Fleiri fréttir Ekki leitað í nótt Leitinni að manninum, sem féll í Hjaltadalsá um hálf tvö leytið í gær, hefur verið frestað þar til í fyrramálið. Ekki verður leitað meira í kvöld og í nótt. Þessi ákvörðun var tekin í samráði við lögreglu. 12.6.2013 23:06 Sleikjó með brjóstamjólkurbragði Bandarískt fyrirtæki hefur nú sett sleikibrjóstsykur með brjóstamjólkurbragði. 12.6.2013 22:46 Ætlar ekki að eyða krónu í mánuð "Ég ætla að lifa á loftinu í 30 daga,“ segir Jóhanna Vala Höskuldsdóttir. 12.6.2013 22:45 Facebook opnar útibú í Svíþjóð Facebook greindi frá því í dag að fyrirtækið hefði opnað sitt fyrsta netþjónaútibú utan Bandaríkjanna í Luleå í Norður - Svíþjóð. Útibúið, sem er það stærsta sinnar tegundar í Evrópu, mun annast gagnaflutninga fyrir Facebook í heimsálfunni. 12.6.2013 21:46 "Þetta er mamma mín, ekki taka hana frá mér" Óhugnalegt mál kom upp í Bandaríkjunum í ágúst á síðasta ári þegar að kona sem ásakaði lögreglumann um kynferðislega áreitni var handtekin í dómsal. Myndband af atvikinu hefur nú verið lekið til fjölmiðla vestanhafs. 12.6.2013 21:05 Macbeth sýning ársins Macbeth í leikstjórn Benedicts Andrews fékk verðlaun fyrir sýngu ársins á Grímunni – íslensku sviðslistaverðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 12.6.2013 21:00 Voru tvær mínútur á leiðinni Eldur kom upp í bílskúr við Laxakvísl í Árbæjarhverfinu í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Vel gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðs. Enginn slasaðist en um minniháttar eld var að ræða. 12.6.2013 19:55 Kynntu tölur um mun verri stöðu ríkissjóðs Afkoma ríkissjóðs gæti orðið 27 milljörðum króna verri á þessu ári, en fyrri ríkisstjórn hafði kynnt, samkvæmt nýrri áætlun um stöðuna sem forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í Þjóðmenningarhúsinu síðdegis. 12.6.2013 19:27 Braut ítrekað gegn unglingspilti Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn unglingspilti. 12.6.2013 19:13 Kadmíum yfir leyfilegum mörkum Áburður sem Skeljungur seldi til íslenskra bænda nú í vor inniheldur meira magn kadmíums en leyfilegt er. Aðeins eru tvö ár síðan samskonar mál kom upp hjá Skeljungi og segir forstjóri fyrirtækisins að mistök hafi orðið hjá birgjum. 12.6.2013 19:08 Kalkþörungavinnslan blómstrar á Bíldudal Stækkun kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal er á lokastigi og er stefnt að því að auka framleiðsluna um fjörutíu prósent með nýrri vélasamstæðu, sem ræst verður í næsta mánuði. 12.6.2013 19:04 Almenningshagsmunir ættu að vera hafðir að leiðarljósi við orkusölu Almenningshagsmunir verða að vera hafðir að leiðarljósi við sölu á raforku en erfitt er að sjá að það hafi verið gert þótt kveðið sé á um það í lögum. Svo virðist sem lögin hafi verið tekin beint upp frá Evrópusambandinu. Þetta kom fram í máli Stefáns Arnórssonar, prófessors við Háskóla Íslands og stjórnarmanns í Landsvirkjun á fundi þriggja nefnda á Alþingi í dag. 12.6.2013 19:03 "Fólk er svo gratt í árangur" Magaverkir og útbrot eru þekktar aukaverkanir af neyslu fæðubótaefna að sögn læknis sem mælir ekki með notkun slíkra efna. 12.6.2013 18:49 Leitin heldur áfram Björgunarsveitarfólk hefur slætt ána út í sjó í dag í leitinni að manninum sem talið er að hafi fallið í Hjaltadalsá um hálft tvö leitið í gær. 12.6.2013 17:13 Sólgleraugnasalinn og sólbaðsstofan komin í hart Steinar Thorberg skaðbrenndist í ljósabekk í Reykjavík í byrjun vikunnar. Hann hyggst kæra í málinu. Sólbaðsstofan Sól 101 harmar atburðinn en segir ekkert athugavert við vinnubrögð sín eða umræddan ljósabekk. 12.6.2013 17:09 Hefur trú á því að íslensk yfirvöld beiti sér í málinu Yfirlýsing frá Samtökunum 78 er í bígerð vegna nýrra laga í Rússlandi sem skerða réttindi samkynhneigðra. 12.6.2013 17:03 Ögmundur vill að þingið taki upp mál Snowden Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi innanríkisráðherra vill að Alþingi taki upp mál Edwards Snowden, uppljóstrarans sem lak því til fjölmiðla að bandarískar leyniþjónustur standi í stórfelldum persónunjósnum. 12.6.2013 16:12 Þjóðhetja enn á gjörgæslu Nelson Mandela berst fyrir lífi sínu en bregst betur við meðferð lækna en áður. Fjölskylda hans er djúpt snortin og þakkar sýnda umhyggju. 12.6.2013 16:10 Steinunn Stefánsdóttir nýr formaður Kvenréttindafélags Íslands Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands fór fram á Hallveigarstöðum í gær. Steinunn Stefánsdóttir var kosin formaður félagsins og Fríða Rós Valdimarsdóttir tók sæti varformanns. 12.6.2013 15:57 Snowden ætlar að berjast gegn framsali Uppljóstrarinn Edward Snowden sem lak því til fjölmiðla að bandarískar leyniþjónustur standi í stórfelldum persónunjósnum um allan heim segist ætla að berjast kröftuglega gegn því að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Snowden var verktaki fyrir CIA leyniþjónustuna og flúði hann til Hong Kong þegar greint var frá lekanum í Guardian. 12.6.2013 15:15 „Móse var 120 ára þegar hann dó“ Snorri Óskarsson kenndur við Betel gagnrýnir fréttaflutning af andláti Jiroemon Kimura sem sagður er elsti karlmaður allra tíma. 12.6.2013 15:14 Björgvin Páll slapp naumlega frá flóðunum: "Neðsta hæðin í húsinu mínu var komin undir 30 cm vatn“ Tuttugu og þrjú þúsund íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín íþýsku borginni Magdeburg eftir að stífla brast í ánni Elbu í síðustu viku. 12.6.2013 15:03 Facebook laðar að sér sjálfhverft fólk Þeir sem deila mestu efni eru gjarnan þeir sem þrá athygli og viðurkenningu annarra mest samkvæmt nýrri rannsókn. 12.6.2013 15:00 Fundu amfetamín í lyklaborði Tollverðir fundu nýverið á annan tug gramma af amfetamíni sem bárust hingað til lands með póstsendingu. Amfetamíninu hafði verið komið fyrir í tölvulyklaborði. 12.6.2013 15:00 Yfirflæddir eðalvagnar í Þýskalandi Gríðarlegt tjón hefur orðið á bílum einum saman í landi eðalbílanna. 12.6.2013 14:45 Krummafjölskylda hreiðrar um sig á Grundartanga "Álverskrummarnir" eru búnir að koma sér fyrir á stigapalli á uppgönguleið á áfyllingarstöð kerskála Norðuráls og heilsast vel. 12.6.2013 14:34 Listamenn mótmæla menntamálaráðherra Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra leggur til í nýju stjórnarfrumvarpi um ríkisútvarpið að stjórn félagsins verði öll skipuð af Alþingi. Nokkur urgur er vegna málsins - Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna mun gera athugasemd við þessa afgreiðslu. 12.6.2013 14:29 Game of Thrones-ferðir til Íslands Ferðaskrifstofan Discover the World, í London, hefur auglýst sérstaklega ferðir til Íslands, þá gagngert til að fara á söguslóðir sjónvarpsseríunnar Game of Thrones. 12.6.2013 13:54 "Lög af þessu tagi eiga ekki heima í neinu nútíma lýðræðisríki" Neðri deild rússneska þingsins samþykkti í gær með öllum greiddum atkvæðum tvenn lög, en Hörður Helgason stjórnarformaður Amnesty á Íslandi segir lögin skelfileg. 12.6.2013 13:53 Bubbi skrifar um Leoncie: „Farðu nú að þegja!“ Segist þreyttur á ásökunum um einelti. 12.6.2013 13:32 Fylgdu Of Monsters and Men í einn dag Billboard fylgdust með Of Monsters and Men undirbúa sig fyrir tónleika í New York. 12.6.2013 13:12 Óvissa í skipulagsmálum stendur atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ótækt að skipulagsvaldi sveitarfélaga ljúki nánast í fjöruborðinu, en úrskurðarnefnd umhverfismála hefur úrskurðað að fyrirhugað fiskeldi í Ísafjarðardjúpi skuli fara í umhverfismat. 12.6.2013 13:10 Kaupmannahöfn: Nær 100 kíló af kókaíni í bananakössum Lögreglan í Kaupmannahöfn segir að nær 100 kíló af hvítu dufti sem fundust í bananakössum í vöruhúsi Coops í Bröndby í morgun séu að öllum líkindum kókaín en verið er að ganga úr skugga um það á rannsóknarstofu. 12.6.2013 12:51 Nissan Juke næstum vann Bugatti Veyron Etja kappi í einnar mílu spyrnu og Juke bíllinn hefur forystuna 99% leiðarinnar. 12.6.2013 12:46 Draga þarf lærdóm af Hellisheiðarvirkjun Umhverfisáhrif vegna Hellisheiðarvirkjunar voru vanmetin en orkan ofmetin. Draga verður lærdóm af þessari reynslu við uppbyggingju jarðvarmavirkjana í framtíðinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli gesta sem á sameiginlegum fundi atvinnu-, samgöngu-, og umhverfisnefndar Alþingis í morgun. 12.6.2013 12:17 Boða til verkfalla vegna lokunar ríkisútvarpsins Tvö stærstu verkalýðsfélög Grikklands hafa boðað sólarhringsverkfall á fimmtudag til þess að mótmæla lokun gríska ríkisútvarpsins, ERT. 12.6.2013 11:30 Dádýrshaus stolið í annað sinn Lögreglan á Selfossi leitar þjófa sem stálu uppstoppuðum dádýrshaus úr sumarbústað í Árnessýslu um síðustu mánaðamót. 12.6.2013 11:07 Ekki fyrir viðkvæma: Tyrkneskur lögreglumaður skýtur mótmælanda í höfuðið Lögreglumaðurinn skýtur þremur skotum úr skammbyssu og það seinasta hafnar í höfuði eins mótmælendanna. 12.6.2013 10:58 Casper kannast ekki við fullyrðingar Gests Gestur Valur Svansson sagðist vera með samning við Adam Sandler og vinnuaðstöðu hjá "vini" sínum, danska grínaranum Casper Christensen. "Hann hefur hefur aldrei unnið hjá mér og hann er ekki með vinnuaðstöðu hjá mér," segir Casper. 12.6.2013 10:58 Verksmiðjur Packard boðnar upp Voru reistar árið 1903 í Detroit og eru samtals yfir 300.000 fermetrar. 12.6.2013 10:15 Kínverski ríkisháskólinn efast um loftslagsbreytingar af mannavöldum Kínverski ríkisháskólinn í náttúruvísindum, University of Chinese academy of Sciences, hefur þýtt og gefið út tvær viðamiklar skýrslur sem draga það í efa að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum. 12.6.2013 10:07 "Ná fram hagsmunum á kostnað þessa fólks“ Mikill hiti var í fundarmönnum á kröfuhafafundi hjúkrunarheimilisins Eirar á Hilton Nordica í gær en fundarmenn, ellilífeyrisþegar með íbúðarrétt á Eir og fulltrúar þeirra, samþykktu áframhaldandi greiðslustöðvun hjúkrunarheimilisins, en það var forsenda áframhaldandi nauðasamningsumleitana. 12.6.2013 09:43 Íslandskort í fönn í Húsavíkurfjalli Sérkennilegur snjóskafl í Húsavíkurfjalli vekur nú aðdáun bæjarbúa. Sjá heimamenn fönnina mynda skýrar útlínur Íslands. 12.6.2013 09:15 Slys á Reykjanesbraut Lögreglunni í Keflavík var nú fyrir skömmu að berast tilkynning um slys á Reykjanesbraut. 12.6.2013 09:03 Hoppar yfir bíl á ferð Rekst á framrúðuna og brýtur hana en lendir þó á löppunum. 12.6.2013 08:45 Sjá næstu 50 fréttir
