Fleiri fréttir Eldur í Kópavogi Eldur kom upp í húsnæði í Kópavogi um klukkan sjö í kvöld. Húsið er við Víghólastíg. Slökkviliðið er á svæðinu en fréttastofa mun greina nánar frá málinu þegar upplýsingar berast. 18.12.2012 19:18 Jens sagður beita konur ofbeldi með kerfisbundnum hætti Mál manns, sem grunaður er um að hafa misþyrmt 18 ára stúlku hrottalega fyrir nokkrum dögum, er einstakt að sögn saksóknara hjá lögreglunni. Ekki sé sé vitað um jafn kerfisbundið ofbeldi gegn jafn mörgum konum og birtist í hans málsgögnum. 18.12.2012 19:01 Dómur kveðinn upp í máli Annþórs og Barkar á fimmtudaginn Dómsuppsaga fer fram í máli Annþórs Kristjánssonar, Barkar Birgissonar og átta annarra sakborninga, næstkomandi fimmtudag, vegna ákæra um tvær hrottalegar líkamsárásir sem áttu sér stað fyrir um ári síðan. 18.12.2012 17:15 Gistináttaskattur hækki ekki fyrr en eftir sumarið Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði í dag fram breytingatillögu við fjárlagafrumvarpið sem felur í sér að frestað verður gildistöku fyrirhugaðrar hækkunar virðisaukaskatts á útleigu hótel- og gistiherbergja úr 7% í 14% þannig að hún taki ekki gildi fyrr en 1. september 2013. Í tillögunni segir að tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti lækki um 575 milljónir króna frá því sem áætlað var. Breytingatillagan er lögð fram til að koma til móts við athugasemdir hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni sem hafa margir hverjir nú þegar samið um verð á leigu herbergja fyrir næsta sumar. 18.12.2012 16:10 Jólaveðurspáin óljós Veðurspáin fyrir Aðfangadag og Þorláksmessu er frekar óljós, að sögn Helgu Ívarsdóttur veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. "Eins og þetta lítur út núna er frekar leiðinleg stíf norðaustan átt með vætu, en þetta mun skýrast ennfrekar á næstu dögum,“ segir hún. 18.12.2012 16:09 Kennarar ættu að bera skotvopn í kennslustofum Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, varar við því að yfirvöld í Bandaríkjunum grípi til róttækra breytinga á vopnalöggjöf landsins í kjölfar fjöldamorðsins í Newtown síðastliðinn föstudag. 18.12.2012 16:05 Brot úr krukku barst í rauðkálið Með hliðsjón af neytendavernd hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla eina ákveðna framleiðslulotu af HEIMA Rauðkáli í 1010g umbúðum. Ástæða innköllunarinnar er að staðfest er eitt atvik þar sem kvarnast hafði upp úr skrúfgangi krukku og brot borist í vöruna, sem þannig skapaði hættu fyrir neytanda hennar. 18.12.2012 16:02 Homeland snýr aftur Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime mun hefja tökur á þriðju þáttaröð sjónvarpsþáttanna Homeland á vormánuðum næsta árs. Homeland er einn vinsælasta sjónvarpsþáttur veraldar um þessar mundir. 18.12.2012 15:29 Sex þúsund málsskjöl i Aurum málinu Málsskjölin í Aurum málinu eru um sex þúsund blaðsíður, samkvæmt heimildum Vísis. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum snýst málið um ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, sem var aðaleigandi bankans, og tveimur starfsmönnum hans. Þeim er gefið að sök umboðssvik með því að sex milljarða króna lán hafi verið veitt úr Glitni, án nægra trygginga. Ákæran var gefin út á fimmtudagskvöld. 18.12.2012 15:26 "Ég læt mig ekki dreyma um að það sé nokkur tilviljun í þessu máli" Árni Páll Árnason varaformaður utanríkismálanefndar segir tillögu fjögurra stjórnarandstæðinga og eins stjórnarþingmanns, um að fresta aðildarviðræðum við Evrópusambandið, séu krampakennd viðbrögð afla í þjóðfélaginu sem megi ekki til þess hugsa að þjóðin fái að taka frjálsa ákvörðun í málinu í ljósi staðreynda. Hann segir tillöguna hins vegar engu breyta í stöðunni. 