"Þetta er ljótur heimur sem við lifum í" Hrund Þórsdóttir skrifar 2. júní 2013 18:30 Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald seinni partinn í dag, vegna árásar sem gerð var á eldri mann á heimili hans í Grafarvogi í gær. Maðurinn var bundinn og honum ógnað með hnífi og hann segist enn vera að ná áttum eftir atburðinn. „Þetta er ljótur heimur sem við lifum í," sagði maðurinn í samtali við fréttastofu í dag. Hann segir að árásarmennirnir hafi komið sér algjörlega í opna skjöldu og að fjölskyldan sé enn að átta sig á að þetta hafi gerst. Það var upp úr klukkan ellefu í gærmorgun sem tveir menn ruddust inn í íbúðina, bundu húsráðanda sem er maður á sjötugsaldri, á höndum og fótum, og ógnuðu honum með hnífi. Þeir stálu síðan miklu magni af skotvopnum sem maðurinn hafði löglega í sínum fórum. Mennirnir athöfnuðu sig í um hálfa klukkustund og héldu svo á brott. Þriðji maðurinn beið þeirra í bíl fyrir utan og þegar þeir keyrðu af vettvangi náðu vitni að sjá af hvaða tegund bílinn var. Eftir atburðinn gat húsráðandi gert vart við sig hjá nágranna og fengið hjálp. Hann segir að mennirnir hafi hulið andlit sín með húfum en telur sig ekki þekkja þá persónulega. Manninum var mjög brugðið og farið var með hann á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar, en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var gerð húsleit í húsi í Hlíðahverfinu í Hafnarfirði og þar fundust stolnu skotvopnin vandlega falin. Mennirnir tóku bæði skotfæri og átta skotvopn, riffla, haglabyssur og kindabyssu. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til. Árásarmennirnir hafa tengsl við vélhjólasamtök sem stunda skipulagða glæpastarfsemi en ekki er hægt að segja til um hvort málið tengist uppgjöri sem átt hefur sér stað í undirheimunum undanfarið. Tveir menn voru svo leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og úrskurðaðir í gæsluvaðhdl. Þeir eru báðir á þrítugsaldri og verða þeir í haldi til 10. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Málið er rannsakað sem rán og varðar brot af þessu tagi að lágmarki sex mánaða fangelsi en að hámarki tíu ára samkvæmt hegningarlögum. Tengdar fréttir Eldri manni haldið nauðugum á heimili sínu Ráðist var inn á heimili eldri manns í Grafarvogi í dag og honum haldið þar nauðugum. Rannsókn málsins er á frumstigi en allt tiltækt lið lögreglu vann að lausn þess í dag. 1. júní 2013 18:30 Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru með tengsl við vélhjólaklúbb, sem lögregla fullyrðir að tengist skipulagðri glæpastarfsemi, á fjórða tímanum í dag. 2. júní 2013 17:17 Nokkrir verið handteknir - hafa tengsl við vélhjólaklúbb Nokkrir hafa verið handteknir vegna árásar sem gerð var á mann á sjötugsaldri á heimili hans í Grafarvogi í gær. Árásarmennirnir bundu manninn og héldu honum nauðugum á meðan þeir stálu skotvopnum af heimili hans. Mennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb. 2. júní 2013 12:04 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Tveir menn voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald seinni partinn í dag, vegna árásar sem gerð var á eldri mann á heimili hans í Grafarvogi í gær. Maðurinn var bundinn og honum ógnað með hnífi og hann segist enn vera að ná áttum eftir atburðinn. „Þetta er ljótur heimur sem við lifum í," sagði maðurinn í samtali við fréttastofu í dag. Hann segir að árásarmennirnir hafi komið sér algjörlega í opna skjöldu og að fjölskyldan sé enn að átta sig á að þetta hafi gerst. Það var upp úr klukkan ellefu í gærmorgun sem tveir menn ruddust inn í íbúðina, bundu húsráðanda sem er maður á sjötugsaldri, á höndum og fótum, og ógnuðu honum með hnífi. Þeir stálu síðan miklu magni af skotvopnum sem maðurinn hafði löglega í sínum fórum. Mennirnir athöfnuðu sig í um hálfa klukkustund og héldu svo á brott. Þriðji maðurinn beið þeirra í bíl fyrir utan og þegar þeir keyrðu af vettvangi náðu vitni að sjá af hvaða tegund bílinn var. Eftir atburðinn gat húsráðandi gert vart við sig hjá nágranna og fengið hjálp. Hann segir að mennirnir hafi hulið andlit sín með húfum en telur sig ekki þekkja þá persónulega. Manninum var mjög brugðið og farið var með hann á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar, en meiðsli hans eru ekki alvarleg. Um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var gerð húsleit í húsi í Hlíðahverfinu í Hafnarfirði og þar fundust stolnu skotvopnin vandlega falin. Mennirnir tóku bæði skotfæri og átta skotvopn, riffla, haglabyssur og kindabyssu. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og var sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð til. Árásarmennirnir hafa tengsl við vélhjólasamtök sem stunda skipulagða glæpastarfsemi en ekki er hægt að segja til um hvort málið tengist uppgjöri sem átt hefur sér stað í undirheimunum undanfarið. Tveir menn voru svo leiddir fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og úrskurðaðir í gæsluvaðhdl. Þeir eru báðir á þrítugsaldri og verða þeir í haldi til 10. júní á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Málið er rannsakað sem rán og varðar brot af þessu tagi að lágmarki sex mánaða fangelsi en að hámarki tíu ára samkvæmt hegningarlögum.
Tengdar fréttir Eldri manni haldið nauðugum á heimili sínu Ráðist var inn á heimili eldri manns í Grafarvogi í dag og honum haldið þar nauðugum. Rannsókn málsins er á frumstigi en allt tiltækt lið lögreglu vann að lausn þess í dag. 1. júní 2013 18:30 Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru með tengsl við vélhjólaklúbb, sem lögregla fullyrðir að tengist skipulagðri glæpastarfsemi, á fjórða tímanum í dag. 2. júní 2013 17:17 Nokkrir verið handteknir - hafa tengsl við vélhjólaklúbb Nokkrir hafa verið handteknir vegna árásar sem gerð var á mann á sjötugsaldri á heimili hans í Grafarvogi í gær. Árásarmennirnir bundu manninn og héldu honum nauðugum á meðan þeir stálu skotvopnum af heimili hans. Mennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb. 2. júní 2013 12:04 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Eldri manni haldið nauðugum á heimili sínu Ráðist var inn á heimili eldri manns í Grafarvogi í dag og honum haldið þar nauðugum. Rannsókn málsins er á frumstigi en allt tiltækt lið lögreglu vann að lausn þess í dag. 1. júní 2013 18:30
Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru með tengsl við vélhjólaklúbb, sem lögregla fullyrðir að tengist skipulagðri glæpastarfsemi, á fjórða tímanum í dag. 2. júní 2013 17:17
Nokkrir verið handteknir - hafa tengsl við vélhjólaklúbb Nokkrir hafa verið handteknir vegna árásar sem gerð var á mann á sjötugsaldri á heimili hans í Grafarvogi í gær. Árásarmennirnir bundu manninn og héldu honum nauðugum á meðan þeir stálu skotvopnum af heimili hans. Mennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb. 2. júní 2013 12:04