Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. ágúst 2025 14:32 Fá slys verða vegna ókyrrðar og slasaðir eru oftar en ekki áhafnarmeðlimir. Vísir/Getty Erlendir miðlar hafa fjallað nokkuð um aukna ókyrrð á síðastu misserum en samkvæmt umfjöllun BBC verða um það bil 5.000 tilfelli alvarlegar ókyrrðar árlega. Tölurnar ber að skoða í því samhengi að um það bil 35 milljón flugferðir eru farnar á ári hverju. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni verða 40 prósent alvarlegra slysa vegna ókyrrðar en aðeins fjórir hafa látist frá 1981, þar af að minnsta kosti einn vegna hjartaáfalls. Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugstjóri og forstöðumaður flugrekstrarsviðs Icelandair, var til viðtals um ókyrrð í Bítinu í morgun, þar sem hann lagði áherslu á að ókyrrð væri sjaldnast hættuleg. Hann var meðal annars spurður að því hvað flugmenn gera þegar þeir lenda í ókyrrð, sem Guðmundur líkti við dýfur á sjó eða í rússíbana. „Fyrsta úrræðið sem við beitum er bara það sem þú myndir gera ef þú keyrir af malbiki og yfir á malarveg á bíl; við bara sláum aðeins af og hægjum aðeins á okkur. Það er ákveðinn hraði fyrir hverja flugvélategund sem er besti hraði til þess að fara í gegnum ókyrrð, það dempar svolítið út hreyfingarnar. Það er almennt það sem við gerum. Svo eru flugmenn þá almennt byrjaðir að skoða og heyra í flugumferðarstjórum hvort að einhver annar er búinn að tilkynna ókyrrð, eru einhverjar aðrar flughæðir betri, eigum við að skipta um hæð?“ segir Guðmundur. Þá sé stundum flogið framhjá eða í kringum ókyrrðasvæði á borð við skýjamyndanir. „En númer eitt, tvö og þjrú þá kveikjum við á sætisbeltaljósunum,“ bætir hann við. Í Bandaríkjunum hafa 207 alvarlegir áverkar verið skráðir vegna ókyrrðar frá 2009 en í 166 tilfella var um að ræða áhafnarmeðlimi, sem starfs síns vegna geta ekki setið kyrfilega beltaðir alla leiðina. Guðmundur segir að á meðan farþegar væru að koma sér vel fyrir færi stór tími flugmanna í það að skoða flugskilyrði og mögulega ókyrrð og að ýmis þróun væri að eiga sér stað varðandi úrræði til að mæta vandanum. „Við erum ekki þeirrar skoðunar að þetta sé hættulegt, vegna þess fyrst og fremst að við erum með búnað um borð í vélinni sem greinir ókyrrð fyrir framan okkur ef hana er að finna inni í skýjum sérstaklega. Við erum líka með mjög nákvæma veðurupplýsingar. Veðurupplýsingar eru líka að verða miklu betri en þær voru á fyrri tímum. Og hjá Icelandair erum við til dæmis að gera tilraunir með gervigreindarbúnað um borð í vélunum okkar sem að getur spáð fyrir fram um ókyrrð með miklu nákvæmari hætti en áður.“ Fréttir af flugi Bítið Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira
Tölurnar ber að skoða í því samhengi að um það bil 35 milljón flugferðir eru farnar á ári hverju. Samkvæmt Alþjóðaflugmálastofnuninni verða 40 prósent alvarlegra slysa vegna ókyrrðar en aðeins fjórir hafa látist frá 1981, þar af að minnsta kosti einn vegna hjartaáfalls. Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugstjóri og forstöðumaður flugrekstrarsviðs Icelandair, var til viðtals um ókyrrð í Bítinu í morgun, þar sem hann lagði áherslu á að ókyrrð væri sjaldnast hættuleg. Hann var meðal annars spurður að því hvað flugmenn gera þegar þeir lenda í ókyrrð, sem Guðmundur líkti við dýfur á sjó eða í rússíbana. „Fyrsta úrræðið sem við beitum er bara það sem þú myndir gera ef þú keyrir af malbiki og yfir á malarveg á bíl; við bara sláum aðeins af og hægjum aðeins á okkur. Það er ákveðinn hraði fyrir hverja flugvélategund sem er besti hraði til þess að fara í gegnum ókyrrð, það dempar svolítið út hreyfingarnar. Það er almennt það sem við gerum. Svo eru flugmenn þá almennt byrjaðir að skoða og heyra í flugumferðarstjórum hvort að einhver annar er búinn að tilkynna ókyrrð, eru einhverjar aðrar flughæðir betri, eigum við að skipta um hæð?“ segir Guðmundur. Þá sé stundum flogið framhjá eða í kringum ókyrrðasvæði á borð við skýjamyndanir. „En númer eitt, tvö og þjrú þá kveikjum við á sætisbeltaljósunum,“ bætir hann við. Í Bandaríkjunum hafa 207 alvarlegir áverkar verið skráðir vegna ókyrrðar frá 2009 en í 166 tilfella var um að ræða áhafnarmeðlimi, sem starfs síns vegna geta ekki setið kyrfilega beltaðir alla leiðina. Guðmundur segir að á meðan farþegar væru að koma sér vel fyrir færi stór tími flugmanna í það að skoða flugskilyrði og mögulega ókyrrð og að ýmis þróun væri að eiga sér stað varðandi úrræði til að mæta vandanum. „Við erum ekki þeirrar skoðunar að þetta sé hættulegt, vegna þess fyrst og fremst að við erum með búnað um borð í vélinni sem greinir ókyrrð fyrir framan okkur ef hana er að finna inni í skýjum sérstaklega. Við erum líka með mjög nákvæma veðurupplýsingar. Veðurupplýsingar eru líka að verða miklu betri en þær voru á fyrri tímum. Og hjá Icelandair erum við til dæmis að gera tilraunir með gervigreindarbúnað um borð í vélunum okkar sem að getur spáð fyrir fram um ókyrrð með miklu nákvæmari hætti en áður.“
Fréttir af flugi Bítið Mest lesið Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Sjá meira