Innlent

Sala tónlistar á netinu hefur tvöfaldast á þremur árum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Ingvar Geirsson, eigandi hljómplötuverslunarinnar Lucky Records
Ingvar Geirsson, eigandi hljómplötuverslunarinnar Lucky Records Fréttablaðið/STefán
Sala tónlistar á Netinu hefur rúmlega tvöfaldast á síðustu þremur árum. Plötubúðir hafa brugðist við þessari þróun með aukinni sérhæfingu og tónlistarmenn kjósa enn að gefa út plötur eða geisladiska.

Plötu og geisladiskaútgáfa virðist lifa góðu lífi hér á landi ef marka má tölur hagstofunnar um útgefið tónlistarefni. Frá því um miðjan síðasta áratug hefur útgáfa haldist nær stöðug - sé miðað við fjölda titla.

Frá aldamótum hefur sala á hljómplötum og geisladiskum hins vegar dregist saman um rúmlega helming. Úr 712 þúsund eintökum árið 2002 í 289 þúsund eintök á síðasta ári.

Á sama tíma hefur niðurhal á tónlist aukist verulega eða úr 101 þúsund eintökum árið 2010 í 246 þúsund eintök í fyrra.

Ingvar Geirsson, eigandi hljómplötuverslunarinnar Lucky Records, segir að það hafi tilfinningalegt gildi fyrir tónlistarmenn að gefa út efni á geisladisk eða hljómplötu og að eftirspurn sé enn töluverð meðal tónlistarunnenda.

„Það er öðruvísi að setja plötu á fóninn frekar en að hafa þetta í einhverjum graut á tölvunni sem rúllar. Það er meiri fyrirhöfn að setja plötuna á og það hefur meiri sjarma,“ segir Ingvar.

Ingvar segir að plötuverslanir séu þegar byrjaðar að aðlagast breyttu markaðsumhverfi. Þær séu orðnar sérhæfðari og persónulegri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×