Innlent

Yfir helmingur þjóðarinnar ætlar að borða hamborgarhrygg

Rúmlega helmingur þjóðarinnar ætlar að borða hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld, samkvæmt niðurstöðum könnunnar MMR. Um 11 prósent sögðust ætla að borða annað lambakjöt en hangikjöt, 7,4 prósent rjúpu, 7,2 prósent kalkún og 17 prósent sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti.

Af þeim sem tóku afstöðu sögðust tæplega 60 prósent þeirra sem bjuggu á landsbyggðinni ætla að borða hamborgarhrygg miðað við 48 prósent þeirra sem bjuggu á höfuðborgarsvæðinu.

63 prósent stuðningsmanna Framsóknarflokksins sögðust ætla að borða hamborgarhrygg, borið saman við 42 prósent þeirra sem kváðust styðja Vinstri-græna.

Nálgast má könnunina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×