Innlent

Ráðist á gangandi vegfaranda

Sjö ökumenn voru teknir úr umferð í nótt fyrir ölvunarakstur og 2 fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna í höfuðborginni. Sex af þessum níu ökumönnum höfðu áður verið sviptir ökuréttindum.

Á fjórða tímanum í nótt var karlmaður á þrítugsaldri handtekinn í miðborginni eftir að hann hafði ráðist á gangandi vegfaranda. Hann veittist síðan að lögreglumönnum þegar hann var handtekinn og gistir nú fangageymslu. Ekki eru upplýsingar um meiðsl þess sem ráðist var á en lögregla telur þó að þau séu minniháttar.

Klukkan hálfsex í morgun var gangandi vegfarandi síðan fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild eftir að hann varð fyrir bifreið í Lækjargötu.  Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir um líðan hans að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×