Innlent

Þyrlan fann frönsku konuna ómeidda

Franska konan, sem leitað hefur verið að í Mjóafirði síðan í gær er fundin.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hana á hálendinu milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar. Var hún köld og hrakin en ómeidd. Var hún tekin um borð í þyrluna sem nú flytur hana til Reykjavíkur.

Ekki er vitað á hvaða ferð hún var.

Verið er að senda leitarhópa björgunarsveitanna til síns heima og afturkalla þá sem voru á leið á staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×