Innlent

Óskynsamleg stefna Evrópusambandsins

Einar K. Guðfinnsson
Einar K. Guðfinnsson
Einar K. Guðfinnsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki kynnt sér efni skýrslunnar en segist telja að rétt sé að halda áfram framleiðslutengdum stuðningi í landbúnaði. „Að mínu mati er þetta ekki skynsamleg stefna sem Evrópusambandið og ýmis önnur ríki hafa viðhaft, að vera ekki með framleiðslutengingar, sem leiðir til þess að áhugi manna á atvinnuþátttöku slævist. Hitt er alveg ljóst – og það hefur alltaf legið fyrir – að við styðjum hlutfallslega töluvert mikið við okkar landbúnað og fyrir því eru auðvitað ýmsar ástæður; við búum í harðbýlu, dreifbýlu landi. En ýmislegt sem talið er með í þessum stuðningi, og OECD og aðrir slíkir taka með í sínum útreikningum, er í raun tilfærslur innan kerfisins – það má nefna fóðurskattinn, verðjöfnunargjald í mjólkuriðnaði og ýmislegt annað – þannig að það er ekki allt sem sýnist í þeim efnum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×