Ekki leitað í nótt Leitinni að manninum, sem féll í Hjaltadalsá um hálf tvö leytið í gær, hefur verið frestað þar til í fyrramálið. Ekki verður leitað meira í kvöld og í nótt. Þessi ákvörðun var tekin í samráði við lögreglu. 12.6.2013 23:06
Sleikjó með brjóstamjólkurbragði Bandarískt fyrirtæki hefur nú sett sleikibrjóstsykur með brjóstamjólkurbragði. 12.6.2013 22:46
Ætlar ekki að eyða krónu í mánuð "Ég ætla að lifa á loftinu í 30 daga,“ segir Jóhanna Vala Höskuldsdóttir. 12.6.2013 22:45
Facebook opnar útibú í Svíþjóð Facebook greindi frá því í dag að fyrirtækið hefði opnað sitt fyrsta netþjónaútibú utan Bandaríkjanna í Luleå í Norður - Svíþjóð. Útibúið, sem er það stærsta sinnar tegundar í Evrópu, mun annast gagnaflutninga fyrir Facebook í heimsálfunni. 12.6.2013 21:46
"Þetta er mamma mín, ekki taka hana frá mér" Óhugnalegt mál kom upp í Bandaríkjunum í ágúst á síðasta ári þegar að kona sem ásakaði lögreglumann um kynferðislega áreitni var handtekin í dómsal. Myndband af atvikinu hefur nú verið lekið til fjölmiðla vestanhafs. 12.6.2013 21:05
Macbeth sýning ársins Macbeth í leikstjórn Benedicts Andrews fékk verðlaun fyrir sýngu ársins á Grímunni – íslensku sviðslistaverðlaununum sem voru afhent við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu í kvöld. 12.6.2013 21:00
Voru tvær mínútur á leiðinni Eldur kom upp í bílskúr við Laxakvísl í Árbæjarhverfinu í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Vel gekk að slökkva eldinn að sögn slökkviliðs. Enginn slasaðist en um minniháttar eld var að ræða. 12.6.2013 19:55
Kynntu tölur um mun verri stöðu ríkissjóðs Afkoma ríkissjóðs gæti orðið 27 milljörðum króna verri á þessu ári, en fyrri ríkisstjórn hafði kynnt, samkvæmt nýrri áætlun um stöðuna sem forystumenn ríkisstjórnarinnar kynntu í Þjóðmenningarhúsinu síðdegis. 12.6.2013 19:27
Braut ítrekað gegn unglingspilti Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í átján mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn unglingspilti. 12.6.2013 19:13
Kadmíum yfir leyfilegum mörkum Áburður sem Skeljungur seldi til íslenskra bænda nú í vor inniheldur meira magn kadmíums en leyfilegt er. Aðeins eru tvö ár síðan samskonar mál kom upp hjá Skeljungi og segir forstjóri fyrirtækisins að mistök hafi orðið hjá birgjum. 12.6.2013 19:08
Kalkþörungavinnslan blómstrar á Bíldudal Stækkun kalkþörungaverksmiðjunnar á Bíldudal er á lokastigi og er stefnt að því að auka framleiðsluna um fjörutíu prósent með nýrri vélasamstæðu, sem ræst verður í næsta mánuði. 12.6.2013 19:04
Almenningshagsmunir ættu að vera hafðir að leiðarljósi við orkusölu Almenningshagsmunir verða að vera hafðir að leiðarljósi við sölu á raforku en erfitt er að sjá að það hafi verið gert þótt kveðið sé á um það í lögum. Svo virðist sem lögin hafi verið tekin beint upp frá Evrópusambandinu. Þetta kom fram í máli Stefáns Arnórssonar, prófessors við Háskóla Íslands og stjórnarmanns í Landsvirkjun á fundi þriggja nefnda á Alþingi í dag. 12.6.2013 19:03
"Fólk er svo gratt í árangur" Magaverkir og útbrot eru þekktar aukaverkanir af neyslu fæðubótaefna að sögn læknis sem mælir ekki með notkun slíkra efna. 12.6.2013 18:49
Leitin heldur áfram Björgunarsveitarfólk hefur slætt ána út í sjó í dag í leitinni að manninum sem talið er að hafi fallið í Hjaltadalsá um hálft tvö leitið í gær. 12.6.2013 17:13
