Ræddu endurskoðaðan kjarasamning Magnús L. skrifar 5. janúar 2013 08:00 Fulltrúar aðila vinnumarkaðarins funduðu á skrifstofu ASÍ í Guðrúnartúni í gær.Fréttablaðið/Pjetur Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) hófu í gær viðræður um endurskoðun gildandi kjarasamninga. Fulltrúar aðila vinnumarkaðarins funduðu í höfuðstöðvum ASÍ í Guðrúnartúni í gærmorgun en ASÍ hefur sett fram kröfu um hærri launahækkanir en gert er ráð fyrir í samningunum. Samkvæmt kjarasamningum munu laun á vinnumarkaði hækka um 3,25% um næstu mánaðamót. Aðilar vinnumarkaðarins hafa hins vegar hvorir um sig rétt á því að krefjast endurskoðunar á samningnum en ákvörðun um slíkt þarf að liggja fyrir í síðasta lagi 21. janúar næstkomandi. „Við vorum einfaldlega að ræða þá stöðu sem upp er komin. Forsendur kjarasamningsins hafa ekki allar haldið,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri ASÍ, og bætir við: „Þessi forsendubrestur bitnar á báðum og við erum nú að ræða hvernig sé best að bregðast við.“ Vilhjálmur segir að SA muni ekki hafa frumkvæði að því að opna kjarasamninginn en telji jafnframt að fremur væri rétt að lækka umsamdar launahækkanir en að hækka þær. „Við teljum að það sé best til lengri tíma að vinna bug á verðbólgunni og þú gerir það ekki með því að búa til meiri verðbólgu,“ segir Vilhjálmur. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir liggja fyrir að ASÍ hafi sett fram kröfu um hærri launahækkanir þar sem verðbólga hafi reynst hærri en forsendur kjarasamningsins gerðu ráð fyrir. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hvað fór fram á fundinum í gær fyrr en að loknum formannafundi ASÍ á mánudag. Núgildandi kjarasamningur var undirritaður í maí 2011. Byggði hann á nokkrum forsendum sem ekki hafa staðist en þannig var gert ráð fyrir 2,5% verðbólgu nú um áramótin og því að gengisvísitala krónunnar væri 190 stig. Verðbólga mælist hins vegar 4,2% og þá er gengisvísitalan rúm 231,5 stig. Í samningum var einnig sú forsenda að kaupmáttur hefði aukist á árinu 2012 og sú forsenda hefur staðist þótt kaupmáttaraukningin hafi orðið minni en vonast var eftir. Seðlabanki Íslands hefur lýst yfir áhyggjum af því að endurskoðun kjarasamninga myndi hafa í för með sér meiri launahækkanir en þegar hefur verið samið um. Telur Seðlabankinn að frekari launahækkanir myndi leiða út í verðlag og hefur bankinn því lýst því yfir að þörf gæti verið á vaxtahækkunum, verði laun hækkuð frekar. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og Samtök atvinnulífsins (SA) hófu í gær viðræður um endurskoðun gildandi kjarasamninga. Fulltrúar aðila vinnumarkaðarins funduðu í höfuðstöðvum ASÍ í Guðrúnartúni í gærmorgun en ASÍ hefur sett fram kröfu um hærri launahækkanir en gert er ráð fyrir í samningunum. Samkvæmt kjarasamningum munu laun á vinnumarkaði hækka um 3,25% um næstu mánaðamót. Aðilar vinnumarkaðarins hafa hins vegar hvorir um sig rétt á því að krefjast endurskoðunar á samningnum en ákvörðun um slíkt þarf að liggja fyrir í síðasta lagi 21. janúar næstkomandi. „Við vorum einfaldlega að ræða þá stöðu sem upp er komin. Forsendur kjarasamningsins hafa ekki allar haldið,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri ASÍ, og bætir við: „Þessi forsendubrestur bitnar á báðum og við erum nú að ræða hvernig sé best að bregðast við.“ Vilhjálmur segir að SA muni ekki hafa frumkvæði að því að opna kjarasamninginn en telji jafnframt að fremur væri rétt að lækka umsamdar launahækkanir en að hækka þær. „Við teljum að það sé best til lengri tíma að vinna bug á verðbólgunni og þú gerir það ekki með því að búa til meiri verðbólgu,“ segir Vilhjálmur. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir liggja fyrir að ASÍ hafi sett fram kröfu um hærri launahækkanir þar sem verðbólga hafi reynst hærri en forsendur kjarasamningsins gerðu ráð fyrir. Hann vill hins vegar ekki tjá sig um hvað fór fram á fundinum í gær fyrr en að loknum formannafundi ASÍ á mánudag. Núgildandi kjarasamningur var undirritaður í maí 2011. Byggði hann á nokkrum forsendum sem ekki hafa staðist en þannig var gert ráð fyrir 2,5% verðbólgu nú um áramótin og því að gengisvísitala krónunnar væri 190 stig. Verðbólga mælist hins vegar 4,2% og þá er gengisvísitalan rúm 231,5 stig. Í samningum var einnig sú forsenda að kaupmáttur hefði aukist á árinu 2012 og sú forsenda hefur staðist þótt kaupmáttaraukningin hafi orðið minni en vonast var eftir. Seðlabanki Íslands hefur lýst yfir áhyggjum af því að endurskoðun kjarasamninga myndi hafa í för með sér meiri launahækkanir en þegar hefur verið samið um. Telur Seðlabankinn að frekari launahækkanir myndi leiða út í verðlag og hefur bankinn því lýst því yfir að þörf gæti verið á vaxtahækkunum, verði laun hækkuð frekar.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira