Innlent

Aftur heitt vatn í Þorlákshöfn og Ölfusi

Búið er að koma dælubúnaði í hitaveitunni í Þorlákshöfn og Ölfusi af stað að nýju og vatn ætti að vera komið á innan stundar, samkvæmt upplýsingum frá OR. Starfsfólk Orkuveitunnar biður íbúa velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Heitavatnslaust varð á svæðinu í morgun en eftir rekstrarstöðvun í nótt vegna viðhalds á rafdreifikerfi RARIK, kom í ljós bilun í dælubúnaði hitaveitu Orkuveitunnar í Þorlákshöfn og Ölfusi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×