Innlent

Sjö hundruð lítrar af gambra í íbúð

Lögreglumenn hella niður gambra. Myndin er úr safni.
Lögreglumenn hella niður gambra. Myndin er úr safni.
Um sjö hundruð lítrar af gambra í gerjun fannst í íbúðarhúsnæði á Selfossi í síðustu viku. Að sögn lögreglu var gerð húsleit í húsinu vegna gruns um framleiðsluna og reyndist hann á rökum reistur. Um 40 lítrar af fullbúnum landa fundust einnig í húsinu. Tveir menn eru grunaðir um framleiðsluna og er málið í rannsókn hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×