Fleiri fréttir

Flugumferðarstjóri er svefnlaus við höfnina

Flugumferðarstjóri sem býr á Norðurbakka segir of mikinn hávaða fylgja niðurrifi á skipum í Hafnarfjarðarhöfn. Hann vinnur á vöktum og sefur oft á daginn. Hávaðinn drukknaði í öðrum hávaða við mælingar heilbrigðiseftirlits.

Félaginn varðist með borðplötu í hnífaárás

Maður á fertugsaldri sem veittist með hnífi að tveimur félögum sínum og svo lögreglumanni var dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Refsingin er skilorðsbundin í tvö ár.

Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald

Tveir karlar og ein kona voru í kvöld úrskurðuð í gæsluvarðhald til 11. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og var það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Stöð 2 tekur á móti 1000 símtölum á dag

Áskriftarsala að læstri dagskrá Stöðvar 2 hefur tekið mikinn kipp að undanförnu. Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri sjónvarpssviðs Stöðvar 2, segir að áskriftarsalan hafi tekið við meira en 1000 sölusímtölum á dag í um þrjár vikur.

Gönguskórnir eru uppáhaldsparið

Gönguskórnir eru uppáhaldsparið, segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða dr. Gunni eins og hann er oft kallaður. Gunnar á sjö og hálft par af skóm og segir að gönguskórnir hafi verið í stöðugri notkun í sumar. Hann stillti sér upp með skónum á mynd sem Elísabet Lára Gunnarsdóttir, 5. ára, tók af honum.

Vonar að um barnaskap hafi verið að ræða

"Við skulum nú vona að þarna sé um barnaskap að ræða, að þarna hafi komið krakkar og farið í vagninn og gert þetta í fyllsta sakleysi,“ segir Herdís Storgaard, um það mál þegar barnavagn, með fjórtán mánaða gömlu barni var fjarlægt frá heimili sínu og skilið eftir í nágrannagarði. Herdís tók fram í samtali við Reykjavík síðdegis að hún þekkti ekki umrætt mál til að tjá sig neitt nánar um það.

Stærsti vandinn er eftirfylgnin

"Það er ekkert að því að þjóðin skrifi og semji sitt eigið frumvarp, það er ekkert sem bannar það,“ segir formaður SÁÁ sem vill að tíu prósent af þeim ellefu þúsund og tvö hundruð milljónum sem ríkið fær á ári með áfengisgjaldinu fari í að hjálpa þeim sem mesta þurfa á því að halda.

Búin að missa þau öll

Kona sem var ólétt af fimmburum, og lét eyða tveimur fóstrum til að auka lífslíkur hinna þriggja, hefur nú misst öll fóstrin. Hún og eiginmaður hennar skrifa opinskátt á netið um reynslu sína.

Gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisbrotamála

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis ætlar að gera sérstaka úttekt á meðferð kynferðisafbrotamála. Varaformaður nefndarinnar segir kerfið senda þau skilaboð í dag að ekki þýði að kæra voðaverknaði enda leiða aðeins þrjú af hverjum eitt hundrað málum sem kærð eru til sakfellingar.

Sjálfstæðismenn velja á lista þann 24. nóvember

Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, samþykkti í dag tillögu um að prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík þann 24. nóvember næstkomandi. Heimdellingar lögðu til að profkjörið færi fram 17. nóvember en sú tillaga var felld með sex atkvæðum.

Tekinn á aðfangadagskvöld vegna nauðgunarkæru

Hæstiréttur Íslands sýknaði í dag karlmann af ákæru um að hafa nauðgað konu á meðan hún var ofurölvi. Stúlkan sakaði manninn um að hafa nauðgað sér á veitingastað í hans eigu á aðfangadag í hitteðfyrra og var maðurinn handtekinn á heimili fjölskyldu sinnar um klukkan sjö um kvöldið. Í dómi Hæstaréttar kemur fram að kæruvaldinu hafi ekki tekist að færa sönnur á sekt hans. Maðurinn hafði áður verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness. Maðurinn viðurkenndi að hafa átt kynferðisleg samskipti við konuna en sagði að þau hefðu verið með hennar vilja.

