Fleiri fréttir

Steingímur og Jóhanna eru "grumpy old men“

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki vera bjartsýni hjá forsætisráðherra að hafa talað 18 sinnum um Sjálfstæðisflokkinn og einu sinni um skuldavanda heimilanna, í nýársávarpi sínu.

Klifraði upp á þak og neitaði að koma niður

Karlmaður klifraði upp á þak á íbúðarhúsi á Ísafirði á miðnætti og neitaði hann að koma niður. Fréttavefurinn Vestur.is greinir frá þessu en þar segir að eftir að reynt hafi verið að sannfæra hann um að koma niður en án árangurs hafi verið ákveðið að kalla til lögreglu og slökkviliðs. Eftir stutt spjall féllst maðurinn loksins á að koma niður með aðstoð körfubíls. Ekki er vitað hvað manninum gekk til.

Flugvél tískukóngs gufaði upp

Árangurslaus leit hefur staðið yfir að lítilli flugvél sem hvarf af ratsjám við strönd Venesúela á föstudag. Um borð voru tveir flugmenn, og fjórir Ítalir, þar á meðal Vittorio Missoni, einn eiganda Missoni tískuhússins og eiginkona hans.

Pabbinn vill opinbera nafnið

Faðir indversku konunnar sem lést eftir hrottalega hópnauðgun vill að nafn konunnar verði gert opinbert. Hann telur að með því geti hún orðið öðrum fórnarlömbum kynferðisbrota hvatning.

Braust inn í Borgó en stal engu

Rúmlega tvítugur karlmaður var handtekinn á hlaupum í nágrenni við Borgarholtsskóla í Grafarvogi um þrjúleytið í nótt en sá er grunaður um að hafa brotist inn í skólann. Maðurinn er ekki talinn hafa stolið neinu en hann var í annarlegu ástandi og fundust á honum fíkniefni við leit. Hann gistir nú fangageymslur lögreglu og verður látinn svara fyrir gjörðir sínar þegar víman rennur af honum.

Ítalir fórust í snjóflóði

Tveir ítalskir skíðamenn fundust í morgun látnir eftir að snjóflóð féll í ítölsku Ölpunum á sama stað og sex Rússar fórust í gærmorgun þegar snjóbíll þeirra hrapaði í brattri fjallshlíð í Val di Fiemme niður 100 metra og ofan í gjá. Skíðamennirnir voru að vinna við lögregluþjálfun í Ölpunum.

Dagbókin kom upp um sprengjumann

Sautján ára drengur í Alabama fylki í Bandaríkjunum hefur verið handtekinn vegna gruns um að hann hafi ætlað að koma fyrir sprengju í skólanum sínum.

Besti staðurinn til að vera á

Hin nepalska Priyanka Thapa fékk tímabundið dvalarleyfi hér á landi á síðasta ári af mannúðarástæðum. Nú lærir hún lyfjafræði við HÍ og brillerar á prófum, auk þess að sinna fötluðum samnemanda sínum sem einnig gengur vel í náminu.

Segir olíuskatta ýta undir að frekar verði borað Noregsmegin

Olíuleitarstjóri Valiant telur íslenska olíuskatta fæla olíufélög frá Drekasvæðinu og geti valdið því að frekar verði borað Noregsmegin. Atvinnuvegaráðherra telur enga ástæðu til að lækka skattana. Sem leitarstjóri Valiant er Norðmaðurinn Terje Hagevang í lykilstöðu þegar ákveðið er hvar og hvenær er borað og hann segir freistandi að byrja frekar Noregsmegin á Jan Mayen-svæðinu.

Tjónabílar þekja heilan flugvöll

Tjón af völdum náttúruhamfara eru oft á tíðum lengi fyrir augum þolendanna. Flestir bílar sem urðu illa fyrir barðinu á fellibylnum Sandy eru þó farnir af götunum og bílasölunum. En hvar skildu þeir þá vera? Fjöldi þeirra var svo mikill að ekki dugar minna en heilu flugvellirnir, sem eru ekki í notkun fyrir vikið. Alls er talið að 230.000 bílar hafi skemmst í fellibylnum ógurlega og 15.000 þeirra eru til að mynda geymdir á þessum flugvelli í New York fylki. Þar bíða þeir eftir því að tryggingafyrirtæki ráði úr tjónamálum sínum og búast má við því að margir af þessum bílum birtist síðan á bílasölum sem selja notaða bíla. Þar verða þeir að vera sérmerktir sem flóðabílar og verð þeirra mun væntanlega endurspegla það. Margir vilja þó meina að slíkir bílar eigi allir að fara í endurvinnslu og að þeir séu í raun tifandi tímasprengjur með ónýtt rafkerfi.

Facebook og Twitter tromp Íslands

Áhugi útlendinga á Íslandi hefur aukist mikið í vetur að mati verkefnastjóra Íslandsstofu og greina má aukninguna vel á samfélagsmiðlum, sem eru að hans mati tromp Íslands í markaðssetningu erlendis.

Sjö ára piltur fótbrotnaði við Smáratorg

Sjö ára piltur fótbrotnaði í umferðarslysi sem varð við verslun við Smáratorg í Kópavogi rétt fyrir klukkan fjögur í dag. Pilturinn var kominn á slysadeild þegar lögreglu var tilkynnt um óhappið. Þá var lögreglan kölluð í laugardalinn klukkan þrjú í dag vegna íþróttaslyss. Tilkynnt var um innbrot í bifreið í Kópavogi og í verslun í Reykjavík í dag.

Veist þú hver á þennan hund?

Þessi hvolpur var að þvælast um í Nónvörðunni í Keflavík í dag og rataði ekki heim til sín. Hann bíður þess nú á lögreglustöðinni við Hringbraut að eigandinn komi að sækja sig sem verður vonandi fljótlega því annars fer hvolpurinn á hundahótel með tilheyrandi kostnaði fyrir eigandann. Frá þessu er greint á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Blóð úr konunni fannst á fötum hrottanna

DNA-sýni sem fundust á fötum indversku mannanna fimm, sem eru í haldi lögreglu grunaðir um hrottafengna nauðgun og morð um borð í strætisvagni í síðasta mánuði, tengja þá við verknaðinn.

Fimm fórust þegar einkaþota hrapaði

Fimm fórust þegar einkaþota hrapaði til jarðar í grennd við borgina Grenoble í suðausturhluta Frakklands í morgun. Vélin hrapaði stuttu eftir flugtak. Ekki er vitað hvað olli slysinu og er það nú í rannsókn. Vélin var skráð í Marokkó og var á leiðinni þangað.

Mini fer heljarstökk

Bílaframleiðendur eru sífellt frumlegri að ná athygli fólks að nýjum bílum sínum. Mini er þar engin endurtekning með nýjan Countryman bíl sinn og teflir svo djarft að gera “backflip”, eða undirheljarstökk á bílnum á gámasvæði. Meðfylgjandi myndskeið sýnir stökkið, en bara hluta þess, þar sem áhugasamir verða að bíða eftir öðru myndbandi til að finna út úr því hvort lendingin hafi tekist. Allt er þetta hluti af því að búa til spennu kringum þennan bíl. Nokkrir Mini Clubman bílar munu taka þátt í París-Dakar rallinu sem hefst eftir nokkra daga. Einn af ökumönnunum þar, Guerlain Chicherit frá Frakklandi, er einmitt við stýrið á bílnum í myndskeiðinu.

Vilborg svöng á pólnum - 220 kílómetrar til stefnu

Íslenski Suðurpólsfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir leggur nú til atlögu við síðustu kílómetrana að lokatakmarki sínu. Hún er nú komin yfir á 88.breiddargráðu og á eftir að ganga um 220 km til að ná á pólinn.

Hundruð yfirgefa heimili sín

Hundruð manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda sem nú geysa á eynni Tasmaníu í Ástralíu.

Mikil eftirspurn eftir skotheldum skólatöskum

Kólumbískt fyrirtæki sem framleitt hefur og þróað skotheld vesti um árabil hefur nú hafið framleiðslu á slíkum öryggisbúnaði í barnastærðum. Stjórnendur segjast vera að svara ákalli foreldra í kjölfar fjöldamorðsins í Sandy Hook í Bandaríkjunum í desember síðastliðnum.

Mars sem græn og lífvænleg pláneta

Um árabil hafa vísindamenn getið sér til um líf á Mars. Vitað er að vatn, sem er forsenda lífs eins og við þekkjum það, var eitt sinn til staðar á plánetunni. Það er hins vegar ekki fyrr en nú sem við fáum að kynnast rauðu plánetunni eins og hún var þegar auðnir hennar voru grænar og gróskumiklar.

Fiat eykur enn hlut sinn í Chrysler

Enn frekari hlutafjáraukning Fiat í Chrysler hefur verið samþykkt. Eign Fiat eykst um 3,3% og á Fiat eftir hana 65% hlut í Chrysler. Fyrir þennan 3,3% hlut greiðir Fiat 25,5 milljarð króna. Aðeins eru liðin tvö og hálft ár síðan Fiat eignaðist 20% í Chrysler en þá var bandaríski bílasmiðurinn kominn á hnén og gjaldþrot blasti við. Fiat eignaðist þennan hlut með því skilyrði að fyrirtækið útvegaði sparneytnar vélar í Chrysler bíla, efldi sölu Chrysler bíla utan heimalandsins og kæmi að smíði nýs Chrysler bíls sem ekki eyddi meira eldsneyti en 6 lítrum á hundraðið. Allt þetta uppfyllti Fiat og hefur í kjölfarið aukið stórlega við hlut sinn. Óvíst er þó hvort Fiat muni auka af sama krafti við hlut sinn í Chrysler á næstunni . Ástæða þess er ástandið í Erópu og dræm sala á Fiat bílum í álfunni, sem eðlilega hefur mikil áhrif á fjárhagsstöðu Fiat. Líklegt er að hægjast muni á “samrunaferlinu”, eins og Sergio Marchionne forstjóri Fiat orðar yfirtöku fyrirtækisins á Chrysler. Engu að síður er búist við því að Fiat eignist Chrysler að fullu innan nokkurra ára.

