Fleiri fréttir

Tóku lagið á KEX

Þau Pétur Eggerz, Þóra Marí, Heiðar Ingi og Bjarki Ómarsson tóku sig saman og spiluðu Artificial Friend á KEX hostel á dögunum.

Þarf að fjölga barna- og unglingageðlæknum

Barna- og unglingageðlæknar á Íslandi ná aðeins að sinna þriðjungi þeirra barna og unglinga sem þurfa á þjónustu þeirra að halda. Átta barna- og unglingageðlæknar eru starfandi á landinu og sex þeirra starfa líka að hluta til í útlöndum.

Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru með tengsl við vélhjólaklúbb, sem lögregla fullyrðir að tengist skipulagðri glæpastarfsemi, á fjórða tímanum í dag.

Hafa áhyggjur af ástandinu

Margir hafa fallið í dag í bardögum Sýrlenskra uppreisnarmanna og liðsmanna Hezbollah samtakanna í Líbanon.

Guðbergsstofa opnuð í dag

Guðbergsstofa verður formlega opnuð við hátíðlega athöfn í Grindavík klukkan fjögur í dag.

"Í þetta skipti gerði ég allt rangt"

"Ég svaf ekkert, stundum reyndi ég að hvíla mig. Ég reyndi að halda mér vakandi ef þyrlan skyldi fljúga framhjá,“ segir hin franska Jeanne Francois Maylis sem var týnd í yfir þrjátíu klukkustundir um helgina á Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hana rétt fyrir miðnætti á hálendinu á milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar.

Íslendingar færðu Grænlendingum hljóðfæri

Íbúar Kulusuk á Grænlandi tóku í gær á móti hljóðfærum sem Íslendingar höfðu safnað. Söfnuninni var hrundið að stað eftir að tónlistarhúsið í bænum brann til kaldra kola í eldsvoða og grandaði öllum hljóðfærum sem þar voru.

Efnahagsbatinn hefði verið fyrr á ferðinni

Steingrímur J. Sigfússon fyrrverandi formaður VG segir að efnahagsbati Íslands hefði verið mun fyrr á ferðinni ef tekist hefði að semja strax í Icesave málinu. Kostirnir við að semja strax hefðu jafnað kostnað þjóðarinnar af fyrsta samningnum.

Nóg um að vera á Sjómannadegi

Fjölbreytt dagskrá verður um allan bæ í tilefni Sjómannadagsins í dag. Hátíðarhöldin eru einstaklega vegleg í þetta sinn, þar sem einnig er haldið upp á 75 ára afmæli Sjómannadagsins í ár. Þá eru heil 100 ár síðan framkvæmdir hófust við höfnina í Reykjavík.

Nokkrir verið handteknir - hafa tengsl við vélhjólaklúbb

Nokkrir hafa verið handteknir vegna árásar sem gerð var á mann á sjötugsaldri á heimili hans í Grafarvogi í gær. Árásarmennirnir bundu manninn og héldu honum nauðugum á meðan þeir stálu skotvopnum af heimili hans. Mennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb.

Mótmæli í 48 borgum

Mótmæli gegn stjórnvöldum í Tyrklandi halda áfram að breiðast út og í gær var mótmælt í fjörutíu og átta borgum í landinu.

Bradley Manning fyrir dóm á morgun

Mótmæli hafa átt sér stað víða um heim til stuðnings Bradley Manning, en herréttarhöld í máli hans hefjast á morgun, þremur árum eftir að hann var handtekinn.

Forsetinn slapp með skrekkinn

Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinedjad slapp með skrekkinn í morgun þegar þyrla sem hann var í þurfti að nauðlenda í fjallahéraði í norðurhluta landsins.

Tekin á 150 kílómetra hraða

Stúlka sem er fædd árið 1994 var tekin á hundrað og fimmtíu kílómetra hraða rétt norðan við Akureyri klukkan hálf eitt í nótt.

Ráðist á gangandi vegfaranda

Sjö ökumenn voru teknir úr umferð í nótt fyrir ölvunarakstur og 2 fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna í höfuðborginni. Sex af þessum níu ökumönnum höfðu áður verið sviptir ökuréttindum.

"Við vanmátum skuldir heimilanna“

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, sagði á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í morgun að flokkurinn hefði vanmetið skuldir heimilanna í aðdraganda kosninganna. Þá hefði framganga flokksins í Icesave-málinu reynst honum erfið.

Auðvitað eru náttúruöflin sterk

Feðginin Ólafur Finnbogason og Þórdís Hafrún Ólafsdóttir tilheyra bæði hetjum hafsins þó að Ólafur sé hættur á sjó fyrir nokkru og farinn að bjástra við bústað lengst inni í landi. Hann var í kaupstaðarferð nýlega og heimsótti dóttur sína. Þar báru þau saman bækur sínar um sjómennskuna, sem heillaði þau bæði. Hann var skipstjóri. Hún er gæðastjóri.

Kominn í Borgarleikhúsið

Leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson hefur gengið frá fastráðningarsamningi við Borgarleikhúsið og fer með aðalhlutverk í sýningunni Furðulegt háttalag hunds um nótt á næsta leikári.

Lýst eftir Gunnari Guðnasyni

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Gunnari Guðnasyni 83 ára. Gunnar fór frá heimili sínu Grænumörk 2 á Selfossi rétt fyrir klukkan 13 í dag.

Aðalskipulagið fjallar um alla borgina

Nýtt aðalskipulag Reykjavíkurborgar fjallar um alla borgina þó umræðan snúist mikið um miðbæinn segir oddviti Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Hann segir deilur ekki þurfa að skapast á milli meirihluta og minnihluta um skipulagið enda hafi allir flokkar komið að því.

Íslendingur í Tyrklandi: "Andrúmsloftið er rafmagnað"

Óttast er að átök sem brutust út í Tyrklandi í gær eigi eftir að harðna og sumir telja jafnvel að arabíska vorið hafi nú teygt anga sína til landsins. Íslensk kona sem býr í Istanbúl segir mikla spennu í loftinu og að óvissa ríki um framhaldið.

Eldri manni haldið nauðugum á heimili sínu

Ráðist var inn á heimili eldri manns í Grafarvogi í dag og honum haldið þar nauðugum. Rannsókn málsins er á frumstigi en allt tiltækt lið lögreglu vann að lausn þess í dag.

GÆS opnaði með pompi og prakt

Í Tjarnabíó opnaði kaffihúsið GÆS með pompi og prakt í dag. Hugmyndin að kaffihúsinu varð til hjá nemanda í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun í Háskóla Íslands.

Með metamfetamín í nærbuxunum

Farþegi í bíl ökumanns, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði við umferðareftirlit í vikunni, framvísaði á lögreglustöðinni í Keflavík fíkniefnum, sem hann hafði falið í nærbuxum og endaþarmi.

Engar vísbendingar um ferðir konunnar

Um 130 björgunarsveitamenn frá flestum landshlutum eru nú við leit í Mjóafirði og verið er að kalla út meiri mannskap. Ekkert hefur spurst til frönsku konunnar sem saknað hefur verið frá því í gær.

Berbrjósta mótmæltu í beinni

Tveir berbrjósta aðgerðasinnar náðu að koma skilaboðum sínum á framfæri í gærkvöldi þegar úrslitin voru kynnt í þýsku útgáfunni af Next Top Model. Konurnar tvær hlupu inn á sviðið þegar tilkynnt var um sigurvegara.

Óvenjulegt innbrot á Monakó í nótt

"Það þarf töluvert hugmyndaflug til að brjótast inn á þennan hátt,“ segir Margeir Margeirsson, eigandi veitingarstaðarins Monakó á Laugavegi.

576 hestafla Vauxhall

Gæti einnig dúkkað upp í Bandaríkjunum undir nafninu Chevrolet SS.

Veikleikar í fjárlögum

Veikleikar eru í fjárlögum ársins 2013 að sögn Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Átök í Istanbúl

Mótmælendur og lögregla tókust á í Istanbúl í Tyrklandi í nótt, annan daginn í röð, eftir að mótmæli fóru úr böndunum í gær. Hátt í hundrað manns þurftu á aðhlynningu að halda eftir átökin og um sextíu manns eru í haldi lögreglu.

Þjóðfundur hinsegin fólks haldinn í dag

Samtökin 78 fagna 35 ára afmæli sínu um þessar mundir. Í tilefni þess verður haldinn fundur í Ráðhúsi Reykjavíkur sem nefnist Samtakamátturinn, þjóðfundur hinsegin fólks.

Sextíu prósent með of háan blóðþrýsting

Um síðustu helgi buðu Hjartaheill og SÍBS upp á ókeypis mælingar á blóðþrýstingi og fleiri gildum í SÍBS húsinu. Í tilkynningu segir að gríðarlegur fjöldi fólks hafi þekkst boðið og þegar mest var náði biðröðin út á götum.

Heita 100 Big Mac hamborgurum fyrir Ronald

Þýskur McDonald's staður ætlar að gefa þeim sem getur gefið upplýsingar um hver stal styttunni af Ronald McDonald á dögunum hundrað Big Mac hamborgara. Á flestum McDonald's stöðum í heiminum er stytta af Ronald og er vinsælt hjá viðskiptavinum að láta taka mynd af sér með fígúrunni.

Skelfilegar afleiðingar skýstróks

Skýstrókar gengu á ný yfir Oklahoma ríki í Bandaríkjunum í gær með þeim afleiðingum að minnsta kosti fimm manns létu lífið.

Söfnuðu 185 milljónum

Um 185 milljónir króna söfnuðust í söfnun Landsbjargar sem fram fór í gær.

Franska konan enn ófundin

Leit að konu sem saknað er í Heydal í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp hefur enn engan árangur borið.

Sjá næstu 50 fréttir