Innlent

Jólaveðurspáin óljós

Veðurspáin fyrir Aðfangadag og Þorláksmessu er frekar óljós, að sögn Helgu Ívarsdóttur veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands. „Eins og þetta lítur út núna er frekar leiðinleg stíf norðaustan átt með vætu, en þetta mun skýrast ennfrekar á næstu dögum," segir hún.

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, sagði í samtali við fréttastofu síðdegis í dag kortin séu frekar óljós, en hann ætli að skoða þau betur á morgun. „En hér suðvestanlands eru minni líkur á hvítum jólum en fyrir norða og austan. En eins og ég segi á ég eftir að skoða þetta nánar - þetta verður allt komið í ljós á næstu dögum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×