Innlent

Veikleikar í fjárlögum

Veikleikar eru í fjárlögum ársins 2013 að sögn Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra.

Bjarni segir í samtali við Morgunblaðið að síðasta ríkisstjórn hafi tekið ákvarðanir sem leiða til aukinna útgjalda í ár og næstu ár. Þá hafi aðrir liðir í ríkisfjármálunum verið vanáætlaðir og útlit fyrir að tekjuáætlun gangi ekki eftir.

Fjármálaráðherra er að taka saman upplýsingar um stöðuna en hann kynnti fyrstu niðurstöður á fundi ríkisstjórnarinnar í gær. Bjarni segir að staða ríkissjóðs verði umtalsvert lakari en gert hafi verið ráð fyrir.

Hann segist ekki geta skýrt frá einstökum liðum á þessari stundu eða fráviki í heildina en reiknar með að gera það fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×