18.12.2012 15:08 Rafbílasambandið stofnað í Kringlunni Rafbílasamband Íslands, sem er samband eigenda og söluaðila rafbíla, var stofnað í dag. Um 20 rafbílar eru nú þegar á Íslandi og mættu 8 rafbílaeigendur í Kringluna til að taka þátt í stofnun félagsins. Íslandsmet var slegið í leiðinni, því aldrei hafa jafn margir rafbílar verið samankomnir á einum stað á Íslandi áður. 18.12.2012 15:04 Heilbrigðisstarfsmenn myrtir í Pakistan Fimm konur voru skotnar til bana í borginni Karachi í Pakistan í dag. Konunar voru allar heilbrigðisstarfsmenn og unnu að því að bólusetja börn gegn mænusótt. 18.12.2012 14:48 Matthías Máni enn ófundinn Matthías Máni Erlingsson, fanginn sem strauk af Litla-Hrauni í gær, var enn ófundinn þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis kannaði málið á þriðja tímanum í dag. Matthías strauk, sem kunnugt er, úr fangelsinu um eittleytið í gær. Lögreglan á Selfossi hefur verið með málið til rannsóknar frá klukkan þrjú í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun taka málið yfir í dag. 18.12.2012 14:47 Eitt þúsund gleraugu hafa safnast Hátt í eitt þúsund gleraugu hafa borist í söfnun á vegum Prooptik í Kringlunni í dag. Gleraugun öðlast framhaldslíf hjá viðtakendum í Suður-Ameríku en þau munu renna til hjálparsamtakanna Vision for all. 18.12.2012 14:21 Biskup Íslands tísti fyrsta tístinu: Stefán Eiríksson einn af fyrstu fylgjendunum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er kominn á Twitter. Hún skrifaði fyrstu færsluna í morgun. "Það er ánægjulegt að vera komin í samband við ykkur á Twitter. Guð gefi ykkur góðan dag og innihaldsríka aðventu," sagði hún í fyrsta tístinu. 18.12.2012 14:08 Júlíus Jónasson dæmdur til að greiða 28 milljónir Júlíus Jónasson, handboltakempa og fyrrverandi starfsmaður í einabankaþjónustu Kaupþings, þarf að greiða þrotabúi bankans 28 milljónir króna vegna kaupa á bréfum í bankanum fyrir hrun. 18.12.2012 13:38 Skíthræddur við yfirvigtina - klæddi sig í 70 flíkur Einn helsti hausverkur fólks þegar það ferðast til útlanda er þyngdin á ferðatöskunni og reynir fólk hvað sem það getur til að komast hjá yfirvigtinni, sem er yfirleitt í kringum 20 kg. 18.12.2012 13:36 Rússar hamstra mat vegna heimsendis Íbúar í Téténíu undirbúa sig nú fyrir meintan heimsendi á föstudaginn og hafa þeir hamstrað matvæli, salt og eldsneyti. Fjölmargar kjörbúðir í landinu standa nú auðar. Ástandið er hvað verst í bænum Novokuznetsk þar sem íbúar keyptu um 60 tonn af salti í síðustu viku. Að sama skapi hafa eldspýtur og kerti selst afar vel á undanfarið. 18.12.2012 12:50 Leita að vitnum að líkamsárás um helgina Karl um tvítugt varð fyrir líkamsárás við eða nálægt Bar 11 á Hverfisgötu 18 í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 15. desember síðastliðinn. 18.12.2012 12:19 Skólastarf hefst í Newtown á ný Skólastarf í Newtown hefst á ný í dag, fjórum dögum eftir að fjöldamorðinginn Adam Lanza skaut 26 nemendur og starfsmenn skólans til bana í grunnskólanum Sandy Hook. 18.12.2012 11:45 Metfjöldi stundar nám í heimilislækningum Metfjöldi stundar nú sérnám í heimilislækningum á Íslandi. Í síðustu viku var undirritaður nýr samningur milli Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítala um starfsnám fyrir sérnámslækna í heimilislækningum. Föstum stöðum sérnámslækna hefur verið fjölgað og nú stunda 36 læknar sérnám í heimilislækningum á Íslandi og 7 til viðbótar bíða eftir stöðum. Fyrst var boðið upp á slíkt sérnám árið 1995. Sérnámsstöðum hefur að hluta verið fjölgað með því að lausum stöðum sérfræðinga innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið breytt í sérnámsstöður í heimilislækningum. 