Ætla að grafa upp 36 Spitfire orrustuflugvélar í Burma

Hópur sérfræðinga er nú á leið til Burma en ferð þeirra þangað er lokahnykkurinn í 17 ára langri leit að 36 Spitfire Mark XIV orrustuflugvélum sem grafnar voru í jörðu þar í landi skömmu eftir að seinni heimstyrjöldinni lauk.

Stefnir í óefni með stjórnskipun landsins

Það stefnir í óefni með sjálfa stjórnskipun landsins vegna meðferðar ríkistjórnarinnar á stjórnarskrármálinu og því var það rétt af forsetanum að taka á málinu á ríkissráðsfundi. Þetta segir Þorsteinn Pálsson fyrrverandi ráðherra.

Flugdólgurinn í New York: Farþegar neituðu að bera vitni

Fréttir af íslenskum flugdólg sem var yfirbugaður og bundinn niður um borð í flugvél Icelandair í fyrradag eru meðal þeirra mest lesnu í mörgum erlendum fjölmiðlum. Talið er að maðurinn hafi ekki verið kærður þar sem farþegar neituðu að gefa skýrslu um ógnandi tilburði hans.

Sex ára börn borða of lítið af grænmeti, ávöxtum og fisk

Mikilvægt er að leita leiða til að bæta mataræði íslenskra barna samkvæmt landskönnun en sex ára börn hér á landi borða of lítið af grænmeti, ávöxtum, fisk og lýsi miðað við ráðlagðan dagskammt. Þá er dagleg fæða barnanna of næringarlítil.

Reiðhjól sem týndist fyrir 50 árum fannst í miðju tré

Nær hundrað ára gömul kona í Washington ríki hefur fundið reiðhjól sonar síns yfir 50 árum eftir að það týndist. Hjólið fannst inn í miðju stóru tré og hefur tréið greinilega gróið í kringum það í gegnum árin enda er hjólið nú í nokkurra metra hæð frá jörðu.

Hekla seldi fjórða hvern bíl

Við áramót er forvitnilegt að skoða hvaða nýju bílar höfðuðu mest til Íslendinga og hvaða breytingar hafa helst orðið milli ára. Söluhæsta einstaka bílamerkið var sem fyrr Toyota með 1.329 bíla. Í öðru sæti er hástökkvari ársins, Volkswagen með 1.065 bíla selda og í því þriðja er Kia með 752 bíla. Ef skoðuð er sala eftir umboðum er Hekla langsöluhæst með 2.007 bíla, Toyota og Lexus með 1.356 og BL með 1.299. Árið 2011 var Hekla með 1.170 bíla selda, Toyota og Lexus með 778 og BL með 890 bíla. Hekla heldur því fyrsta sætinu annað árið í röð en Toyota nær öðru sætinu af BL. Mestur hlutfallslegur vöxtur í sölu milli ára var hjá Öskju, sem selur Kia- og Mercedes bíla og nam hann 102%. Salan jókst um 94% hjá Brimborg, 74% hjá Toyota, 72% hjá Heklu og 65% hjá Bernhard. Mestur vöxtur hinsvegar í bílum talið milli áranna 2012 og 2011 var hjá Heklu sem seldi 837 bílum meira. Næst mesta aukningin í bílum talið var 578 hjá Toyota, þá 448 hjá Öskju, 418 hjá Brimborg og 409 bílar hjá BL. Hæstu markaðshlutdeild á Íslandi árið 2012 hafði Hekla með 25,5% hlut, sem óx frá árinu 2011 um 2%. Því seldi Hekla ríflega fjórða hvern nýjan bíl sem keyptur var á liðnu ári. Næstmesta hlutdeild hefur Toyota, eða 17,2% og óx hún um 1,6% milli ára. Í þriðja sæti er BL með 16,5% hlutdeild sem fellur um 1,4% milli ára. Í fjórða sæti er Askja með 11,3% og óx hún um 2,5% frá 2011. Mikill umsnúningur hefur orðið á hlut Heklu á markaði fyrir nýja bíla, en árið 2009 hafði Hekla aðeins 7,3% markaðarins. Það stórjókst strax árið 2010 í 19,8%, í 23,4% árið 2011 og 25,5% í fyrra. En hvað er það sem helst skýrir sterka stöðu Heklu nú og fjórðungshlutdeild? Að sögn Friðberts Friðbertssonar forstjóra Heklu eru skýringarnar nokkrar. Hekla búi að mjög sterkum bílamerkjum, svo sem Volkswagen, Skoda og Audi sem eigi mikilli velgengni að fagna nú. Hekla hafi átt bíla til þegar eftirspurn fór að aukast, en það hafi reyndar ekki átt við fyrst á árinu. “Við seldum mikið af bílum til bílaleiga og tilboð með sérútbúnum bílum hafi fallið viðskiptavinum vel, ekki síst á Skoda bílum”, nefndi Friðbert að auki. “Verð á bílum okkar er hagstætt , markaðsstarf gengur vel, starfsfólk okkar öflugt og þegar allt þetta kemur saman má líklega skýra sterka stöðu fyrirtækisins á markaði”, sagði Friðbert.

