Innlent

Flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar

Franska konan Jeanne Françoise Maylis , sem mikil leit var gerð að í Mjóafirði í gær og í fyrradag fannst rétt fyrir klukkan tólf í gærkvöldi.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann hana á hálendinu milli Skötufjarðar og Mjóafjarðar. Konan var blaut og hrakin en ómeidd og áhöfn þyrlunnar mat það svo að best væri að flytja hana á sjúkrahúsið á Ísafirði til skoðunar í stað þess að fljúga með hana til Reykjavíkur.

Ekki er vitað á hvaða ferð hún var. Um hundrað og fimmtíu manns tóku þátt í leitinni að konunni þegar mest var.


Tengdar fréttir

Engar vísbendingar um ferðir konunnar

Um 130 björgunarsveitamenn frá flestum landshlutum eru nú við leit í Mjóafirði og verið er að kalla út meiri mannskap. Ekkert hefur spurst til frönsku konunnar sem saknað hefur verið frá því í gær.

Franska konan enn ófundin

Leit að konu sem saknað er í Heydal í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp hefur enn engan árangur borið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×