Fleiri fréttir

Opnar Iceland í Vesturbænum

Verslunarkeðjan Iceland hefur tekið húsnæði Europris við Fiskislóð í vesturbæ Reykjavíkur á leigu og mun opna þar nýtt útibú 1. desember. Í næsta nágrenni eru verslanir Bónuss og Krónunnar.

Mikil spenna fyrir kvöldið

Það er óhætt að segja að spenna ríki fyrir fyrstu kappræðum forsetaframbjóðandanna í bandarísku forsetakosningunum, en kappræðurnar hefjast klukkan eitt að íslenskum tíma í nótt.

Betri árangur í bráðaaðgerðum á Íslandi en annarsstaðar

Árangur af bráðaaðgerðum vegna brjóstholsáverka á Íslandi er betri hér á landi en víða erlendis. Þetta má m.a. rekja til stutts flutningstíma á sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu, góðs aðgangs að blóði og ekki síst samhents teymis lækna og hjúkrunarfræðinga. Vísindamenn við Háskóla Íslands og Landspítala greina frá þessum niðurstöðum í nýjustu útgáfu Injury, eins virtasta vísindaritsins innan bráða- og slysalækninga í heiminum.

Árni Páll útilokar ekki samstarf við neinn

Árni Páll Árnason, sem lýsti yfir framboði í formann Samfylkingarinnar í dag, segist ekki vilja útiloka ríkisstjórnarsamstarf með neinum flokki eftir næstu kosningar. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og fráfarandi formaður hafði hins vegar áður sagt að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að fá frí áfram frá ríkisstjórn.

Líffæraþegar vilja áætlað samþykki um líffæragjafir

Fjórir líffæraþegar hvetja þingheim til að samþykkja þingsályktunartillögu um áætlað samþykki við líffæragjafir. Kona sem hefur gengist undir tvær nýrnaígræðslur segir mikilvægt að muna að fólk sé á bak við tölur um bæði líffæragjafir og þega.

Heppinn Finni 300 milljónum ríkari

Heppinn Finni var með allar tölur réttar í Víkingalottói í kvöld og hlaut hann ríflega 300 milljónir í sinn hlut. Lottótölurnar voru 9 12 24 31 34 47 og voru 10 17. Ofurtalan var : 10.

Lögreglan lýsir eftir Emil Arnari

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir Emil Arnari Reynissyni 23 ára. Síðast er vitað um ferðir Emils í austurhluta Reykjavíkur á mánudaginn var. Hann er um 185 cm á hæð og nokkuð þéttvaxinn, ljóshærður og bláeygður. Emil var klæddur í ljósbleika skyrtu og bláar gallabuxur. Þeir sem geta gefið upplýsingar um verustað hans er bent á að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.

Grettir eignast nýjan bíl

Björgunarsveitin Grettir á Hofsósi hefur eignast fullbúinn Ford F350 bíl. Brynjar Helgi Magnússon, formaður Grettis, segir á vef Slysavarnarfélagsins Landsbjargar segir að nýi bíllinn stykri björgunarsveitina til muna og geri henni mögulegt að taka þátt í vetrarverkefnum á hálendinu við verstu aðstæður. Bíllinn er búinn 49" dekkjum og öllum tilheyrandi búnaði og var honum breytt af Jeppaþjónustunni Breyti í Reykjavík sem hefur mikla sérþekkingu á breytingum á þessari bíltegund.

Þór Saari þarf að greiða Ragnari Árna 300 þúsund

Þór Saari hefur verið dæmdur til að greiða Ragnari Árnasyni 300 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem birtust í frétt DV þann 7. - 8. september í fyrra. Þá voru ummælin "Ragnar Árnason hefur verið á launum hjá LÍU í áratugi." Þór þarf að auki að greiða Ragnari 800 þúsund krónur í málskostnað.

Seðlabankinn sýknaður af kröfum Más

Seðlabanki Íslands var rétt í þessu sýknaður af kröfum Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Már stefndi bankanum því að hann taldi að breytingar hefðu verið gerðar á launakjörum sem hann hafði samið um þegar hann var skipaður seðlabankastjóri. Dómurinn var kveðinn upp núna klukkan hálfþrjú.

Íslenska ríkið þarf að bregðast við kærum Erlu

Lögmenn Erlu Hlynsdóttur fréttamanns hafa fengið bréf frá Mannréttindadómstól Evrópu vegna tveggja mála gegn íslenska ríkinu sem Erla hefur kært til dómstólsins. Annað málið snýst um dóm sem Erla hlaut eftir að Rúnar Þór Róbertsson, dæmdur fíkniefnasmyglari, var til umfjöllunar í grein Erlu í DV. Hitt málið snýst um mál sem Helga Haraldsdóttir, eiginkona Guðmundar Jónssonar í Byrginu, höfðaði gegn Erlu og endaði með dómi yfir Erlu í

Kosið í Laugardalshöll frá 10. október

Frá og með miðvikudeginum 10. október nk. flyst atkvæðagreiðsla utan kjörfundar frá skrifstofu sýslumannsins í Reykjavík og fer fram í Laugardalshöll. Opið verður í Laugardalshöll alla daga frá kl. 10:00 - 22:00 fram að kjördegi. Á kjördag verður opið frá kl. 10:00 - 17:00 fyrir þá kjósendur sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu.

Teitur gefur kost á sér í fimmta sæti

Teitur Björn Einarsson gefur kost á sér í 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í komandi prófkjöri. "Næstu alþingiskosningar eru þýðingarmiklar. Það er hægt að ná árangri við stjórn landsmálanna en til þess þarf að taka réttar ákvarðanir. Frjálslynt samfélag, virðing fyrir frelsi allra einstaklinga og festa í grunnskipan þjóðfélagsins - þessi gildi eru forsenda þess að okkur auðnist að nýta tækifærin sem við höfum til að efla atvinnulífið og þar með auka velferð. Ég vil leggja mitt af mörkum til að búa í haginn fyrir betra samfélag öllum til heilla og ég fylgi Sjálfstæðisflokknum að málum í þeirri vegferð," segir Teitur.

Þrýst á Össur um formannsframboð

Þrýst hefur verið á Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og þingmann Samfylkingarinnar að bjóða sig fram til formanns flokksins á landsfundi hans. Eins og kunnugt er ákvað Jóhanna á dögunum að draga sig í hlé þegar kemur að næsta landsfundi og hætta svo á þingi í næstu kosningum.

Dæmdur fyrir fíkniefnabrot

Rúmlega tvítugur karlmaður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Lögreglan fann rúmlega 300 grömm af marijúana á heimili hans í maí árið 2010. Maðurinn játaði sekt sína skýlaust en haldi hann skilorð í tvö ár skal fresta fullnustu refsingarinnar og fellur hún niður að þeim tíma liðnum.

Ráðningasamningur við Anders Fogh framlengdur

Fulltrúar Atlantshafsbandalagsríkjanna 28 ákváðu á fundi í dag að framlengja ráðningasamning við Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóra bandalagsins um eitt ár. Ráðningasamningurinn átti að renna út þann 1. ágúst á næsta ári, en Anders Fogh mun gegna embættinu til 1. ágúst 2014 hið minnsta.

Segir rannsókn óumflýjanlega

"Umfjöllun Kastljóss um skýrsludrög Ríkisendurskoðunar hafa vakið gríðarlega athygli sem vonlegt er. Upplýsingar sem lekið hafa út úr stofnuninni eru þess eðlis að óumflýjanlegt er að rannsaka málið allt, bæði það sem snýr að Ríkisendurskoðun og sömuleiðis og ekki síður hlut Fjársýslu ríkisins,“ skrifar Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og formaður fjárlaganefndar Alþingis á bloggið sit, um þann styr sem hefur staðið í kringum stofnanirnar eftir uppljóstrun Kastljóss á síðustu dögum.

Vopnað rán í Mjóddinni

Tveir menn í annarlegu ástandi réðust inn í Apótek í Mjóddinni á tíunda tímanum í morgun og stálu þaðan vörum. Þetta staðfestir lögreglan við Vísi. Samkvæmt fréttavef RÚV eru mennirnir grunaðir um að hafa stolið vörum úr fleiri verslunum í Mjóddinni.

Dæmd fyrir skjalafals

Þrítug kona frá Nígeríu var dæmd í 30 daga óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í morgun fyrir skjalafals þegar hún framvísaði þremur fölsuðum skilríkjum á Keflavíkurflugvelli í byrjun september. Konan, sem þóttist vera frá Ítalíu, játaði skýlaust brot sitt.

Snarpur skjálfti í Kötlu

Snarpur jarðskjálfti, þrír komma tveir að stærð, varð í Kötlu klukka hálf níu í morgun.

Aukin glæpatíðni í New York - Apple um að kenna

Aukin glæpatíðni í New York er rakin beint til stórfyrirtækisins Apple. Þetta tilkynnti Ray Kelly, lögreglustjóri New York-borgar, á blaðamannafundi í gær. Hann sagði að þjófnaður á iPod-spilurum, iPhone snjallsímum og iPad spjaldtölvunum hefði aukist gríðarlega á síðustu árum.

Árásin í Benghazi var hryðjuverk

Ljóst er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda voru viðriðnir árás á ræðismannaskrifstofu Bandaríkjanna í Líbíu í september. Sendiherra Bandaríkjanna í landinu lést í árásinni ásamt þremur öðrum.

Fyrstu kappræðurnar í kvöld

Fyrstu kappræðurnar af þremur milli Barack Obama, Bandaríkjaforseta, og Mitt Romney, forsetaefni Repúblikanaflokksins, fara fram í Denver í kvöld.

Óttast að kvótagróði gæti farið í fótboltafélög og dagblöð uppá landi

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir hugsanlegt að auka varnir gegn atvinnumissi vegna kvótasölu úr strandbyggðum með því að taka upp sérstaka skírskotun til mikilvægis sjávarbyggða inn í samningsafstöðu Íslands þegar samningar hefjast um fiskveiðar í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Þetta segir Össur í samtali við Eyjafréttir í tilefni af sölu útgerðarfyrirtækisins Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum til Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Bítlar gæða sér á fiski og frönskum í nýju myndbandi

Áður óséð myndskeið af Bítlunum hefur nú komið í leitirnar. Myndbandið er frá árinu nítjánhundruð sextíu og sjö en í því má sjá Bítlana gæða sér á fiski og frönskum þegar félagarnir tóku sér pásu frá tökum á kvikmyndinni Magical Mystery Tour.

Hafrannsóknarstofa leitar loðnu

Skip Hafrannsóknastofnunar heldur í dag til loðnuleitar þar sem einkum verður leitað loðnu, sem á að koma inn í veiðarnar næsta haust.

April enn leitað

Fjörutíu og sex ára gamall karlmaður var handtekinn í Wales í gær í tengslum við hvarf fimm ára gamallar telpu. Stúlkan, sem heitir April Jones, hvarf skammt frá heimili sínu á mánudag en hún var að leik með vinum þegar hún var numin á brott.

Tekist á um Umferðarmiðstöð

Tekist var á um tillögu um kaup borgarinnar á Umferðarmiðstöðinni, í því skyni að flytja þangað aðal skiptistöð Strætó, á borgarstjórnarfundi í gærkvöldi.

Skullu saman á Kringlumýrarbraut

Ökumenn tveggja bíla slösuðust, en þó ekki alvarlega, þegar bílar þeirra skullu saman á mótum Kringlumýrarbrautar og Sæbrautar laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Landbúnaðarstefnan óskilvirk

Meirihluti styrkja til landbúnaðar á Íslandi er bundinn framleiðslumagni og því markaðstruflandi, að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD). Í nýlegri skýrslu stofnunarinnar um stuðning við landbúnað í aðildarríkjunum segir að 70% af landbúnaðarstyrkjum á Íslandi séu af þessum toga, þótt beingreiðslur í sauðfjárbúskap og kvótakerfið í mjólkurframleiðslu séu til bóta.

Tugmilljóna sektir vegna trassaskapar

Dagsektir eru nú lagðar á sex hús í Reykjavík samkvæmt yfirliti sem byggingarfulltrúinn í Reykjavík gerði fyrir skipulagsráð borgarinnar og var kynnt ráðinu á fundi á mánudag. Ákvörðun hefur verið tekin um beitingu dagsekta vegna þriggja húsa til viðbótar.