Grátbað hrottana um að hætta

Vinur indversku konunnar sem lést eftir hrottalega hópnauðgun um síðustu helgi hefur nú í fyrsta sinn talað opinberlega um árásina.

Skíðasvæðin opin í dag

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið í dag frá tíu til fjögur en þar var logn og tveggja stiga hiti í morgun. Í Oddskarði er einnig opið en þar er búist við úrkomu fyrri hluta dags en flestar leiðir troðnar. Þá er skíðasvæðið í Stafdal á Seyðisfirði opið í dag og þar er gott færi, logn og fjögurra gráðu hiti.

Aftur heitt vatn í Þorlákshöfn og Ölfusi

Búið er að koma dælubúnaði í hitaveitunni í Þorlákshöfn og Ölfusi af stað að nýju og vatn ætti að vera komið á innan stundar, samkvæmt upplýsingum frá OR. Starfsfólk Orkuveitunnar biður íbúa velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Eldur laus í fatahreinsun í nótt

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að fatahreinsun við Smiðjuveg í nótt. Þar hafði veruð tilkynnt um að mikinn reyk legði frá húsnæðinu.

Dacia er mjólkurkú Renault

Engum hjá Renault datt í hug að Dacia yrði að gróðavænlegasta hluta Renault þegar franski bílaframleiðandinn keypti hið rúmenska Dacia árið 1999. Þá var aðeins einn bíll í framleiðslu hjá Dacia, Logan fólksbíllinn. Nú eru hinsvegar 5 bílar í framleiðslu hjá Dacia, meðal annars Dacia Duster jepplingurinn sem til sölu er hjá BL hérlendis. Þessar 5 bílgerðir eru til sölu í 36 löndum og seljast vel, enda ódýrir bílar sem hitta markaðinn vel fyrir nú á erfiðleikatímum í Evrópu. Velta Dacia nemur nú um 17% af heildarveltu Renault í vesturhluta Evrópu. Forstjóri Renault lét hafa eftir sér að Dacia væri nú helsta mjólkurkú fyrirtækisins, enda er hagnaðurinn af hverjum seldum Dacia bíl 9% á meðan hann er 0,4% af Renault bílum. Til stendur að fjölga bílgerðum Dacia, en Dacia bílar eru að stórum hluta byggðir með sömu íhlutum og eru í Renault bílum.

Hugo Chavez berst við lungnasýkingu

Sýking í lunga eftir skurðaðgerð á Kúbu ógnar bata Hugo Chavez, forseta Venesúela. Sýkingin kom upp eftir fjórðu skurðaðgerðina sem gerð var á Chavez á Kúbu vegna krabbameins sem hann berst við. Sverja á hann í embætti á ný eftir viku.

Drekaleyfin tvö talin marka skýr kaflaskil

Orkustofnun gaf í gær út tvö leyfi til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu við Jan Mayen. Þetta eru fyrstu leyfin af þessari gerð og marka tímamót að mati atvinnuvegaráðherra. Norsk stjórnvöld taka þátt í verkefnunum.

Taka lyf í vanlíðan og enda á spítala

Rúmlega 80% barna sem enda á sjúkrahúsi vegna eitrana hafa gleypt lyf í mikilli vanlíðan. LSH tók á móti 400 börnum á aldrinum 0 til 18 ára á sex ára tímabili vegna eitrunar. Drengir eru stærri hluti af yngri hópnum en stúlkur í þeim eldri.

Ræddu endurskoðaðan kjarasamning

Aðilar vinnumarkaðarins funduðu í gær um endurskoðun kjarasamninga. Gildandi samningar kveða á um 3,25% hækkun í febrúar en forsendur hafa brostið.

Sjá næstu 50 fréttir