Innlent

Íbúar fjölbýlishúss flúðu undan eldi í kjallara hússins

Eldur kviknaði í ruslageymslu í kjallara fjögurra hæða fjölbýlishúss í Breiðholti upp úr miðnætti og barst reykur upp allan stigaganginn og inn í nokkrar íbúðir.

Íbúar forðuðu sér út, enda var reykurinn megn af brennandi plastruslatunnum. Töluverður eldur logaði þegar slökkvilið kom á vettvang, en slökkvistarf gekk vel og sneru íbúar til síns heima eftir að íbúðir höfðu verið reykræstar.

Annað útkall barst þá vegna elds sem logaði glatt í litlum ruslagámi við leikskóla í grenndinni. Eldurinn hafði náð að teygja sig í skjólvegg úr timbri, sem líka logaði þegar liðið kom á vettvang og máttu minnstu muna að eldtungur næðu í húsið sjálft.

Grunur leikur á íkveikju í báðum tilvikum og er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×