18.12.2012 11:42 Íslendingar lesa dagblöð á netinu mest allra Evrópuþjóða Íslendingar lesa dagblöð á netinu mest allra þjóða í Evrópu. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Evrópusambandsins. Um 92% Litháa og 91% Eista nota vefinn til þess sama. Níutíu prósent Norðmanna nota netið til þess að lesa blöð. 18.12.2012 10:57 Yfir helmingur þjóðarinnar ætlar að borða hamborgarhrygg Rúmlega helmingur þjóðarinnar ætlar að borða hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld, samkvæmt niðurstöðum könnunnar MMR. Um 11 prósent sögðust ætla að borða annað lambakjöt en hangikjöt, 7,4 prósent rjúpu, 7,2 prósent kalkún og 17 prósent sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti. 18.12.2012 10:53 Jón Bjarnason myndaði meirihluta með sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum Jón Bjarnason, þingmaður VG og fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, myndaði í morgun meirihluta í utanríkismálanefnd með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins þegar tillaga var lögð fram um Evrópusambandsmál. Samþykkt var á fundinum að þingsályktunartillaga um að ríkisstjórninni verði falið að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið þar til að afloknum kosningum, verði rædd efnislega í nefndinni á fimmtudaginn. Samkvæmt tillögunni á ekki að hefja viðræðurnar að nýju fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Í umræðum um störf þingsins á þingfundi í morgun vilja þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að málið verði rætt á þingfundi í byrjun janúar. 18.12.2012 10:50 "Við förum yfir okkar verklagsreglur" "Við förum yfir okkar verklagsreglur og athugum hvað það var sem þarna gerðist nákvæmlega, en við erum ekki tilbúin að tjá okkur meira um þetta. Ég vísa bara á lögregluna sem fer með rannsókn málsins,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. 18.12.2012 10:37 Bandaríkjamenn hamstra skotvopn í kjölfar fjöldamorðanna Bandaríkjamenn hamstra nú skotvopn í miklum mæli vegna ótta um að skotvopnalöggjöf landsins verði breytt í framhaldinu af fjöldamorðunum í bænum Newtown. 18.12.2012 09:50 Ölvaður á 122 kílómetra hraða Átta ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi um helgina. Sá sem hraðast ók á Reykjanesbraut mældist á 122 kílómetra hraða. Hann var ölvaður undir stýri og var því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Annar ökumaður mældist á 67 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Sá var jafnframt grunaður um fíkniefnaakstur, sem og þrír aðrir ökumenn sem lögregla hafði afskipti af. Þá óku tveir réttindalausir og einn til viðbótar var á óskoðuðum bíl. Loks höfðu tveir ökumenn lagt bílum sínum ólöglega. 18.12.2012 09:38 Tilbúinn matur hollari en mataruppskriftir stjörnukokka Ný rannsókn leiðir í ljós að tilbúinn matur í stórmörkuðum í Bretlandi er hollari en sá matur sem þekktir sjónvarpskokkar á borð við Jamie Oliver og Nigella Lawson bjóða upp á í kokkabókum sínum. 18.12.2012 09:34 Breskar konur vilja líkama með mjúkum línum Mikill meirihluti breskra kvenna vill hafa líkamsvöxt sinn með mjúkum línum eða eins og stundarglas með stórum brjóstum og breiðum mjöðmum. 18.12.2012 08:56 Tókst að kortleggja tilhugalíf hvítra hákarla Vísindamönnum hefur tekist að kortleggja tilhugalíf hvítra hákarla og þar með skilja betur hvernig þetta hættulegasta rándýr heimsins hegðar sér. 18.12.2012 06:58 Mikill erill hjá sjúkraflutningamönnum fram á nótt Óvenju mikill erill var hjá sjúkraflutningamönnum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fram á nótt. 18.12.2012 06:52 Íbúar fjölbýlishúss flúðu undan eldi í kjallara hússins Eldur kviknaði í ruslageymslu í kjallara fjögurra hæða fjölbýlishúss í Breiðholti upp úr miðnætti og barst reykur upp allan stigaganginn og inn í nokkrar íbúðir. 18.12.2012 06:49 Lögreglumaður kom að manninum sárum og blóðugum á Alþingi Karlmaður á miðjum aldri reyndi að vinna sér mein inni á salerni í Alþingishúsinu um klukkan tíu í gærkvöldi og var hann fluttur á slysadeild, þar sem gert var að sárum hans og er hann ekki í lífshættu. 18.12.2012 06:46 Fanginn sem flúði af Litla Hrauni enn ófundinn Lögreglan á Selfossi, í samstarfi við lögregluembætti annarsstaðar á landinu hefur í gærkvöldi og í nótt unnið eftir vísbendingum um flótta fanga frá Litla Hrauni í gær, en án árangurs. 18.12.2012 06:43 Ramses III var skorinn á háls Nýjar rannsóknir á múmíu egypska farósins Ramses III sýna að hann var myrtur, það er skorinn á háls. Þar með er ein ráðgátan í kringum líf þessa faróa leyst. 18.12.2012 06:39 Öflugur skýstrokkur veldur usla á Fiji eyjum Mjög öflugur skýstrokkur gekk yfir Fiji eyjar í gærdag og olli miklu eignatjóni. Hús eyðilögðust og rafmagn fór af stórum hluta eyjanna en ekki hafa borist neinar fréttir um mannskaða af völdum skýstrokksins. 18.12.2012 06:35 Mikil umræða um skotvopn í Bandaríkjunum Mikil umræða á sér stað í Bandaríkjunum þessa dagana um skotvopnalöggjöf landsins í framhaldi af fjöldamorðunum í bænum Newton. 18.12.2012 06:28 Mæla magnið af dauðri síld í Kolgrafarfirði Menn frá Hafrannsóknastofnun ætla í dag á báti inn á Kolgrafarfjörð til þess að freista þess að meta hversu mikið af dauðri síld er á botni fjarðarins, eftir að kafari sá um helgina heilu flekkina af dauðri sild þar. 18.12.2012 06:23 Umræðu um rammaáætlunina lýkur í dag Umræðu um rammaáætlunina svonefndu, sem snýst um vernd og nýtingu orkusvæða, lýkur á Alþingi í dag, eftir að hafa staðið í nokkra daga og svo verða greidd atkvæði um hana þegar þing kemur saman eftir jólahlé 14. janúar. 18.12.2012 06:20 Samkomulag náðist um framhald þingstarfa Samkomulag um framhald þingstarfa á Alþingi náðist á tólfta tímanum í kvöld. Samkomulagið felur í sér að umræðu um rammaáætlun í virkjunarmálum verður hætt á morgun og ekki verður gengið til atkvæða um hana fyrr en þann 14. janúar næstkomandi. 18.12.2012 00:16 Umræðum frestað eftir að maður skaðaði sig inni á Alþingi Þingfundi var slitið á Alþingi í kvöld upp úr klukkan tíu eftir að í ljós kom að karlmaður hafði reynt að skaða sig inni á salerni rétt hjá þingpöllunum. 17.12.2012 23:21 Kærður fyrir hrottalegt ofbeldi gegn konu sama dag og hann fékk nálgunarbann Maðurinn, sem er kærður fyrir að hafa misþyrmt átján ára stúlku með hrottafengnum hætti á gistiheimili á dögunum, varð næstum manni að bana árið 2003 þegar hann skallaði hann í andlitið, þannig tennur brotnuðu, og skar hann svo á háls. 17.12.2012 22:28 Stjúpu Matthíasar komið í skjól - sá hættulegasti sem hefur strokið í mörg ár Stjúpu mannsins, sem strauk af Litla-Hrauni í dag, hefur verið komið í skjól, en það var gert mjög fljótlega eftir að upp komst um flóttann. 17.12.2012 21:26 Vinátta Dana og Íslendings leiddi af sér saltverksmiðju Vinátta Íslendings og Dana, sem kynntust þegar þeir voru í námi í Árósum í Danmörku fyrir fjórum árum, tók óvænta stefnu í sumar þegar þeir ákváðu að reisa saltverksmiðju á Reykhólum. Byrjað var að reisa verksmiðjuna nú desember. 17.12.2012 21:00 Tryggingarnar neituðu að borga vegna kynlífs í vinnuferð Ástralskur dómstóll hefur dæmt tryggingafélag fyrirtækis skylt að greiða konu miskabætur vegna slyss sem hún varð fyrir þegar hún stundaði kynlíf í vinnuferð. 17.12.2012 20:57 Sjá næstu 50 fréttir