Yfirheyrslur í allan dag yfir Outlaws-mönnum

Yfirheyrslur hafa staðið yfir í allan dag yfir þrettán, af sextán manns, sem handteknir voru í aðgerðum lögreglunnar gegn Outlaws í gærkvöld. Aðgerðirnar hófust um klukkan átta og stóðu fram yfir miðnætti. Lagt var hald á nokkra tugi gramma af sterkum fíkniefnum, stera, bruggtæki og bæði landa og gambra.

Kennarar og starfsfólk fagna Hjallastefnunni

Kennarar og starfsfólk við Tálknafjarðarskóla segjast afa ánægð með að rekstri skólans í bænum verði breytt og að Hjallastefnan sé tekin upp í skólanum. Telja þau að aðkoma Hjallastefnunnar veðri mikil lyftistöng fyrir skólasamfélagið á Tálknafirði.

Iceland oftast með lægsta verðið

Verslunin Iceland Engihjalla var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í lágvöruverðsverslunum, stórmörkuðum og klukkubúðum víðsvegar um landið mánudaginn 1. október.

Lögreglan á Suðurnesjum: Eitthvað sem við erum ekki vön

"Þetta er eitthvað sem við erum ekki vön," svarar Jóhannes Jensson, yfirmaður rannsóknardeildar hjá lögreglunni á Suðurnesjum, spurður út í hrollvekjandi atburð sem átti sér stað í Reykjanesbæ síðastliðinn föstudag, þegar einstaklingur tók sofandi barn úr í barnavagni fyrir utan íbúðarhús í bænum og lagði það skammt frá.

Þór Saari ætlar að áfrýja

Þór Saari hyggst áfrýja meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Þar var Þór dæmdur fyrir ummæli sem hannlét falla í DV um tengsl Ragnars Árnasonar við LÍÚ, það er að segja að hann hafi verið á launum hjá félaginu í áratugi.

Barn tekið úr barnavagni

Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um að barn sem var sofandi úti í barnavagni hefði verið tekið úr vagninum. Atvikið átti sér stað í Reykjanesbæ á milli kl. 13-14 sl. föstudag.

„Get varla hætt að knúsa hann“

Brynjar Mettinisson er laus úr fangelsi í Taílandi. Hann var ánægður en dofinn þegar hann hitti fjölskyldu sína í morgun. Brynjar var sofandi í aftursætinu hjá móður sinni þegar fréttastofa hafði samband við hana rétt fyrir hádegi í dag.

Áslaug gefur kost á sér

Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. sætið á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík í komandi prófkjöri til Alþingiskosninga.

Auglýsir eftir Siggu sem klessti á bílinn sinn

"Það eina sem er eftir á miðanum er nafnið Sigga, og það eru nokkuð margar konur á landinu með það nafn,“ segir Kristín Baldursdóttir sem varð fyrir því óláni um miðjan mánuðinn að ekið var á bíl hennar í Lágmúla á meðan hún var í klippingu.

Löggan keyrði börnin í skólann þar sem pabbinn var próflaus

Snemma í morgun var ökumaður fólksbifreiðar á Akranesi stöðvaður þar sem hann hafði verið sviptur ökuréttindum. Þrjú lítil börn á aldrinum eins til sex ára í aftursæti bílsins en öll áttu þau að vera mætt í skóla og leikskóla.

Handhafar Nóbels kynntir í næstu viku

Nóbelsverðlaunahafar þessa árs verða kynntir í næstu viku. Sem fyrr ríkir mikil spenna fyrir friðarverðlaunum Nóbels sem og Nóbelsverðlaunum í bókmenntum.

Háskóli Íslands 271. besti háskólinn í heiminum

Háskóli Íslands hefur færst upp um sex sæti samkvæmt nýjum lista hins virta tímarits Times Higher Education og var birtur í gærkvöldi. Háskólinn er því nú í 271. sæti af sautján þúsund háskólum sem eru í heiminum.

Brynjar á leiðinni heim

Brynjar Mettinisson, sem var í haldi í Taílandi í rúmt ár grunaður um fíkniefnabrot, hefur nú loks verið sleppt úr fangelsi. Brynjar var sýknaður af öllum ákærum og er hann nú á leið til fjölskyldu sinnar í Svíþjóð en hann lenti á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í nótt.

April Jones enn leitað

Leit stendur enn yfir að April Jones, fimm ára gamalli stúlku sem hvarf skammt frá heimili sínu í Wales á mánudag. Hátt í fjörutíu rannsóknarlögreglumenn koma að leitinni en talið er að telpan sé enn í nágrenni við heimabæ sinn.

