Íslendingur í Tyrklandi: "Andrúmsloftið er rafmagnað" Hrund Þórsdóttir skrifar 1. júní 2013 18:45 Óttast er að átök sem brutust út í Tyrklandi í gær eigi eftir að harðna og sumir telja jafnvel að arabíska vorið hafi nú teygt anga sína til landsins. Íslensk kona sem býr í Istanbúl segir mikla spennu í loftinu og að óvissa ríki um framhaldið. Um 20 manns særðust í átökum í Istanbúl í nótt og um 60 voru handteknir. Mótmæli héldu síðan áfram í morgun og óttast er að þau eigi eftir að harðna. Í fyrstu voru mótmælin friðsamleg og beindust gegn fyrirhuguðum framkvæmdum við Taksim torgið í Istanbúl, þar sem til stendur að höggva niður tré og reisa verslunarmiðstöð. Eftir að lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að dreifa mannfjöldanum hörðnuðu átökin og þykir mörgum sem yfirvöld hafi þannig skvett olíu á eld sem hafi kraumað undir. Vala Ósk Bergsveinsdóttir, enskukennari sem býr í Istanbúl, segir mótmælin nú snúast um annað og meira, sem átt hafi sér langan aðdraganda. „Fólk er reitt og orðið dálítið þreytt á hvernig ástandið er hérna. Tjáningarfrelsið er ekki eins og það ætti að vera,“ segir Vala. Mótmælendur hafa hvatt Tayyip Erdogan, forsætisráðherra, til að segja af sér en hann sakar þá um að nota málið sem afsökun til að skapa spennu. Vala segir að talið sé að um 40.000 manns hafi í morgun gengið yfir brú sem liggur frá asíska til evrópska hluta borgarinnar, til að mótmæla við aðaltorgið. „Andrúmsloftið er rafmagnað og maður veit ekkert hvað kemur til með að gerast næstu daga,“ segir Vala. Tyrkneskir fjölmiðlar hafa að mestu þagað um atburðina og segir Vala að flestir telji að yfirvöld hafa stýrt því. Hún segir yfirlýsingu yfirvalda um að ekki verði hlustað á mótmælendur, ekki koma á óvart. „Þeir byggja þetta á Íslam, eru íhaldssamir og það er tónninn sem þeir vilja gefa og þannig munu þeir eflaust halda áfram,“ segir Vala að lokum. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira
Óttast er að átök sem brutust út í Tyrklandi í gær eigi eftir að harðna og sumir telja jafnvel að arabíska vorið hafi nú teygt anga sína til landsins. Íslensk kona sem býr í Istanbúl segir mikla spennu í loftinu og að óvissa ríki um framhaldið. Um 20 manns særðust í átökum í Istanbúl í nótt og um 60 voru handteknir. Mótmæli héldu síðan áfram í morgun og óttast er að þau eigi eftir að harðna. Í fyrstu voru mótmælin friðsamleg og beindust gegn fyrirhuguðum framkvæmdum við Taksim torgið í Istanbúl, þar sem til stendur að höggva niður tré og reisa verslunarmiðstöð. Eftir að lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að dreifa mannfjöldanum hörðnuðu átökin og þykir mörgum sem yfirvöld hafi þannig skvett olíu á eld sem hafi kraumað undir. Vala Ósk Bergsveinsdóttir, enskukennari sem býr í Istanbúl, segir mótmælin nú snúast um annað og meira, sem átt hafi sér langan aðdraganda. „Fólk er reitt og orðið dálítið þreytt á hvernig ástandið er hérna. Tjáningarfrelsið er ekki eins og það ætti að vera,“ segir Vala. Mótmælendur hafa hvatt Tayyip Erdogan, forsætisráðherra, til að segja af sér en hann sakar þá um að nota málið sem afsökun til að skapa spennu. Vala segir að talið sé að um 40.000 manns hafi í morgun gengið yfir brú sem liggur frá asíska til evrópska hluta borgarinnar, til að mótmæla við aðaltorgið. „Andrúmsloftið er rafmagnað og maður veit ekkert hvað kemur til með að gerast næstu daga,“ segir Vala. Tyrkneskir fjölmiðlar hafa að mestu þagað um atburðina og segir Vala að flestir telji að yfirvöld hafa stýrt því. Hún segir yfirlýsingu yfirvalda um að ekki verði hlustað á mótmælendur, ekki koma á óvart. „Þeir byggja þetta á Íslam, eru íhaldssamir og það er tónninn sem þeir vilja gefa og þannig munu þeir eflaust halda áfram,“ segir Vala að lokum.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Sjá meira