Innlent

Lögreglumaður kom að manninum sárum og blóðugum á Alþingi

Karlmaður á miðjum aldri reyndi að vinna sér mein inni á salerni í Alþingishúsinu um klukkan tíu í gærkvöldi og var hann fluttur á slysadeild, þar sem gert var að sárum hans og er hann ekki í lífshættu.

Eftir því sem fréttastofan kemst næst hafði hann verið einn á þingpöllum að fylgjast með störfum Alþingis, en brá sér á salerni.

Athugull lögreglumaður mun hafa veitt því athygli að maðurinn var óvenju lengi á salerninu og þegar hann gætti að, kom hann að manninum, sárum og blóðugum.

Strax var kallað á sjúkrabíl og manninum komið undir læknis hendur. Málið er í nánari rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×