Innlent

Guðbergsstofa opnuð í dag

Guðbergsstofa verður formlega opnuð við hátíðlega athöfn í Grindavík klukkan fjögur í dag.

Þar í bæ fer nú fram hátíðin Sjóarinn síkáti og er fjölmargt um að vera. Guðbergsstofa er Safn og sýning um Guðberg Bergsson rithöfund og heiðursborgara Grindavíkur.

Hann fæddist í Grindavík árið 1932 og ólst þar upp.

Á sýningunni er að finna allar bækur og verk sem gefin hafa verið út eftir Guðberg á Íslandi, sýnishorn af bókum og verkum Guðbergs sem þýdd hafa verið á erlend tungumál, sýnishorn af óútgefnum verkum skáldsins, verðlaunagripi og viðurkenningar svo fátt eitt sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×