Innlent

Tveir úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mynd/Stöð 2

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fram á gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru með tengsl við vélhjólaklúbb, sem lögregla fullyrðir að tengist skipulagðri glæpastarfsemi, á fjórða tímanum í dag.

Dómari féllst á beiðni lögreglunnar og úrskurðaði mennina í vikulangt gæsluvarðhald.

Mennirnir voru handteknir vegna árásar á manns á sjötugsaldri á heimili hans í gær. Árásarmennirnir héldu honum nauðugum á meðan þeir stálu skotvopnum af heimili hans.

Manninum var mjög brugðið eftir atburðinn og farið var með hann á slysadeild til skoðunar og aðhlynningar, en meiðsli hans eru ekki alvarleg.


Tengdar fréttir

Eldri manni haldið nauðugum á heimili sínu

Ráðist var inn á heimili eldri manns í Grafarvogi í dag og honum haldið þar nauðugum. Rannsókn málsins er á frumstigi en allt tiltækt lið lögreglu vann að lausn þess í dag.

Nokkrir verið handteknir - hafa tengsl við vélhjólaklúbb

Nokkrir hafa verið handteknir vegna árásar sem gerð var á mann á sjötugsaldri á heimili hans í Grafarvogi í gær. Árásarmennirnir bundu manninn og héldu honum nauðugum á meðan þeir stálu skotvopnum af heimili hans. Mennirnir hafa tengsl við vélhjólaklúbb.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×