Fleiri fréttir

Skólastarf hefst í Newtown á ný

Skólastarf í Newtown hefst á ný í dag, fjórum dögum eftir að fjöldamorðinginn Adam Lanza skaut 26 nemendur og starfsmenn skólans til bana í grunnskólanum Sandy Hook.

Metfjöldi stundar nám í heimilislækningum

Metfjöldi stundar nú sérnám í heimilislækningum á Íslandi. Í síðustu viku var undirritaður nýr samningur milli Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítala um starfsnám fyrir sérnámslækna í heimilislækningum. Föstum stöðum sérnámslækna hefur verið fjölgað og nú stunda 36 læknar sérnám í heimilislækningum á Íslandi og 7 til viðbótar bíða eftir stöðum. Fyrst var boðið upp á slíkt sérnám árið 1995. Sérnámsstöðum hefur að hluta verið fjölgað með því að lausum stöðum sérfræðinga innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið breytt í sérnámsstöður í heimilislækningum.

Íslendingar lesa dagblöð á netinu mest allra Evrópuþjóða

Íslendingar lesa dagblöð á netinu mest allra þjóða í Evrópu. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Evrópusambandsins. Um 92% Litháa og 91% Eista nota vefinn til þess sama. Níutíu prósent Norðmanna nota netið til þess að lesa blöð.

Yfir helmingur þjóðarinnar ætlar að borða hamborgarhrygg

Rúmlega helmingur þjóðarinnar ætlar að borða hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld, samkvæmt niðurstöðum könnunnar MMR. Um 11 prósent sögðust ætla að borða annað lambakjöt en hangikjöt, 7,4 prósent rjúpu, 7,2 prósent kalkún og 17 prósent sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti.

Jón Bjarnason myndaði meirihluta með sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum

Jón Bjarnason, þingmaður VG og fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, myndaði í morgun meirihluta í utanríkismálanefnd með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins þegar tillaga var lögð fram um Evrópusambandsmál. Samþykkt var á fundinum að þingsályktunartillaga um að ríkisstjórninni verði falið að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið þar til að afloknum kosningum, verði rædd efnislega í nefndinni á fimmtudaginn. Samkvæmt tillögunni á ekki að hefja viðræðurnar að nýju fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Í umræðum um störf þingsins á þingfundi í morgun vilja þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að málið verði rætt á þingfundi í byrjun janúar.

"Við förum yfir okkar verklagsreglur"

"Við förum yfir okkar verklagsreglur og athugum hvað það var sem þarna gerðist nákvæmlega, en við erum ekki tilbúin að tjá okkur meira um þetta. Ég vísa bara á lögregluna sem fer með rannsókn málsins,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.

Ölvaður á 122 kílómetra hraða

Átta ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi um helgina. Sá sem hraðast ók á Reykjanesbraut mældist á 122 kílómetra hraða. Hann var ölvaður undir stýri og var því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Annar ökumaður mældist á 67 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Sá var jafnframt grunaður um fíkniefnaakstur, sem og þrír aðrir ökumenn sem lögregla hafði afskipti af. Þá óku tveir réttindalausir og einn til viðbótar var á óskoðuðum bíl. Loks höfðu tveir ökumenn lagt bílum sínum ólöglega.

Tilbúinn matur hollari en mataruppskriftir stjörnukokka

Ný rannsókn leiðir í ljós að tilbúinn matur í stórmörkuðum í Bretlandi er hollari en sá matur sem þekktir sjónvarpskokkar á borð við Jamie Oliver og Nigella Lawson bjóða upp á í kokkabókum sínum.

Fanginn sem flúði af Litla Hrauni enn ófundinn

Lögreglan á Selfossi, í samstarfi við lögregluembætti annarsstaðar á landinu hefur í gærkvöldi og í nótt unnið eftir vísbendingum um flótta fanga frá Litla Hrauni í gær, en án árangurs.

Ramses III var skorinn á háls

Nýjar rannsóknir á múmíu egypska farósins Ramses III sýna að hann var myrtur, það er skorinn á háls. Þar með er ein ráðgátan í kringum líf þessa faróa leyst.

Öflugur skýstrokkur veldur usla á Fiji eyjum

Mjög öflugur skýstrokkur gekk yfir Fiji eyjar í gærdag og olli miklu eignatjóni. Hús eyðilögðust og rafmagn fór af stórum hluta eyjanna en ekki hafa borist neinar fréttir um mannskaða af völdum skýstrokksins.

Mæla magnið af dauðri síld í Kolgrafarfirði

Menn frá Hafrannsóknastofnun ætla í dag á báti inn á Kolgrafarfjörð til þess að freista þess að meta hversu mikið af dauðri síld er á botni fjarðarins, eftir að kafari sá um helgina heilu flekkina af dauðri sild þar.

Umræðu um rammaáætlunina lýkur í dag

Umræðu um rammaáætlunina svonefndu, sem snýst um vernd og nýtingu orkusvæða, lýkur á Alþingi í dag, eftir að hafa staðið í nokkra daga og svo verða greidd atkvæði um hana þegar þing kemur saman eftir jólahlé 14. janúar.

Samkomulag náðist um framhald þingstarfa

Samkomulag um framhald þingstarfa á Alþingi náðist á tólfta tímanum í kvöld. Samkomulagið felur í sér að umræðu um rammaáætlun í virkjunarmálum verður hætt á morgun og ekki verður gengið til atkvæða um hana fyrr en þann 14. janúar næstkomandi.

Vinátta Dana og Íslendings leiddi af sér saltverksmiðju

Vinátta Íslendings og Dana, sem kynntust þegar þeir voru í námi í Árósum í Danmörku fyrir fjórum árum, tók óvænta stefnu í sumar þegar þeir ákváðu að reisa saltverksmiðju á Reykhólum. Byrjað var að reisa verksmiðjuna nú desember.

Náttúruvænna að vera með lifandi jólatré heldur en gervitré

Vangaveltur hafa verið uppi um að það sé náttúruvænna að vera með gervitré heldur en venjulegt tré. Það er þó ekki endilega rétt, því gervitrén eru oft framleidd í Asíu með mjög mengandi hætti og þeim er svo flogið hingað til lands með tilheyrandi mengun.

Hátt í 200 milljón króna lán fór í gistiheimilarekstur

Íbúðalánasjóður veitti 192 milljóna króna lán til leigufélags sem síðan nýtti lánið til gistihúsareksturs. Slík starfsemi er ekki lánshæf samkvæmt reglum Íbúðalánasjóðs. Þær upplýsingar fengust hjá sjóðnum að hann hafi ekki vitað annað en að leigumiðlun ætti að fara fram í húsinu og aldrei hafi tilkynnt um að breytingar hafi orðið á þeirri starfsemi.

Segir minnihluta koma í veg fyrir að mikilvæg mál komist á dagskrá

Minnihluti Alþingis kemur með málþófi í veg fyrir að mikilvæg mál komist á dagskrá þingsins líkt og fjárlög. Þetta segir þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Óvissa er enn um þinglok en þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins vill að umræðum um rammaáætlun verði frestað fram yfir áramót.

Árásin á gistiheimilinu: kærður fyrir nauðgun og ofbeldi gegn 4 konum

Hæstiréttur Íslands staðfesti gæsluvarðhaldskröfu yfir 33 ára karlmanni sem beitti konu hrottalegu ofbeldi á gistiheimili á Snorrabraut fyrir skömmu. Maðurinn er grunaður um fjögur ofbeldisbrot sem öll beindust að konum, auk þess sem hann var kærður fyrir að nauðga konu með hrottafengnum hætti í ágúst síðastliðnum. Hann hefur margsinnis komist í kast við lögin, meðal annars var hann dæmdur fyrir tilraun til manndráps árið 2003.

Móðir fjöldamorðingjans safnaði vopnum

Móðir fjöldamorðingjans Adam Lanza, sem jafnframt var fyrsta fórnarlamb hans, safnaði vopnum á heimili sínu í Connecticut. Hún skráð fyrir sex skotvopnum hið minnsta, á meðal þeirra eru byssurnar þrjár sem sonur hennar notaði er hann myrti 26 manns í Sandy Hook-grunnskólum á föstudaginn.

Fangi strauk af Litla-Hrauni

Fangi strauk af Litla Hrauni um eittleytið í dag. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um strokið um þrjúleytið og er nú að leita að honum. Lögreglan vildi engar upplýsingar gefa um fangann þegar Vísir spurðist fyrir um málið í dag.

Eldsvoði í Breiðholti

Eldur kom upp í þaki að Orrahólum í Breiðholti. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var allt tiltækt slökkvilið boðað á staðinn. Ekki var um mikinn eld að ræða samkvæmt sjónarvotti og hefur slökkvilið nú ráðið niðurlögum eldsins.

Hræðslupúkinn Basse Andersen vekur hrifningu

Dagur í lífi Basse Andersen frá Arendal í Noregi er ekkert grín. Afar auðvelt er að bregða Basse og verður hann reglulega fyrir barðinu á hrekkjum vinnufélaga sinna.

Gefur engar skýringar um hvaða brot áttu sér stað

Það er verið að kanna starfsskyldur hans og hann er leystur frá vinnuskyldu í þessari viku, segir Sveinn Kristinsson, forseti bæjarstjórnar á Akranesi. Starfandi bæjarstjóri og bæjarritari var leystur frá störfum tímabundið í gær, en engar upplýsingar hafa fengist um það hvaða brot á starfsskyldum bæjarstjórinn er grunaður um.

Umræðan um sykurskatt í skötulíki

"Þetta mál er í skötulíki, rétt eins og önnur mál sem tengjast bandorminum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Guðlaugur situr í efnahags- og viðskiptanefnd þar sem frumvarp til breytinga á lögum um vörugjöld á matvælum hefur verið rætt undanfarna daga. Með breytingunum munu vörugjöld á sykur hækka.

Staðan tekin fyrir endurskoðun kjarasamninga

Samninganefnd ASÍ og framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins hittast á fundi í dag þar sem rætt verður um endurskoðun kjarasamninga. Þetta er fyrsti fundur þessara aðila í aðdraganda síðustu endurskoðunar núgildandi kjarasamninga en niðurstaða hennar þarf að liggja fyrir 21. janúar næstkomandi.

Seðlabankinn braut jafnréttislög

Seðlabanki Íslands braut jafnréttislög þegar hann réð karlmann í starf sérfræðings í lánamálum ríkisins í stað konu. Þetta segir í nýjum úrskurði kærunefndar jafnréttismála.

Vonast til að hægt verði að ákveða þinghlé fyrir dagslok

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vonast eftir því að hægt verði að ákveða fyrir dagslok hvenær þingið fer í jólafrí. Eins og fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar eru einungis þrír dagar eftir af starfsáætlun þingsins en fjölmörg mál bíða afgreiðslu.

Starfandi bæjarstjóri leystur frá störfum

Bæjarstjórn Akraness ákvað á lokuðum fundi sínum í gær að Jón Pálmi Pálsson bæjarritari og settur bæjarstjóri verði tímabundið leystur frá vinnuskyldu þessa viku.

Sjö hundruð lítrar af gambra í íbúð

Um sjö hundruð lítrar af gambra í gerjun fannst í íbúðarhúsnæði á Selfossi í síðustu viku. Að sögn lögreglu var gerð húsleit í húsinu vegna gruns um framleiðsluna og reyndist hann á rökum reistur. Um 40 lítrar af fullbúnum landa fundust einnig í húsinu. Tveir menn eru grunaðir um framleiðsluna og er málið í rannsókn hjá lögreglu.

Sjá næstu 50 fréttir