Tíu skiluðu á réttum tíma

Íslenskir stjórnmálaflokkar hafa tekið sig á í skilum ársreikninga sinna til Ríkisendurskoðunar. Í gær sendi Ríkisendurskoðun frá sér tilkynningu um að tíu stjórnmálasamtök hefðu skilað ársreikningum fyrir árið 2011 áður en skilafrestur rann út nú um mánaðamótin.

Færri óku bíl í síðasta mánuði

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu dróst lítillega saman í september miðað við sama tíma í fyrra, eða um 0,9 prósent. Þó hefur umferðin aukist frá áramótum innan svæðisins, eða um 1,1 prósent. Mest jókst hún í júlí, um 7,7 prósent, er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Það gæti bent til þess að höfuðborgarbúar hafi farið minna út á land þetta sumarið, enda dróst umferðin um hringveginn saman um 2,5 prósent þann mánuð.- sv

Fyrst kuldar og svo hlýnar á ný

Liðsmenn Veðurklúbbsins á Dalvík funduðu í síðustu viku til að spá í spilin varðandi veðrið fram undan. Að því er kemur fram á vef Dalvíkurbyggðar var farið yfir tunglkomur og fyllingar og þá staðreynd að nýtt tungl kviknar mánudaginn 15. október. „Mánudagstungl geta vitað á mjög góða tíð og eins slæma þannig að grípa þurfti til annarra veðurteikna til að ráða fram úr veðurhorfum í október. Eftir nokkrar vísbendingar varð niðurstaðan sú að spá því að í byrjun mánaðar yrði tíð fremur köld og lítils háttar snjókoma. Eftir stutt kuldakast er reiknað með að dragi til suðlægra átta og að seinni hluti mánaðarins verði mildur og með þægilegu haustveðri,“ segir á Dalvi

Fádæma úrkomusöm haustbyrjun

Síðasti mánuður var úrkomusamasti september víða á Norðurlandi síðan mælingar hófust. Fádæma úrkomusamt var víða um landið norðanvert og úrkoma var vel ofan meðallags á flestum stöðvum, er fram kemur í samantekt Veðurstofu Íslands á tíðarfari septembermánaðar.

Dýrt að skulda skatt

Það er alltaf dýrt að vera í vanskilum, segir tollstjóri, sem ráðleggur engum að gera samkomulag um greiðsluáætlun við embættið ef hann getur á annað borð staðið skil á skattgreiðslum – sérstaklega vörslusköttum.

Segir mistök að hafa ákært Geir Haarde einan

Það voru mistök að ákæra Geir Haarde einan, í stað þess að ákæra líka Björgvin G. Sigurðsson, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Árna Mathiesen. Þetta segir Pieter Omtzigt, sem lagði fram minnisblað í laganefnd Evrópuráðsþingsins, í dag. Omtzigt hefur skoðað réttarhöldin um nokkurra mánaða skeið og kom meðal annars hingað til lands í vor vegna þess. Meginniðurstaða hans er sú að ekki hafi átt að sækja Geir til saka. Hann hefði átt að sæta annarskonar ábyrgð.

Þungavigtamenn funduðu um aðildarviðræður að ESB

Fyrrverandi ráðherrar og þingmenn úr flestum flokkum og forkólfar í viðskiptalífinu fyrr og nú komu saman á fundi á hótel Hilton Nordica í dag. Fólkið á það sameiginlegt að hafa lengi talað fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu og á fundinum var samþykkt áskorun, meðal annars þess efnis að ekki verði hætt við aðildarviðræðurnar.

Gagnrýnir harðlega ákvörðun um kaup á Umferðarmiðstöðinni

Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir harðlega ákvörðun borgaryfirvalda um að kaupa Umferðarmiðstöðina við Vatnsmýrarveg og svæðið í kring fyrir 445 milljónir króna. Eins og fram kom í síðustu viku stendur til að flytja þangað aðalskiptistöð Strætó og hafa þar miðstöð almenningssamgangna. Umræða um málið fór fram á borgarstjórnarfundi í dag.

Ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi - Um 70% taka afstöðu til flokka

Ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup en Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig og mælist stærsti flokkurinn. Enginn flokkanna, sem bjóða fram í fyrsta skipti, nær manni inn á þing en lítið vantar uppá hjá Bjartri framtíð. Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup sem RÚV vísar til.

Sjá næstu 50 fréttir