Sólgleraugnasalinn og sólbaðsstofan komin í hart Steinar Thorberg skaðbrenndist í ljósabekk í Reykjavík í byrjun vikunnar. Hann hyggst kæra í málinu. Sólbaðsstofan Sól 101 harmar atburðinn en segir ekkert athugavert við vinnubrögð sín eða umræddan ljósabekk. 12.6.2013 17:09
Hefur trú á því að íslensk yfirvöld beiti sér í málinu Yfirlýsing frá Samtökunum 78 er í bígerð vegna nýrra laga í Rússlandi sem skerða réttindi samkynhneigðra. 12.6.2013 17:03
Ögmundur vill að þingið taki upp mál Snowden Ögmundur Jónasson þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi innanríkisráðherra vill að Alþingi taki upp mál Edwards Snowden, uppljóstrarans sem lak því til fjölmiðla að bandarískar leyniþjónustur standi í stórfelldum persónunjósnum. 12.6.2013 16:12
Þjóðhetja enn á gjörgæslu Nelson Mandela berst fyrir lífi sínu en bregst betur við meðferð lækna en áður. Fjölskylda hans er djúpt snortin og þakkar sýnda umhyggju. 12.6.2013 16:10
Steinunn Stefánsdóttir nýr formaður Kvenréttindafélags Íslands Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands fór fram á Hallveigarstöðum í gær. Steinunn Stefánsdóttir var kosin formaður félagsins og Fríða Rós Valdimarsdóttir tók sæti varformanns. 12.6.2013 15:57
Snowden ætlar að berjast gegn framsali Uppljóstrarinn Edward Snowden sem lak því til fjölmiðla að bandarískar leyniþjónustur standi í stórfelldum persónunjósnum um allan heim segist ætla að berjast kröftuglega gegn því að hann verði framseldur til Bandaríkjanna. Snowden var verktaki fyrir CIA leyniþjónustuna og flúði hann til Hong Kong þegar greint var frá lekanum í Guardian. 12.6.2013 15:15
„Móse var 120 ára þegar hann dó“ Snorri Óskarsson kenndur við Betel gagnrýnir fréttaflutning af andláti Jiroemon Kimura sem sagður er elsti karlmaður allra tíma. 12.6.2013 15:14
Björgvin Páll slapp naumlega frá flóðunum: "Neðsta hæðin í húsinu mínu var komin undir 30 cm vatn“ Tuttugu og þrjú þúsund íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín íþýsku borginni Magdeburg eftir að stífla brast í ánni Elbu í síðustu viku. 12.6.2013 15:03
Facebook laðar að sér sjálfhverft fólk Þeir sem deila mestu efni eru gjarnan þeir sem þrá athygli og viðurkenningu annarra mest samkvæmt nýrri rannsókn. 12.6.2013 15:00
Fundu amfetamín í lyklaborði Tollverðir fundu nýverið á annan tug gramma af amfetamíni sem bárust hingað til lands með póstsendingu. Amfetamíninu hafði verið komið fyrir í tölvulyklaborði. 12.6.2013 15:00
Yfirflæddir eðalvagnar í Þýskalandi Gríðarlegt tjón hefur orðið á bílum einum saman í landi eðalbílanna. 12.6.2013 14:45
Krummafjölskylda hreiðrar um sig á Grundartanga "Álverskrummarnir" eru búnir að koma sér fyrir á stigapalli á uppgönguleið á áfyllingarstöð kerskála Norðuráls og heilsast vel. 12.6.2013 14:34
Listamenn mótmæla menntamálaráðherra Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra leggur til í nýju stjórnarfrumvarpi um ríkisútvarpið að stjórn félagsins verði öll skipuð af Alþingi. Nokkur urgur er vegna málsins - Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna mun gera athugasemd við þessa afgreiðslu. 12.6.2013 14:29
Game of Thrones-ferðir til Íslands Ferðaskrifstofan Discover the World, í London, hefur auglýst sérstaklega ferðir til Íslands, þá gagngert til að fara á söguslóðir sjónvarpsseríunnar Game of Thrones. 12.6.2013 13:54
"Lög af þessu tagi eiga ekki heima í neinu nútíma lýðræðisríki" Neðri deild rússneska þingsins samþykkti í gær með öllum greiddum atkvæðum tvenn lög, en Hörður Helgason stjórnarformaður Amnesty á Íslandi segir lögin skelfileg. 12.6.2013 13:53
