"Þetta er ljótur heimur sem við lifum í" Hrund Þórsdóttir skrifar 2. júní 2013 18:30 Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald seinni partinn í dag, vegna árásar sem gerð var á eldri mann á heimili hans í Grafarvogi í gær. Maðurinn var bundinn og honum ógnað með hnífi og hann segist enn vera að ná áttum eftir atburðinn. „Þetta er ljótur heimur sem við lifum í," sagði maðurinn í samtali við fréttastofu í dag. Hann segir að árásarmennirnir hafi komið sér algjörlega í opna skjöldu og að fjölskyldan sé enn að átta sig á að þetta hafi gerst. Það var upp úr klukkan ellefu í gærmorgun sem tveir menn ruddust inn í íbúðina, bundu húsráðanda sem er maður á sjötugsaldri, á höndum og fótum, og ógnuðu honum með hnífi. Þeir stálu síðan miklu magni af skotvopnum sem maðurinn hafði löglega í sínum fórum. Mennirnir athöfnuðu sig í um hálfa klukkustund og héldu svo á brott. Þriðji maðurinn beið þeirra í bíl fyrir utan og þegar þeir keyrðu af vettvangi náðu vitni að sjá af hvaða tegund bílinn var. Eftir atburðinn gat húsráðandi gert vart við sig hjá nágranna og fengið hjálp. Hann segir að mennirnir hafi hulið andlit sín með húfum en telur sig ekki þekkja þá persónulega. Manninum var mjög brugðið og farið var með hann á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar, en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var gerð húsleit í húsi í Hlíðahverfinu í Hafnarfirði og þar fundust stolnu skotvopnin vandlega falin. Mennirnir tóku bæði skotfæri og átta skotvopn, riffla, haglabyssur og kindabyssu. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til. Árásarmennirnir hafa tengsl við vélhjólasamtök sem stunda skipulagða glæpastarfsemi en ekki er hægt að segja til um hvort málið tengist uppgjöri sem átt hefur sér stað í undirheimunum undanfarið. Tveir menn voru svo leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og úrskurðaðir í gæsluvaðhdl. Þeir eru báðir á þrítugsaldri og verða þeir í haldi til 10. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Málið er rannsakað sem rán og varðar brot af þessu tagi að lágmarki sex mánaða fangelsi en að hámarki tíu ára samkvæmt hegningarlögum. Tengdar fréttir Eldri manni haldið nauðugum á heimili sínu Ráðist var inn á heimili eldri manns í Grafarvogi í dag og honum haldið þar nauðugum. Rannsókn málsins er á frumstigi en allt tiltækt lið lögreglu vann að lausn þess í dag. 1. júní 2013 18:30 Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru með tengsl við vélhjólaklúbb, sem lögregla fullyrðir að tengist skipulagðri glæpastarfsemi, á fjórða tímanum í dag. 2. júní 2013 17:17 Nokkrir verið handteknir - hafa tengsl við vélhjólaklúbb Nokkrir hafa verið handteknir vegna árásar sem gerð var á mann á sjötugsaldri á heimili hans í Grafarvogi í gær. Árásarmennirnir bundu manninn og héldu honum nauðugum á meðan þeir stálu skotvopnum af heimili hans. Mennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb. 2. júní 2013 12:04 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald seinni partinn í dag, vegna árásar sem gerð var á eldri mann á heimili hans í Grafarvogi í gær. Maðurinn var bundinn og honum ógnað með hnífi og hann segist enn vera að ná áttum eftir atburðinn. „Þetta er ljótur heimur sem við lifum í," sagði maðurinn í samtali við fréttastofu í dag. Hann segir að árásarmennirnir hafi komið sér algjörlega í opna skjöldu og að fjölskyldan sé enn að átta sig á að þetta hafi gerst. Það var upp úr klukkan ellefu í gærmorgun sem tveir menn ruddust inn í íbúðina, bundu húsráðanda sem er maður á sjötugsaldri, á höndum og fótum, og ógnuðu honum með hnífi. Þeir stálu síðan miklu magni af skotvopnum sem maðurinn hafði löglega í sínum fórum. Mennirnir athöfnuðu sig í um hálfa klukkustund og héldu svo á brott. Þriðji maðurinn beið þeirra í bíl fyrir utan og þegar þeir keyrðu af vettvangi náðu vitni að sjá af hvaða tegund bílinn var. Eftir atburðinn gat húsráðandi gert vart við sig hjá nágranna og fengið hjálp. Hann segir að mennirnir hafi hulið andlit sín með húfum en telur sig ekki þekkja þá persónulega. Manninum var mjög brugðið og farið var með hann á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar, en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var gerð húsleit í húsi í Hlíðahverfinu í Hafnarfirði og þar fundust stolnu skotvopnin vandlega falin. Mennirnir tóku bæði skotfæri og átta skotvopn, riffla, haglabyssur og kindabyssu. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til. Árásarmennirnir hafa tengsl við vélhjólasamtök sem stunda skipulagða glæpastarfsemi en ekki er hægt að segja til um hvort málið tengist uppgjöri sem átt hefur sér stað í undirheimunum undanfarið. Tveir menn voru svo leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og úrskurðaðir í gæsluvaðhdl. Þeir eru báðir á þrítugsaldri og verða þeir í haldi til 10. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Málið er rannsakað sem rán og varðar brot af þessu tagi að lágmarki sex mánaða fangelsi en að hámarki tíu ára samkvæmt hegningarlögum.
Tengdar fréttir Eldri manni haldið nauðugum á heimili sínu Ráðist var inn á heimili eldri manns í Grafarvogi í dag og honum haldið þar nauðugum. Rannsókn málsins er á frumstigi en allt tiltækt lið lögreglu vann að lausn þess í dag. 1. júní 2013 18:30 Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru með tengsl við vélhjólaklúbb, sem lögregla fullyrðir að tengist skipulagðri glæpastarfsemi, á fjórða tímanum í dag. 2. júní 2013 17:17 Nokkrir verið handteknir - hafa tengsl við vélhjólaklúbb Nokkrir hafa verið handteknir vegna árásar sem gerð var á mann á sjötugsaldri á heimili hans í Grafarvogi í gær. Árásarmennirnir bundu manninn og héldu honum nauðugum á meðan þeir stálu skotvopnum af heimili hans. Mennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb. 2. júní 2013 12:04 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Eldri manni haldið nauðugum á heimili sínu Ráðist var inn á heimili eldri manns í Grafarvogi í dag og honum haldið þar nauðugum. Rannsókn málsins er á frumstigi en allt tiltækt lið lögreglu vann að lausn þess í dag. 1. júní 2013 18:30
Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru með tengsl við vélhjólaklúbb, sem lögregla fullyrðir að tengist skipulagðri glæpastarfsemi, á fjórða tímanum í dag. 2. júní 2013 17:17
Nokkrir verið handteknir - hafa tengsl við vélhjólaklúbb Nokkrir hafa verið handteknir vegna árásar sem gerð var á mann á sjötugsaldri á heimili hans í Grafarvogi í gær. Árásarmennirnir bundu manninn og héldu honum nauðugum á meðan þeir stálu skotvopnum af heimili hans. Mennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb. 2. júní 2013 12:04