"Í þetta skipti gerði ég allt rangt" Boði Logason skrifar 2. júní 2013 15:36 „Ég svaf ekkert, stundum reyndi ég að hvíla mig. Ég reyndi að halda mér vakandi ef þyrlan skyldi fljúga framhjá,“ segir hin franska Jeanne Francois Maylis sem var týnd í yfir þrjátíu klukkustundir um helgina á Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hana rétt fyrir miðnætti á hálendinu á milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar. Maylis er nývöknuð þegar blaðamaður heyrði í henni hljóðið á þriðja tímanum í dag. „Ætli það sé ekki hluti af þessu núna að tala við þig?" segir hún glettin, þegar blaðamaður spyr hvort að hann megi ræða stuttlega við hana um raunir hennar á hálendinu síðustu sólarhringa. Hún var týnd yfir þrjátíu klukkustundir, vissi ekkert hvar hún var eða hvaða leið hún gæti farið til að snúa aftur á þann stað sem hún dvelur á, hjá ferðaþjónustufyrirtæki í Heydölum. „Ég er vanur fjallgöngumaður og fer alltaf mjög varlega, en í þetta skipti gerði ég allt rangt,“ segir hún. Hún hafi alls ekki ætlað í fjallgöngu, heldur einungis ætlað að ganga um svæðið, skyndilega hafi hún áttað sig á því að hún var rammvillt. „Ég hélt áfram að ganga en varð að stoppa til að fara úr skónum, því þeir voru fullir af snjó og ég gekk upp úr þeim. Ég hafði svo enga tilfinningu í fótunum og var orðin mjög bólgin - ég ákvað því að halda kyrru fyrir um stund og vefja treflinum utan um þá til að hlýja mér.“ Hún ákvað svo að ganga lengra eftir stutta hvíld en þá hafi hún séð til sjávar. Hún segist ekki hafa upplifað það sem svo að hún væri villt, hún hafi alltaf haft á tilfinningunni að bærinn væri í næsta nágrenni.Hvað fór í gegnum huga þinn? „Ég hugsaði um mikið, samt ekkert frábrugðið því sem maður hugsar um dagslega. Ég var að reyna halda mér rólegri og passa mig að „panikka“ ekki. Ég hugsaði mest um fjölskyldu mína og vini. Ég var ekki hugsa: Ætli þeir munu finna mig eða ekki? Kannski smávegis, af því ég var ein,“ segir hún.Varstu hrædd? „Nei ekkert sérstaklega, stundum þegar ég heyrði og sá þyrluna kannski 500 metrum frá mér og þeir snéru við því þeir sáu mig ekki. Ég vildi ekki elta þyrluna og taldi skynsamlegra að bíða eftir þeim,“ segir hún. „Ég er mjög þakklát að þeir hafi fundið mig, því ég var hrædd um að þeir hafi hafi haldið að ég hefði dottið í vatn eða á, og hafi hætt að leita. Það kom ekki upp í huga minn að það væru 200 manns að leita að mér. Á einum tímapunkti hugsaði ég: Afhverju eru þeir ekki með leitarhunda? En svo komst ég að því að þeir voru með hunda og fullt af fólki.“ „Vinir mínir hafa verið að hringja í mig í dag og fjölskyldan mín. Þau eru mjög ánægð að ég sé á heil á húfi því þau voru mjög hrædd um mig. Ég vil koma fram og þakka fyrir mig. Ég er mjög þakklát þyrluflugmönnunum og öllum björgunarsveitarmönnunum sem leituðu að mér. Fjölskylda mín er einnig mjög þakklát,“ segir hún. Maylis fannst á þessum slóðum á miðnætti.Mynd/Landhelgisgæslan Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
„Ég svaf ekkert, stundum reyndi ég að hvíla mig. Ég reyndi að halda mér vakandi ef þyrlan skyldi fljúga framhjá,“ segir hin franska Jeanne Francois Maylis sem var týnd í yfir þrjátíu klukkustundir um helgina á Vestfjörðum. Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hana rétt fyrir miðnætti á hálendinu á milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar. Maylis er nývöknuð þegar blaðamaður heyrði í henni hljóðið á þriðja tímanum í dag. „Ætli það sé ekki hluti af þessu núna að tala við þig?" segir hún glettin, þegar blaðamaður spyr hvort að hann megi ræða stuttlega við hana um raunir hennar á hálendinu síðustu sólarhringa. Hún var týnd yfir þrjátíu klukkustundir, vissi ekkert hvar hún var eða hvaða leið hún gæti farið til að snúa aftur á þann stað sem hún dvelur á, hjá ferðaþjónustufyrirtæki í Heydölum. „Ég er vanur fjallgöngumaður og fer alltaf mjög varlega, en í þetta skipti gerði ég allt rangt,“ segir hún. Hún hafi alls ekki ætlað í fjallgöngu, heldur einungis ætlað að ganga um svæðið, skyndilega hafi hún áttað sig á því að hún var rammvillt. „Ég hélt áfram að ganga en varð að stoppa til að fara úr skónum, því þeir voru fullir af snjó og ég gekk upp úr þeim. Ég hafði svo enga tilfinningu í fótunum og var orðin mjög bólgin - ég ákvað því að halda kyrru fyrir um stund og vefja treflinum utan um þá til að hlýja mér.“ Hún ákvað svo að ganga lengra eftir stutta hvíld en þá hafi hún séð til sjávar. Hún segist ekki hafa upplifað það sem svo að hún væri villt, hún hafi alltaf haft á tilfinningunni að bærinn væri í næsta nágrenni.Hvað fór í gegnum huga þinn? „Ég hugsaði um mikið, samt ekkert frábrugðið því sem maður hugsar um dagslega. Ég var að reyna halda mér rólegri og passa mig að „panikka“ ekki. Ég hugsaði mest um fjölskyldu mína og vini. Ég var ekki hugsa: Ætli þeir munu finna mig eða ekki? Kannski smávegis, af því ég var ein,“ segir hún.Varstu hrædd? „Nei ekkert sérstaklega, stundum þegar ég heyrði og sá þyrluna kannski 500 metrum frá mér og þeir snéru við því þeir sáu mig ekki. Ég vildi ekki elta þyrluna og taldi skynsamlegra að bíða eftir þeim,“ segir hún. „Ég er mjög þakklát að þeir hafi fundið mig, því ég var hrædd um að þeir hafi hafi haldið að ég hefði dottið í vatn eða á, og hafi hætt að leita. Það kom ekki upp í huga minn að það væru 200 manns að leita að mér. Á einum tímapunkti hugsaði ég: Afhverju eru þeir ekki með leitarhunda? En svo komst ég að því að þeir voru með hunda og fullt af fólki.“ „Vinir mínir hafa verið að hringja í mig í dag og fjölskyldan mín. Þau eru mjög ánægð að ég sé á heil á húfi því þau voru mjög hrædd um mig. Ég vil koma fram og þakka fyrir mig. Ég er mjög þakklát þyrluflugmönnunum og öllum björgunarsveitarmönnunum sem leituðu að mér. Fjölskylda mín er einnig mjög þakklát,“ segir hún. Maylis fannst á þessum slóðum á miðnætti.Mynd/Landhelgisgæslan
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira