Íslendingur í Tyrklandi: "Andrúmsloftið er rafmagnað" Hrund Þórsdóttir skrifar 1. júní 2013 18:45 Óttast er að átök sem brutust út í Tyrklandi í gær eigi eftir að harðna og sumir telja jafnvel að arabíska vorið hafi nú teygt anga sína til landsins. Íslensk kona sem býr í Istanbúl segir mikla spennu í loftinu og að óvissa ríki um framhaldið. Um 20 manns særðust í átökum í Istanbúl í nótt og um 60 voru handteknir. Mótmæli héldu síðan áfram í morgun og óttast er að þau eigi eftir að harðna. Í fyrstu voru mótmælin friðsamleg og beindust gegn fyrirhuguðum framkvæmdum við Taksim torgið í Istanbúl, þar sem til stendur að höggva niður tré og reisa verslunarmiðstöð. Eftir að lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að dreifa mannfjöldanum hörðnuðu átökin og þykir mörgum sem yfirvöld hafi þannig skvett olíu á eld sem hafi kraumað undir. Vala Ósk Bergsveinsdóttir, enskukennari sem býr í Istanbúl, segir mótmælin nú snúast um annað og meira, sem átt hafi sér langan aðdraganda. „Fólk er reitt og orðið dálítið þreytt á hvernig ástandið er hérna. Tjáningarfrelsið er ekki eins og það ætti að vera,“ segir Vala. Mótmælendur hafa hvatt Tayyip Erdogan, forsætisráðherra, til að segja af sér en hann sakar þá um að nota málið sem afsökun til að skapa spennu. Vala segir að talið sé að um 40.000 manns hafi í morgun gengið yfir brú sem liggur frá asíska til evrópska hluta borgarinnar, til að mótmæla við aðaltorgið. „Andrúmsloftið er rafmagnað og maður veit ekkert hvað kemur til með að gerast næstu daga,“ segir Vala. Tyrkneskir fjölmiðlar hafa að mestu þagað um atburðina og segir Vala að flestir telji að yfirvöld hafa stýrt því. Hún segir yfirlýsingu yfirvalda um að ekki verði hlustað á mótmælendur, ekki koma á óvart. „Þeir byggja þetta á Íslam, eru íhaldssamir og það er tónninn sem þeir vilja gefa og þannig munu þeir eflaust halda áfram,“ segir Vala að lokum. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Óttast er að átök sem brutust út í Tyrklandi í gær eigi eftir að harðna og sumir telja jafnvel að arabíska vorið hafi nú teygt anga sína til landsins. Íslensk kona sem býr í Istanbúl segir mikla spennu í loftinu og að óvissa ríki um framhaldið. Um 20 manns særðust í átökum í Istanbúl í nótt og um 60 voru handteknir. Mótmæli héldu síðan áfram í morgun og óttast er að þau eigi eftir að harðna. Í fyrstu voru mótmælin friðsamleg og beindust gegn fyrirhuguðum framkvæmdum við Taksim torgið í Istanbúl, þar sem til stendur að höggva niður tré og reisa verslunarmiðstöð. Eftir að lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að dreifa mannfjöldanum hörðnuðu átökin og þykir mörgum sem yfirvöld hafi þannig skvett olíu á eld sem hafi kraumað undir. Vala Ósk Bergsveinsdóttir, enskukennari sem býr í Istanbúl, segir mótmælin nú snúast um annað og meira, sem átt hafi sér langan aðdraganda. „Fólk er reitt og orðið dálítið þreytt á hvernig ástandið er hérna. Tjáningarfrelsið er ekki eins og það ætti að vera,“ segir Vala. Mótmælendur hafa hvatt Tayyip Erdogan, forsætisráðherra, til að segja af sér en hann sakar þá um að nota málið sem afsökun til að skapa spennu. Vala segir að talið sé að um 40.000 manns hafi í morgun gengið yfir brú sem liggur frá asíska til evrópska hluta borgarinnar, til að mótmæla við aðaltorgið. „Andrúmsloftið er rafmagnað og maður veit ekkert hvað kemur til með að gerast næstu daga,“ segir Vala. Tyrkneskir fjölmiðlar hafa að mestu þagað um atburðina og segir Vala að flestir telji að yfirvöld hafa stýrt því. Hún segir yfirlýsingu yfirvalda um að ekki verði hlustað á mótmælendur, ekki koma á óvart. „Þeir byggja þetta á Íslam, eru íhaldssamir og það er tónninn sem þeir vilja gefa og þannig munu þeir eflaust halda áfram,“ segir Vala að lokum.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira