Innlent

Dómur kveðinn upp í máli Annþórs og Barkar á fimmtudaginn

Annþór leiddur inn í réttarsal.
Annþór leiddur inn í réttarsal.
Dómsuppsaga fer fram í máli Annþórs Kristjánssonar, Barkar Birgissonar og átta annarra sakborninga, næstkomandi fimmtudag, vegna ákæra um tvær hrottalegar líkamsárásir sem áttu sér stað fyrir um ári síðan.

Dómsmálið hefur þótt bæði sérkennilegt og áhugavert, ekki síst vegna mikils viðbúnaðar lögreglu vegna Barkar og Annþórs. Meðal annars var Börkur dæmdur fyrir brot gegn valdstjórninni þegar hann hrækti á dómara málsins. Réttað var yfir mönnunum í Héraðsdómi Reykjanes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×