Flugdólgurinn í New York: Farþegar neituðu að bera vitni 5. janúar 2013 12:11 Nefnir New York Times til dæmis að farþegar hafi verið kærðir fyrir minni sakir svo sem að lakka á sér neglurnar eða neita að slökkva á farsíma sínum. Fréttir af íslenskum flugdólg sem var yfirbugaður og bundinn niður um borð í flugvél Icelandair í fyrradag eru meðal þeirra mest lesnu í mörgum erlendum fjölmiðlum. Talið er að maðurinn hafi ekki verið kærður þar sem farþegar neituðu að gefa skýrslu um ógnandi tilburði hans. Mynd af íslenskum manni sem farþegar og áhöfn um borð í flugvél Icelandair til New York á fimmtudag yfirbuguðu og tjóðruðu við sæti sitt með plast böndum og límbandi á fimmtudagskvöld hefur vakið heimsathygli en myndin sem tekin var af farþega í sömu sætaröð og maðurinn hefur verið birt ásamt frásögn farþega í mörgum stærstu fjölmiðlum heims á borð við CNN, Fox News og NBC. Eins og við sögðum frá í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var maðurinn mjög ölvaður og áreitti farþega í kringum sig með hótunum og ólátum. Þegar hann síðan tók sessunaut sinn kverkataki stukku farþegar í sætunum í kring á fætur og yfirbuguðu maninn auk þess sem áhöfn flugvélarinnar kom með plastbönd og límband til þess að binda manninn niður í sæti sitt og líma fyrir munninn á honum þar sem hann hrópaði sífellt að flugvélin myndi brotlenda og hrækti á fólkið í kringum sig. Bandarískir fjölmiðlar velta fyrir sér af hverju maðurinn var ekki handtekinn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á JFK flugvelli í New York var honum sleppt úr varðhaldi og sendur á spítala vegna áfengiseitrunar. Nefnir New York Times til dæmis að farþegar hafi verið kærðir fyrir minni sakir svo sem að lakka á sér neglurnar eða neita að slökkva á farsíma sínum. New York Post heldur því hins vegar fram að farþegar sem sátu hjá manninum hafi neitað að gefa yfirvöldum á flugvellinum skýrslu og því hafi ekki verið hægt að kæra hann. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í gær að hefð væri fyrir því að farþegar sem láta svona um borð í flugvélum félagsins séu kærðir en hins vegar hafi ekki verið tekin ákvörðun um slíkt í þessu tilfelli. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Fréttir af íslenskum flugdólg sem var yfirbugaður og bundinn niður um borð í flugvél Icelandair í fyrradag eru meðal þeirra mest lesnu í mörgum erlendum fjölmiðlum. Talið er að maðurinn hafi ekki verið kærður þar sem farþegar neituðu að gefa skýrslu um ógnandi tilburði hans. Mynd af íslenskum manni sem farþegar og áhöfn um borð í flugvél Icelandair til New York á fimmtudag yfirbuguðu og tjóðruðu við sæti sitt með plast böndum og límbandi á fimmtudagskvöld hefur vakið heimsathygli en myndin sem tekin var af farþega í sömu sætaröð og maðurinn hefur verið birt ásamt frásögn farþega í mörgum stærstu fjölmiðlum heims á borð við CNN, Fox News og NBC. Eins og við sögðum frá í fréttum Stöðvar tvö í gærkvöldi var maðurinn mjög ölvaður og áreitti farþega í kringum sig með hótunum og ólátum. Þegar hann síðan tók sessunaut sinn kverkataki stukku farþegar í sætunum í kring á fætur og yfirbuguðu maninn auk þess sem áhöfn flugvélarinnar kom með plastbönd og límband til þess að binda manninn niður í sæti sitt og líma fyrir munninn á honum þar sem hann hrópaði sífellt að flugvélin myndi brotlenda og hrækti á fólkið í kringum sig. Bandarískir fjölmiðlar velta fyrir sér af hverju maðurinn var ekki handtekinn en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á JFK flugvelli í New York var honum sleppt úr varðhaldi og sendur á spítala vegna áfengiseitrunar. Nefnir New York Times til dæmis að farþegar hafi verið kærðir fyrir minni sakir svo sem að lakka á sér neglurnar eða neita að slökkva á farsíma sínum. New York Post heldur því hins vegar fram að farþegar sem sátu hjá manninum hafi neitað að gefa yfirvöldum á flugvellinum skýrslu og því hafi ekki verið hægt að kæra hann. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair sagði í samtali við fréttastofu í gær að hefð væri fyrir því að farþegar sem láta svona um borð í flugvélum félagsins séu kærðir en hins vegar hafi ekki verið tekin ákvörðun um slíkt í þessu tilfelli.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira