Á vetrarflötum þar til degi fer að halla Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. júní 2013 10:00 Þrátt fyrir miklar aðgerðir í vetur kom kal í flatirnar á golfvellinum Jaðri á Akureyri. Fréttablaðið/Pjetur „Völlurinn kom betur undan vetri en við þorðum að vona. Við lögðum gríðarlega vinnu í það að brjóta ís í vetur, en það hefur verið mikið kal á Norðurlandi öllu þennan langa vetur. Völlurinn okkar er engin undantekning þar á, og þótt við höfum hamast í allan vetur við það að brjóta ís á stórum vinnuvélum, fengum við samt kal í margar flatir hjá okkur,“ segir Sigmundur Ófeigsson, formaður Golfklúbbs Akureyrar. Sigmundur reiknar ekki með að hleypa inn á aðalflatirnar fyrr en á bilinu 22. - 27. júní. „Við sáðum nýju fræi í aðalflatirnar fyrir um tveimur vikum. Til þess að hafa flatirnar góðar í allt sumar þá viljum við leyfa þeim að spretta þokkalega,“ hélt Sigmundur áfram.„Okkur finnst þetta grátlegt“Meðlimir Golfklúbbs Akureyrar eru spenntir að komast inn á aðalflatirnar og hafa sýnt mikla þolinmæði að sögn Sigmundar. „Okkar félagar eru náttúrulega orðnir óþreyjufullir að komast á völlinn og spila í þessu góða veðri sem hefur verið hérna fyrir norðan. Okkur finnst þetta grátlegt,“ bætti Sigmundur við. Til samanburðar má benda á að byrjað var að hleypa inn á aðalflatirnar á Jaðri þann 20. apríl í fyrra. „Auðvitað er það skrýtið að spila á vetrarflötum þar til degi fer að halla. Þetta er ekki sama íþrótt,“ segir Sigmundur jafnframt. Vetrarflatir kallast það þegar holur eru settar út á brautina sjálfa, til þess að hlífa flötunum sem fyrir eru. „Þetta eru náttúrlega ekki alvöru flatir. En þetta er svosem víða gert. Skotar gera mikið af þessu þegar þeir þurfa að hlífa sínu flötum,“ útskýrði Sigmundur. Talsverð tekjuskerðing Þessi staða sem upp er komin hefur talsverð áhrif á afkomu félagsins og vallarins. „Tekjuskerðing af þessu fyrir okkur hleypur á milljónum,“ segir Sigmundur. „Núna er völlurinn aðallega opinn fyrir klúbbsmeðlimi náttúrulega og við leyfum útlendingum að spila líka. Þeir eru oft að koma hingað til þess að spila á einum nyrðsta átján holu velli veraldar,“ bætti Sigmundur við. „En þeir kannski kvarta minnst, því þeir virðast gera þetta fyrir upplifunina en ekki gæðin,“ segir Sigmundur. En þrátt fyrir snjóþungann og óvenjulangan vetur sem náði frá októberlokum fram í apríl segir Sigmundur völlinn hafa komið ágætlega út. „Brautir eru ágætar, flestir teigar í lagi, en þetta var gríðarlega vinna í vetur sem við lögðum í þetta,“ segir Sigmundur að lokum. Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira
„Völlurinn kom betur undan vetri en við þorðum að vona. Við lögðum gríðarlega vinnu í það að brjóta ís í vetur, en það hefur verið mikið kal á Norðurlandi öllu þennan langa vetur. Völlurinn okkar er engin undantekning þar á, og þótt við höfum hamast í allan vetur við það að brjóta ís á stórum vinnuvélum, fengum við samt kal í margar flatir hjá okkur,“ segir Sigmundur Ófeigsson, formaður Golfklúbbs Akureyrar. Sigmundur reiknar ekki með að hleypa inn á aðalflatirnar fyrr en á bilinu 22. - 27. júní. „Við sáðum nýju fræi í aðalflatirnar fyrir um tveimur vikum. Til þess að hafa flatirnar góðar í allt sumar þá viljum við leyfa þeim að spretta þokkalega,“ hélt Sigmundur áfram.„Okkur finnst þetta grátlegt“Meðlimir Golfklúbbs Akureyrar eru spenntir að komast inn á aðalflatirnar og hafa sýnt mikla þolinmæði að sögn Sigmundar. „Okkar félagar eru náttúrulega orðnir óþreyjufullir að komast á völlinn og spila í þessu góða veðri sem hefur verið hérna fyrir norðan. Okkur finnst þetta grátlegt,“ bætti Sigmundur við. Til samanburðar má benda á að byrjað var að hleypa inn á aðalflatirnar á Jaðri þann 20. apríl í fyrra. „Auðvitað er það skrýtið að spila á vetrarflötum þar til degi fer að halla. Þetta er ekki sama íþrótt,“ segir Sigmundur jafnframt. Vetrarflatir kallast það þegar holur eru settar út á brautina sjálfa, til þess að hlífa flötunum sem fyrir eru. „Þetta eru náttúrlega ekki alvöru flatir. En þetta er svosem víða gert. Skotar gera mikið af þessu þegar þeir þurfa að hlífa sínu flötum,“ útskýrði Sigmundur. Talsverð tekjuskerðing Þessi staða sem upp er komin hefur talsverð áhrif á afkomu félagsins og vallarins. „Tekjuskerðing af þessu fyrir okkur hleypur á milljónum,“ segir Sigmundur. „Núna er völlurinn aðallega opinn fyrir klúbbsmeðlimi náttúrulega og við leyfum útlendingum að spila líka. Þeir eru oft að koma hingað til þess að spila á einum nyrðsta átján holu velli veraldar,“ bætti Sigmundur við. „En þeir kannski kvarta minnst, því þeir virðast gera þetta fyrir upplifunina en ekki gæðin,“ segir Sigmundur. En þrátt fyrir snjóþungann og óvenjulangan vetur sem náði frá októberlokum fram í apríl segir Sigmundur völlinn hafa komið ágætlega út. „Brautir eru ágætar, flestir teigar í lagi, en þetta var gríðarlega vinna í vetur sem við lögðum í þetta,“ segir Sigmundur að lokum.
Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Sjá meira