Kafa eftir leyndardómum Forngrikkja

Fornleifafræðingar munu á næstunni rannsaka rómverskt skipsflak á hafsbotni við Grikkland. Þeim var heldur brugðið, veiðimönnunum sem uppgötvuðu flakið árið nítjánhundruð. Þeir tilkynntu yfirvöldum að hrúgu af dauðum og allsnöktum konum væri að finna á hafsbotni við eyjuna Antikythera.

Kannabisplantan hentug til krabbameinslækninga

Rannsókn lækna við háskólasjúkrahúsið í San Francisco hefur leitt í ljós að efnasamband, sem finna má í kannabisplöntunni, gæti komið í veg fyrir meinvörp og bylt krabbameinslækningum.

Tölva hafði betur gegn innbrotsþjófi

Innbrotsþjófur fór sneypuför, þegar hann braust inn í fyrirtæki við Hvammsbraut í nótt. Þar hafði hann brotið upp glugga og hugðist hafa með sér öfluga tölvu, en þar sem forráðamenn fyrirtækisins höfðu átt von á honum eða honum líkum, höfðu þeir boltað tölvuna fasta.

Fyrstu kappræðurnar: Romney ótvíræður sigurvegari

Forsetaefni Repúblikana fór með sigur úr býtum í fyrstu kappræðum fyrir kosningar. Það var hart tekist á í Denver í nótt þar sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins og fyrrum ríkisstjóri Massachusettsfylkis, mættust á sviði í fyrsta sinn.

Átján börn grófust undir

Átján börn grófust undir í skriðufalli í suðvestur Kína í nótt. Börnin voru í skólahúsi bæjarins þegar skriðan féll. Tvö önnur hús grófust einnig undir skriðunni.

Umsvifamestu aðgerðir lögreglu gegn mótorhjólagengjum

Á annan tug manna voru handteknir á suðvesturlandi í gærkvöldi, í umsvifamestu aðgerðum lögreglu gegn mótorhjólagengjum til þessa. Yfirheyrslur stóðu langt fram á nótt og verður fram haldið með morgninum, en að svo stöddu liggur ekki fyrir hvort lögregla ætlar að krefjast gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir einhverjum.

Á annan tug manna handteknir í Hafnarfirði

Á annan tug manna voru handteknir í sameiginlegum aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, embættis ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á Suðurnesjum og lögreglunnar í Árnessýslu gegn vélhjólagenginu Outlaws, en einstaklingarnir voru handteknir í húsnæði samtakanna í Hafnarfirði og víðar.

25 ára gömul kona drukknaði í baði

Tuttugu og fimm ára gömul móðir drukknaði í baði á heimili sínu á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Konan sem var pólsk og hét Anna Chmielewska flutti hingað til lands ásamt Andrzej Chmielewski, eiginmanni sínum, og þriggja ára dóttur þeirra í febrúar á þessu ári, eftir því sem fram kemur í Fréttatímanum.

Yfir þúsund sprengjur fundnar á Reykjanesi

Á annað þúsund sprengjur og skot hafa fundist við hreinsunarstarf Landhelgisgæslunnar á Reykjanesi síðustu fimm ár. Sigurður Ásgrímsson, deildarstjóri hjá Gæslunni, segir starfið hafa gengið vel og átakinu ljúki senn. Skýrsla um framvinduna er væntanleg innan skamms.

Óskynsamleg stefna Evrópusambandsins

Einar K. Guðfinnsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki kynnt sér efni skýrslunnar en segist telja að rétt sé að halda áfram framleiðslutengdum stuðningi í landbúnaði. „Að mínu mati er þetta ekki skynsamleg stefna sem Evrópusambandið og ýmis önnur ríki hafa viðhaft, að vera ekki með framleiðslutengingar, sem leiðir til þess að áhugi manna á

Hjallastefnan má ekki reka grunnskólann

Menntamálaráðuneytið hefur bent á að Hjallastefnan megi ekki reka eina grunnskólann á Tálknafirði. Þetta kemur fram í bréfi sem ráðuneytið sendi hreppnum 21. september. RÚV greindi frá þessu í gær.

Sjá næstu 50 fréttir