Á vetrarflötum þar til degi fer að halla Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. júní 2013 10:00 Þrátt fyrir miklar aðgerðir í vetur kom kal í flatirnar á golfvellinum Jaðri á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur „Völlurinn kom betur undan vetri en við þorðum að vona. Við lögðum gríðarlega vinnu í það að brjóta ís í vetur, en það hefur verið mikið kal á Norðurlandi öllu þennan langa vetur. Völlurinn okkar er engin undantekning þar á, og þótt við höfum hamast í allan vetur við það að brjóta ís á stórum vinnuvélum, fengum við samt kal í margar flatir hjá okkur,“ segir Sigmundur Ófeigsson, formaður Golfklúbbs Akureyrar. Sigmundur reiknar ekki með að hleypa inn á aðalflatirnar fyrr en á bilinu 22. - 27. júní. „Við sáðum nýju fræi í aðalflatirnar fyrir um tveimur vikum. Til þess að hafa flatirnar góðar í allt sumar þá viljum við leyfa þeim að spretta þokkalega,“ hélt Sigmundur áfram.„Okkur finnst þetta grátlegt“Meðlimir Golfklúbbs Akureyrar eru spenntir að komast inn á aðalflatirnar og hafa sýnt mikla þolinmæði að sögn Sigmundar. „Okkar félagar eru náttúrulega orðnir óþreyjufullir að komast á völlinn og spila í þessu góða veðri sem hefur verið hérna fyrir norðan. Okkur finnst þetta grátlegt,“ bætti Sigmundur við. Til samanburðar má benda á að byrjað var að hleypa inn á aðalflatirnar á Jaðri þann 20. apríl í fyrra. „Auðvitað er það skrýtið að spila á vetrarflötum þar til degi fer að halla. Þetta er ekki sama íþrótt,“ segir Sigmundur jafnframt. Vetrarflatir kallast það þegar holur eru settar út á brautina sjálfa, til þess að hlífa flötunum sem fyrir eru. „Þetta eru náttúrlega ekki alvöru flatir. En þetta er svosem víða gert. Skotar gera mikið af þessu þegar þeir þurfa að hlífa sínu flötum,“ útskýrði Sigmundur. Talsverð tekjuskerðing Þessi staða sem upp er komin hefur talsverð áhrif á afkomu félagsins og vallarins. „Tekjuskerðing af þessu fyrir okkur hleypur á milljónum,“ segir Sigmundur. „Núna er völlurinn aðallega opinn fyrir klúbbsmeðlimi náttúrulega og við leyfum útlendingum að spila líka. Þeir eru oft að koma hingað til þess að spila á einum nyrðsta átján holu velli veraldar,“ bætti Sigmundur við. „En þeir kannski kvarta minnst, því þeir virðast gera þetta fyrir upplifunina en ekki gæðin,“ segir Sigmundur. En þrátt fyrir snjóþungann og óvenjulangan vetur sem náði frá októberlokum fram í apríl segir Sigmundur völlinn hafa komið ágætlega út. „Brautir eru ágætar, flestir teigar í lagi, en þetta var gríðarlega vinna í vetur sem við lögðum í þetta,“ segir Sigmundur að lokum. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
„Völlurinn kom betur undan vetri en við þorðum að vona. Við lögðum gríðarlega vinnu í það að brjóta ís í vetur, en það hefur verið mikið kal á Norðurlandi öllu þennan langa vetur. Völlurinn okkar er engin undantekning þar á, og þótt við höfum hamast í allan vetur við það að brjóta ís á stórum vinnuvélum, fengum við samt kal í margar flatir hjá okkur,“ segir Sigmundur Ófeigsson, formaður Golfklúbbs Akureyrar. Sigmundur reiknar ekki með að hleypa inn á aðalflatirnar fyrr en á bilinu 22. - 27. júní. „Við sáðum nýju fræi í aðalflatirnar fyrir um tveimur vikum. Til þess að hafa flatirnar góðar í allt sumar þá viljum við leyfa þeim að spretta þokkalega,“ hélt Sigmundur áfram.„Okkur finnst þetta grátlegt“Meðlimir Golfklúbbs Akureyrar eru spenntir að komast inn á aðalflatirnar og hafa sýnt mikla þolinmæði að sögn Sigmundar. „Okkar félagar eru náttúrulega orðnir óþreyjufullir að komast á völlinn og spila í þessu góða veðri sem hefur verið hérna fyrir norðan. Okkur finnst þetta grátlegt,“ bætti Sigmundur við. Til samanburðar má benda á að byrjað var að hleypa inn á aðalflatirnar á Jaðri þann 20. apríl í fyrra. „Auðvitað er það skrýtið að spila á vetrarflötum þar til degi fer að halla. Þetta er ekki sama íþrótt,“ segir Sigmundur jafnframt. Vetrarflatir kallast það þegar holur eru settar út á brautina sjálfa, til þess að hlífa flötunum sem fyrir eru. „Þetta eru náttúrlega ekki alvöru flatir. En þetta er svosem víða gert. Skotar gera mikið af þessu þegar þeir þurfa að hlífa sínu flötum,“ útskýrði Sigmundur. Talsverð tekjuskerðing Þessi staða sem upp er komin hefur talsverð áhrif á afkomu félagsins og vallarins. „Tekjuskerðing af þessu fyrir okkur hleypur á milljónum,“ segir Sigmundur. „Núna er völlurinn aðallega opinn fyrir klúbbsmeðlimi náttúrulega og við leyfum útlendingum að spila líka. Þeir eru oft að koma hingað til þess að spila á einum nyrðsta átján holu velli veraldar,“ bætti Sigmundur við. „En þeir kannski kvarta minnst, því þeir virðast gera þetta fyrir upplifunina en ekki gæðin,“ segir Sigmundur. En þrátt fyrir snjóþungann og óvenjulangan vetur sem náði frá októberlokum fram í apríl segir Sigmundur völlinn hafa komið ágætlega út. „Brautir eru ágætar, flestir teigar í lagi, en þetta var gríðarlega vinna í vetur sem við lögðum í þetta,“ segir Sigmundur að lokum.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira