Innlent

Júlíus Jónasson dæmdur til að greiða 28 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Júlíus Jónasson var starfsmaður einkabankaþjónustunnar.
Júlíus Jónasson var starfsmaður einkabankaþjónustunnar.
Júlíus Jónasson, handboltakempa og fyrrverandi starfsmaður í einabankaþjónustu Kaupþings, þarf að greiða þrotabúi bankans 28 milljónir króna vegna kaupa á bréfum í bankanum fyrir hrun. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu í dag.

Júlíus er einn fjölmarga starfsmanna bankans sem keyptu bréf í bankanum. Bréfin voru keypt með láni frá bankanum sjálfum og voru starfsmennirnir persónulega ábyrgir fyrir lánunum. Mánuði fyrir hrun bankans var ábyrgðinni hins vegar aflétt. Slitastjórn bankans höfðaði mál gegn starfsfólkinu til að fá ábyrgðinni aflétt.

Júlíus var dæmdur til að greiða þrotabúinu 28 milljónir í morgun, eins og fyrr segir. Þegar hafa nokkrir aðrir verið dæmdir til að endurgreiða bankanum lán, en hæsta upphæðin nemur einum milljarði króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×