Innlent

Catalina opnar búð

Jakob Bjarnar skrifar
Glamour Boutique er nafn búðarinnar sem Catalina mun opna innan skamms, ef allt fer sem horfir.
Glamour Boutique er nafn búðarinnar sem Catalina mun opna innan skamms, ef allt fer sem horfir.

Catalina Mikue Ncoco er nú að undirbúa það að opna búð -- Glamour Boutique. Catalina var mikið til umfjöllunar í fjölmiðlum einkum árið 2009, í tengslum við umdeilda vændisþjónustu sína, og var þá jafnan kölluð Miðbaugsmaddaman, vegna uppruna síns.

Catalina varðist allra frétta þegar blaðamaður náði tali af henni, þannig að óljóst er hvar og hvenær opnar, eða hvað verður til sölu í búðinni. En, hún er hins vegar komin svo vel á veg með undirbúninginn að hún hefur látið hanna sérstakt merki búðarinnar, eða lógó.

Búðin hefur þannig hlotið nafn og heitir Glamour Boutique sem gefur ákveðna hugmynd um hvers konar varning er um að ræða. Eins og segir í sögu Catalinu, Hið dökka man, bók sem kom út árið 2010, hefur Catalina dálæti á kristal sem og fínum fötum og fylgihlutum. Líklegt má teljast að hún muni nýta sérþekkingu sína á því sviði við verslunarreksturinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×