Eldur í Kópavogi Eldur kom upp í húsnæði í Kópavogi um klukkan sjö í kvöld. Húsið er við Víghólastíg. Slökkviliðið er á svæðinu en fréttastofa mun greina nánar frá málinu þegar upplýsingar berast. 18.12.2012 19:18
Jens sagður beita konur ofbeldi með kerfisbundnum hætti Mál manns, sem grunaður er um að hafa misþyrmt 18 ára stúlku hrottalega fyrir nokkrum dögum, er einstakt að sögn saksóknara hjá lögreglunni. Ekki sé sé vitað um jafn kerfisbundið ofbeldi gegn jafn mörgum konum og birtist í hans málsgögnum. 18.12.2012 19:01
Dómur kveðinn upp í máli Annþórs og Barkar á fimmtudaginn Dómsuppsaga fer fram í máli Annþórs Kristjánssonar, Barkar Birgissonar og átta annarra sakborninga, næstkomandi fimmtudag, vegna ákæra um tvær hrottalegar líkamsárásir sem áttu sér stað fyrir um ári síðan. 18.12.2012 17:15
Gistináttaskattur hækki ekki fyrr en eftir sumarið Katrín Júlíusdóttir, fjármála- og efnahagsráðherra, lagði í dag fram breytingatillögu við fjárlagafrumvarpið sem felur í sér að frestað verður gildistöku fyrirhugaðrar hækkunar virðisaukaskatts á útleigu hótel- og gistiherbergja úr 7% í 14% þannig að hún taki ekki gildi fyrr en 1. september 2013. Í tillögunni segir að tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti lækki um 575 milljónir króna frá því sem áætlað var. Breytingatillagan er lögð fram til að koma til móts við athugasemdir hagsmunaaðila í ferðaþjónustunni sem hafa margir hverjir nú þegar samið um verð á leigu herbergja fyrir næsta sumar. 18.12.2012 16:10
Jólaveðurspáin óljós Veðurspáin fyrir Aðfangadag og Þorláksmessu er frekar óljós, að sögn Helgu Ívarsdóttur veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. "Eins og þetta lítur út núna er frekar leiðinleg stíf norðaustan átt með vætu, en þetta mun skýrast ennfrekar á næstu dögum,“ segir hún. 18.12.2012 16:09
Kennarar ættu að bera skotvopn í kennslustofum Rick Perry, ríkisstjóri í Texas, varar við því að yfirvöld í Bandaríkjunum grípi til róttækra breytinga á vopnalöggjöf landsins í kjölfar fjöldamorðsins í Newtown síðastliðinn föstudag. 18.12.2012 16:05
Brot úr krukku barst í rauðkálið Með hliðsjón af neytendavernd hafa Aðföng ákveðið að taka úr sölu og innkalla eina ákveðna framleiðslulotu af HEIMA Rauðkáli í 1010g umbúðum. Ástæða innköllunarinnar er að staðfest er eitt atvik þar sem kvarnast hafði upp úr skrúfgangi krukku og brot borist í vöruna, sem þannig skapaði hættu fyrir neytanda hennar. 18.12.2012 16:02
Homeland snýr aftur Bandaríska sjónvarpsstöðin Showtime mun hefja tökur á þriðju þáttaröð sjónvarpsþáttanna Homeland á vormánuðum næsta árs. Homeland er einn vinsælasta sjónvarpsþáttur veraldar um þessar mundir. 18.12.2012 15:29
Sex þúsund málsskjöl i Aurum málinu Málsskjölin í Aurum málinu eru um sex þúsund blaðsíður, samkvæmt heimildum Vísis. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum snýst málið um ákæru á hendur Lárusi Welding, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, sem var aðaleigandi bankans, og tveimur starfsmönnum hans. Þeim er gefið að sök umboðssvik með því að sex milljarða króna lán hafi verið veitt úr Glitni, án nægra trygginga. Ákæran var gefin út á fimmtudagskvöld. 18.12.2012 15:26
"Ég læt mig ekki dreyma um að það sé nokkur tilviljun í þessu máli" Árni Páll Árnason varaformaður utanríkismálanefndar segir tillögu fjögurra stjórnarandstæðinga og eins stjórnarþingmanns, um að fresta aðildarviðræðum við Evrópusambandið, séu krampakennd viðbrögð afla í þjóðfélaginu sem megi ekki til þess hugsa að þjóðin fái að taka frjálsa ákvörðun í málinu í ljósi staðreynda. Hann segir tillöguna hins vegar engu breyta í stöðunni. 18.12.2012 15:08
Rafbílasambandið stofnað í Kringlunni Rafbílasamband Íslands, sem er samband eigenda og söluaðila rafbíla, var stofnað í dag. Um 20 rafbílar eru nú þegar á Íslandi og mættu 8 rafbílaeigendur í Kringluna til að taka þátt í stofnun félagsins. Íslandsmet var slegið í leiðinni, því aldrei hafa jafn margir rafbílar verið samankomnir á einum stað á Íslandi áður. 18.12.2012 15:04
Heilbrigðisstarfsmenn myrtir í Pakistan Fimm konur voru skotnar til bana í borginni Karachi í Pakistan í dag. Konunar voru allar heilbrigðisstarfsmenn og unnu að því að bólusetja börn gegn mænusótt. 18.12.2012 14:48
Matthías Máni enn ófundinn Matthías Máni Erlingsson, fanginn sem strauk af Litla-Hrauni í gær, var enn ófundinn þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis kannaði málið á þriðja tímanum í dag. Matthías strauk, sem kunnugt er, úr fangelsinu um eittleytið í gær. Lögreglan á Selfossi hefur verið með málið til rannsóknar frá klukkan þrjú í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun taka málið yfir í dag. 18.12.2012 14:47
Eitt þúsund gleraugu hafa safnast Hátt í eitt þúsund gleraugu hafa borist í söfnun á vegum Prooptik í Kringlunni í dag. Gleraugun öðlast framhaldslíf hjá viðtakendum í Suður-Ameríku en þau munu renna til hjálparsamtakanna Vision for all. 18.12.2012 14:21
Biskup Íslands tísti fyrsta tístinu: Stefán Eiríksson einn af fyrstu fylgjendunum Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er kominn á Twitter. Hún skrifaði fyrstu færsluna í morgun. "Það er ánægjulegt að vera komin í samband við ykkur á Twitter. Guð gefi ykkur góðan dag og innihaldsríka aðventu," sagði hún í fyrsta tístinu. 18.12.2012 14:08
Júlíus Jónasson dæmdur til að greiða 28 milljónir Júlíus Jónasson, handboltakempa og fyrrverandi starfsmaður í einabankaþjónustu Kaupþings, þarf að greiða þrotabúi bankans 28 milljónir króna vegna kaupa á bréfum í bankanum fyrir hrun. 18.12.2012 13:38
Skíthræddur við yfirvigtina - klæddi sig í 70 flíkur Einn helsti hausverkur fólks þegar það ferðast til útlanda er þyngdin á ferðatöskunni og reynir fólk hvað sem það getur til að komast hjá yfirvigtinni, sem er yfirleitt í kringum 20 kg. 18.12.2012 13:36
Rússar hamstra mat vegna heimsendis Íbúar í Téténíu undirbúa sig nú fyrir meintan heimsendi á föstudaginn og hafa þeir hamstrað matvæli, salt og eldsneyti. Fjölmargar kjörbúðir í landinu standa nú auðar. Ástandið er hvað verst í bænum Novokuznetsk þar sem íbúar keyptu um 60 tonn af salti í síðustu viku. Að sama skapi hafa eldspýtur og kerti selst afar vel á undanfarið. 18.12.2012 12:50
Leita að vitnum að líkamsárás um helgina Karl um tvítugt varð fyrir líkamsárás við eða nálægt Bar 11 á Hverfisgötu 18 í Reykjavík aðfaranótt laugardagsins 15. desember síðastliðinn. 18.12.2012 12:19
Skólastarf hefst í Newtown á ný Skólastarf í Newtown hefst á ný í dag, fjórum dögum eftir að fjöldamorðinginn Adam Lanza skaut 26 nemendur og starfsmenn skólans til bana í grunnskólanum Sandy Hook. 18.12.2012 11:45
Metfjöldi stundar nám í heimilislækningum Metfjöldi stundar nú sérnám í heimilislækningum á Íslandi. Í síðustu viku var undirritaður nýr samningur milli Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Landspítala um starfsnám fyrir sérnámslækna í heimilislækningum. Föstum stöðum sérnámslækna hefur verið fjölgað og nú stunda 36 læknar sérnám í heimilislækningum á Íslandi og 7 til viðbótar bíða eftir stöðum. Fyrst var boðið upp á slíkt sérnám árið 1995. Sérnámsstöðum hefur að hluta verið fjölgað með því að lausum stöðum sérfræðinga innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hefur verið breytt í sérnámsstöður í heimilislækningum. 18.12.2012 11:42
Íslendingar lesa dagblöð á netinu mest allra Evrópuþjóða Íslendingar lesa dagblöð á netinu mest allra þjóða í Evrópu. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Evrópusambandsins. Um 92% Litháa og 91% Eista nota vefinn til þess sama. Níutíu prósent Norðmanna nota netið til þess að lesa blöð. 18.12.2012 10:57
Yfir helmingur þjóðarinnar ætlar að borða hamborgarhrygg Rúmlega helmingur þjóðarinnar ætlar að borða hamborgarhrygg á aðfangadagskvöld, samkvæmt niðurstöðum könnunnar MMR. Um 11 prósent sögðust ætla að borða annað lambakjöt en hangikjöt, 7,4 prósent rjúpu, 7,2 prósent kalkún og 17 prósent sögðust ætla að borða eitthvað annað en fyrrgreinda kosti. 18.12.2012 10:53
Jón Bjarnason myndaði meirihluta með sjálfstæðismönnum og framsóknarmönnum Jón Bjarnason, þingmaður VG og fyrrverandi landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, myndaði í morgun meirihluta í utanríkismálanefnd með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins þegar tillaga var lögð fram um Evrópusambandsmál. Samþykkt var á fundinum að þingsályktunartillaga um að ríkisstjórninni verði falið að gera hlé á viðræðum við Evrópusambandið þar til að afloknum kosningum, verði rædd efnislega í nefndinni á fimmtudaginn. Samkvæmt tillögunni á ekki að hefja viðræðurnar að nýju fyrr en að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Í umræðum um störf þingsins á þingfundi í morgun vilja þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins að málið verði rætt á þingfundi í byrjun janúar. 18.12.2012 10:50
"Við förum yfir okkar verklagsreglur" "Við förum yfir okkar verklagsreglur og athugum hvað það var sem þarna gerðist nákvæmlega, en við erum ekki tilbúin að tjá okkur meira um þetta. Ég vísa bara á lögregluna sem fer með rannsókn málsins,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. 18.12.2012 10:37
Bandaríkjamenn hamstra skotvopn í kjölfar fjöldamorðanna Bandaríkjamenn hamstra nú skotvopn í miklum mæli vegna ótta um að skotvopnalöggjöf landsins verði breytt í framhaldinu af fjöldamorðunum í bænum Newtown. 18.12.2012 09:50
Ölvaður á 122 kílómetra hraða Átta ökumenn voru kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi um helgina. Sá sem hraðast ók á Reykjanesbraut mældist á 122 kílómetra hraða. Hann var ölvaður undir stýri og var því sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Annar ökumaður mældist á 67 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Sá var jafnframt grunaður um fíkniefnaakstur, sem og þrír aðrir ökumenn sem lögregla hafði afskipti af. Þá óku tveir réttindalausir og einn til viðbótar var á óskoðuðum bíl. Loks höfðu tveir ökumenn lagt bílum sínum ólöglega. 18.12.2012 09:38
Tilbúinn matur hollari en mataruppskriftir stjörnukokka Ný rannsókn leiðir í ljós að tilbúinn matur í stórmörkuðum í Bretlandi er hollari en sá matur sem þekktir sjónvarpskokkar á borð við Jamie Oliver og Nigella Lawson bjóða upp á í kokkabókum sínum. 18.12.2012 09:34
Breskar konur vilja líkama með mjúkum línum Mikill meirihluti breskra kvenna vill hafa líkamsvöxt sinn með mjúkum línum eða eins og stundarglas með stórum brjóstum og breiðum mjöðmum. 18.12.2012 08:56
Tókst að kortleggja tilhugalíf hvítra hákarla Vísindamönnum hefur tekist að kortleggja tilhugalíf hvítra hákarla og þar með skilja betur hvernig þetta hættulegasta rándýr heimsins hegðar sér. 18.12.2012 06:58
Mikill erill hjá sjúkraflutningamönnum fram á nótt Óvenju mikill erill var hjá sjúkraflutningamönnum slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og fram á nótt. 18.12.2012 06:52
Íbúar fjölbýlishúss flúðu undan eldi í kjallara hússins Eldur kviknaði í ruslageymslu í kjallara fjögurra hæða fjölbýlishúss í Breiðholti upp úr miðnætti og barst reykur upp allan stigaganginn og inn í nokkrar íbúðir. 18.12.2012 06:49
Lögreglumaður kom að manninum sárum og blóðugum á Alþingi Karlmaður á miðjum aldri reyndi að vinna sér mein inni á salerni í Alþingishúsinu um klukkan tíu í gærkvöldi og var hann fluttur á slysadeild, þar sem gert var að sárum hans og er hann ekki í lífshættu. 18.12.2012 06:46
Fanginn sem flúði af Litla Hrauni enn ófundinn Lögreglan á Selfossi, í samstarfi við lögregluembætti annarsstaðar á landinu hefur í gærkvöldi og í nótt unnið eftir vísbendingum um flótta fanga frá Litla Hrauni í gær, en án árangurs. 18.12.2012 06:43
Ramses III var skorinn á háls Nýjar rannsóknir á múmíu egypska farósins Ramses III sýna að hann var myrtur, það er skorinn á háls. Þar með er ein ráðgátan í kringum líf þessa faróa leyst. 18.12.2012 06:39
Öflugur skýstrokkur veldur usla á Fiji eyjum Mjög öflugur skýstrokkur gekk yfir Fiji eyjar í gærdag og olli miklu eignatjóni. Hús eyðilögðust og rafmagn fór af stórum hluta eyjanna en ekki hafa borist neinar fréttir um mannskaða af völdum skýstrokksins. 18.12.2012 06:35
Mikil umræða um skotvopn í Bandaríkjunum Mikil umræða á sér stað í Bandaríkjunum þessa dagana um skotvopnalöggjöf landsins í framhaldi af fjöldamorðunum í bænum Newton. 18.12.2012 06:28
Mæla magnið af dauðri síld í Kolgrafarfirði Menn frá Hafrannsóknastofnun ætla í dag á báti inn á Kolgrafarfjörð til þess að freista þess að meta hversu mikið af dauðri síld er á botni fjarðarins, eftir að kafari sá um helgina heilu flekkina af dauðri sild þar. 18.12.2012 06:23
Umræðu um rammaáætlunina lýkur í dag Umræðu um rammaáætlunina svonefndu, sem snýst um vernd og nýtingu orkusvæða, lýkur á Alþingi í dag, eftir að hafa staðið í nokkra daga og svo verða greidd atkvæði um hana þegar þing kemur saman eftir jólahlé 14. janúar. 18.12.2012 06:20
Samkomulag náðist um framhald þingstarfa Samkomulag um framhald þingstarfa á Alþingi náðist á tólfta tímanum í kvöld. Samkomulagið felur í sér að umræðu um rammaáætlun í virkjunarmálum verður hætt á morgun og ekki verður gengið til atkvæða um hana fyrr en þann 14. janúar næstkomandi. 18.12.2012 00:16
Umræðum frestað eftir að maður skaðaði sig inni á Alþingi Þingfundi var slitið á Alþingi í kvöld upp úr klukkan tíu eftir að í ljós kom að karlmaður hafði reynt að skaða sig inni á salerni rétt hjá þingpöllunum. 17.12.2012 23:21
Kærður fyrir hrottalegt ofbeldi gegn konu sama dag og hann fékk nálgunarbann Maðurinn, sem er kærður fyrir að hafa misþyrmt átján ára stúlku með hrottafengnum hætti á gistiheimili á dögunum, varð næstum manni að bana árið 2003 þegar hann skallaði hann í andlitið, þannig tennur brotnuðu, og skar hann svo á háls. 17.12.2012 22:28
Stjúpu Matthíasar komið í skjól - sá hættulegasti sem hefur strokið í mörg ár Stjúpu mannsins, sem strauk af Litla-Hrauni í dag, hefur verið komið í skjól, en það var gert mjög fljótlega eftir að upp komst um flóttann. 17.12.2012 21:26
Vinátta Dana og Íslendings leiddi af sér saltverksmiðju Vinátta Íslendings og Dana, sem kynntust þegar þeir voru í námi í Árósum í Danmörku fyrir fjórum árum, tók óvænta stefnu í sumar þegar þeir ákváðu að reisa saltverksmiðju á Reykhólum. Byrjað var að reisa verksmiðjuna nú desember. 17.12.2012 21:00
Tryggingarnar neituðu að borga vegna kynlífs í vinnuferð Ástralskur dómstóll hefur dæmt tryggingafélag fyrirtækis skylt að greiða konu miskabætur vegna slyss sem hún varð fyrir þegar hún stundaði kynlíf í vinnuferð. 17.12.2012 20:57