Innlent

Umræðum frestað eftir að maður skaðaði sig inni á Alþingi

Þingfundi var slitið á Alþingi í kvöld upp úr klukkan tíu eftir að í ljós kom að karlmaður hafði reynt að skaða sig inni á salerni rétt hjá þingpöllunum.

Ekki er vitað með hvaða hætti maðurinn reyndi að skaða sig en hann var fluttur með sjúkrabíl á spítala. Töluverður erill hefur raunar verið hjá sjúkraflutningamönnum í kvöld, en alls hafa þeir sinnt 20 útköllum frá klukkan hálf átta í kvöld.

Samkvæmt heimildum Vísis er þetta ekki í fyrsta skiptið sem atvik af þessu tagi gerist í þinghúsinu síðastliðna mánuði. Rætt var um rammaáætlun þegar atvikið átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×