Bubbi skrifar um Leoncie: „Farðu nú að þegja!“ Segist þreyttur á ásökunum um einelti. 12.6.2013 13:32
Fylgdu Of Monsters and Men í einn dag Billboard fylgdust með Of Monsters and Men undirbúa sig fyrir tónleika í New York. 12.6.2013 13:12
Óvissa í skipulagsmálum stendur atvinnuuppbyggingu fyrir þrifum Halldór Halldórsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir ótækt að skipulagsvaldi sveitarfélaga ljúki nánast í fjöruborðinu, en úrskurðarnefnd umhverfismála hefur úrskurðað að fyrirhugað fiskeldi í Ísafjarðardjúpi skuli fara í umhverfismat. 12.6.2013 13:10
Kaupmannahöfn: Nær 100 kíló af kókaíni í bananakössum Lögreglan í Kaupmannahöfn segir að nær 100 kíló af hvítu dufti sem fundust í bananakössum í vöruhúsi Coops í Bröndby í morgun séu að öllum líkindum kókaín en verið er að ganga úr skugga um það á rannsóknarstofu. 12.6.2013 12:51
Nissan Juke næstum vann Bugatti Veyron Etja kappi í einnar mílu spyrnu og Juke bíllinn hefur forystuna 99% leiðarinnar. 12.6.2013 12:46
Draga þarf lærdóm af Hellisheiðarvirkjun Umhverfisáhrif vegna Hellisheiðarvirkjunar voru vanmetin en orkan ofmetin. Draga verður lærdóm af þessari reynslu við uppbyggingju jarðvarmavirkjana í framtíðinni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli gesta sem á sameiginlegum fundi atvinnu-, samgöngu-, og umhverfisnefndar Alþingis í morgun. 12.6.2013 12:17
Boða til verkfalla vegna lokunar ríkisútvarpsins Tvö stærstu verkalýðsfélög Grikklands hafa boðað sólarhringsverkfall á fimmtudag til þess að mótmæla lokun gríska ríkisútvarpsins, ERT. 12.6.2013 11:30
Dádýrshaus stolið í annað sinn Lögreglan á Selfossi leitar þjófa sem stálu uppstoppuðum dádýrshaus úr sumarbústað í Árnessýslu um síðustu mánaðamót. 12.6.2013 11:07
Ekki fyrir viðkvæma: Tyrkneskur lögreglumaður skýtur mótmælanda í höfuðið Lögreglumaðurinn skýtur þremur skotum úr skammbyssu og það seinasta hafnar í höfuði eins mótmælendanna. 12.6.2013 10:58
Casper kannast ekki við fullyrðingar Gests Gestur Valur Svansson sagðist vera með samning við Adam Sandler og vinnuaðstöðu hjá "vini" sínum, danska grínaranum Casper Christensen. "Hann hefur hefur aldrei unnið hjá mér og hann er ekki með vinnuaðstöðu hjá mér," segir Casper. 12.6.2013 10:58
Verksmiðjur Packard boðnar upp Voru reistar árið 1903 í Detroit og eru samtals yfir 300.000 fermetrar. 12.6.2013 10:15
Kínverski ríkisháskólinn efast um loftslagsbreytingar af mannavöldum Kínverski ríkisháskólinn í náttúruvísindum, University of Chinese academy of Sciences, hefur þýtt og gefið út tvær viðamiklar skýrslur sem draga það í efa að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum. 12.6.2013 10:07
"Ná fram hagsmunum á kostnað þessa fólks“ Mikill hiti var í fundarmönnum á kröfuhafafundi hjúkrunarheimilisins Eirar á Hilton Nordica í gær en fundarmenn, ellilífeyrisþegar með íbúðarrétt á Eir og fulltrúar þeirra, samþykktu áframhaldandi greiðslustöðvun hjúkrunarheimilisins, en það var forsenda áframhaldandi nauðasamningsumleitana. 12.6.2013 09:43
Íslandskort í fönn í Húsavíkurfjalli Sérkennilegur snjóskafl í Húsavíkurfjalli vekur nú aðdáun bæjarbúa. Sjá heimamenn fönnina mynda skýrar útlínur Íslands. 12.6.2013 09:15
Slys á Reykjanesbraut Lögreglunni í Keflavík var nú fyrir skömmu að berast tilkynning um slys á Reykjanesbraut. 12.6.2013 09:03