gera líkön til að skoða það." Hann telur að borun yrði mjög dýr og áhættusöm og í raun í blindni undir svo þykk hraun. Fremur ætti að byrja á því að taka bergsýni af yfirborði, sem gætu gefið vísbendingar. „Það er náttúrlega eitthvað sem stendur til að gera á Austurlandi."
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Sjá meira